Verða stundum pirraðar á hvor annarri í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2023 20:31 Systrunum líður vel í Vestmannaeyjum en verða þó stunduð aðeins pirraðar á hvor annarri. Aðsend Mjaltrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá í Vestmannaeyjum þurfa ekki að kvarta undan svengd því þær fá 60 kíló af fisk á hverjum degi. Þær eru orðnar 15 ára og leika við hvern sinn fingur í Vestmannaeyjum þó þær verði stundum pirraðar á hvor annarri. Það fer vel um Litlu Hvít og Litlu Grá á safninu í Vestmannaeyjum og það er alltaf mikill fjöldi ferðamanna, sem fer sérstaklega í safnið til að sjá þær. Vel er hugsað um þær af sérfræðingum til að gæta að vellíðan þeirra. En systrunum líður mjög vel á safninu en þær þurfa mikið að borða en hvor þeirra fær 30 kíló af fisk á hverjum einasta degi. Já, þær fá 60 kíló saman af fiski, aðallega síld, loðnu, kolmunna og makríl. „Þær eru bara voðalega kátar alltaf. Litla Grá var að glíma við smá magasár, sem olli því að við urðum að taka þær inn til okkar aftur. Hún er öll að koma til, hún er orðinn miklu frískari og þær eru bara voðalega kátar. Fólki finnst þær náttúrulega alveg ótrúlegar. Þær eru náttúrulega stórar og þær eru svo leikglaðar, það eru allir, sem falla fyrir þeim, allir, sem koma hingað,“ segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Systurnar fá samtal 60 kíló af fiski á dag til að éta.Aðsend Þóra segir systurnar vera táninga því þær séu ekki nema 15 ára gamlar en þær geti vel orðið 60 til 70 ára. En verða þær þá í Vestmannaeyjum þar til yfir lýkur? „Við reiknum með því. Það er náttúrlega þannig að þú getur aldrei sleppt dýrum, sem hafa verið í haldi lengi hjá mannfólki, það gengur bara ekki að sleppa þeim fyllilega aftur endilega en draumurinn væri auðvitað að geta leyft þeim að fara en það er kannski ekkert raunsær draumur en vonandi geta þær verið út í Klettsvík, sem mest,“ segir Þóra. En eru Litla Hvít og Lita Grá miklar vinkonur eða pirraðar á hvor annarri ? „Þær eru rosalega miklar vinkonur. Þær eiga erfitt þegar annarri líður illa og þannig en það kemur alveg upp á að þær verði svolítið pirraðar kannski eins og gerist hjá vinum eða systkinum. Þær eru aldar upp eins og systkini, það kemur alveg upp hjá þeim svona pirringur en þær eru fljótar að sættast,“ segir Þóra að lokum. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Hvalir Dýr Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Það fer vel um Litlu Hvít og Litlu Grá á safninu í Vestmannaeyjum og það er alltaf mikill fjöldi ferðamanna, sem fer sérstaklega í safnið til að sjá þær. Vel er hugsað um þær af sérfræðingum til að gæta að vellíðan þeirra. En systrunum líður mjög vel á safninu en þær þurfa mikið að borða en hvor þeirra fær 30 kíló af fisk á hverjum einasta degi. Já, þær fá 60 kíló saman af fiski, aðallega síld, loðnu, kolmunna og makríl. „Þær eru bara voðalega kátar alltaf. Litla Grá var að glíma við smá magasár, sem olli því að við urðum að taka þær inn til okkar aftur. Hún er öll að koma til, hún er orðinn miklu frískari og þær eru bara voðalega kátar. Fólki finnst þær náttúrulega alveg ótrúlegar. Þær eru náttúrulega stórar og þær eru svo leikglaðar, það eru allir, sem falla fyrir þeim, allir, sem koma hingað,“ segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Systurnar fá samtal 60 kíló af fiski á dag til að éta.Aðsend Þóra segir systurnar vera táninga því þær séu ekki nema 15 ára gamlar en þær geti vel orðið 60 til 70 ára. En verða þær þá í Vestmannaeyjum þar til yfir lýkur? „Við reiknum með því. Það er náttúrlega þannig að þú getur aldrei sleppt dýrum, sem hafa verið í haldi lengi hjá mannfólki, það gengur bara ekki að sleppa þeim fyllilega aftur endilega en draumurinn væri auðvitað að geta leyft þeim að fara en það er kannski ekkert raunsær draumur en vonandi geta þær verið út í Klettsvík, sem mest,“ segir Þóra. En eru Litla Hvít og Lita Grá miklar vinkonur eða pirraðar á hvor annarri ? „Þær eru rosalega miklar vinkonur. Þær eiga erfitt þegar annarri líður illa og þannig en það kemur alveg upp á að þær verði svolítið pirraðar kannski eins og gerist hjá vinum eða systkinum. Þær eru aldar upp eins og systkini, það kemur alveg upp hjá þeim svona pirringur en þær eru fljótar að sættast,“ segir Þóra að lokum. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Hvalir Dýr Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira