Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2023 12:21 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. Landsvirkjun Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðlaugur Þór rakti að Íslendingum hefði frá árinu 2005, viðmiðunarári Kyoto-bókunarinnar, tekist að draga úr losun um tólf prósent. Miðað við nýjustu sviðsmyndir stefndi í að Íslendingar næðu samdrætti upp á 26 prósent. „En við þurfum að ná 40 prósent fyrir árið 2030. Og 2030 er á morgun,“ sagði ráðherrann. Og rifjaði upp að Íslendingar hefðu nýlega neyðst að kaupa loftslagsheimildir fyrir 250 milljónir króna þar sem ekki var staðið við skuldbindingar um landgræðslu og skógrækt. „Og ef við náum ekki markmiðunum árið 2030 þá er kostnaðurinn, miðað við þær forsendur sem eru núna, svona einn milljarður til tíu milljarðar á ári. Ekki eingreiðsla sem var í uppgjörinu varðandi Kyoto. En ef við náum hins vegar markmiðunum þá seljum við loftslagsheimildir og höfum tekjur af því, eins og við höfum haft á undanförnum árum,“ sagði Guðlaugur Þór. Haustfundur Landsvirkjunar fór fram á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu. Landsvirkjun Hann nefndi fiskimjölsverksmiðjur, húshitun og bíla sem dæmi um aukna losun milli ára vegna aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis þar sem skort hefði græna orku. Hann sagði loftslagsmálin snúast um að afla grænnar orku í stað jarðefnaeldsneytis. „Á undanförnum fimmtán árum hefur verið algjör stöðnun í framleiðslu á grænni orku á Íslandi. Það hefur bara verið stöðnunartímabil. Við höfum á þessum miklu uppbyggingartímum á Íslandi að meðaltali verið að auka uppsett afl um 24 megavött á ári. Þess vegna erum við að horfa á þessi vandræði sem við erum að horfa á í dag. Vegna þess að þetta snýst um það að okkur vantar græna orku. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á haustfundi Landsvirkjunar. Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. 24. ágúst 2023 08:34 Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00 Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11 Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48 Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðlaugur Þór rakti að Íslendingum hefði frá árinu 2005, viðmiðunarári Kyoto-bókunarinnar, tekist að draga úr losun um tólf prósent. Miðað við nýjustu sviðsmyndir stefndi í að Íslendingar næðu samdrætti upp á 26 prósent. „En við þurfum að ná 40 prósent fyrir árið 2030. Og 2030 er á morgun,“ sagði ráðherrann. Og rifjaði upp að Íslendingar hefðu nýlega neyðst að kaupa loftslagsheimildir fyrir 250 milljónir króna þar sem ekki var staðið við skuldbindingar um landgræðslu og skógrækt. „Og ef við náum ekki markmiðunum árið 2030 þá er kostnaðurinn, miðað við þær forsendur sem eru núna, svona einn milljarður til tíu milljarðar á ári. Ekki eingreiðsla sem var í uppgjörinu varðandi Kyoto. En ef við náum hins vegar markmiðunum þá seljum við loftslagsheimildir og höfum tekjur af því, eins og við höfum haft á undanförnum árum,“ sagði Guðlaugur Þór. Haustfundur Landsvirkjunar fór fram á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu. Landsvirkjun Hann nefndi fiskimjölsverksmiðjur, húshitun og bíla sem dæmi um aukna losun milli ára vegna aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis þar sem skort hefði græna orku. Hann sagði loftslagsmálin snúast um að afla grænnar orku í stað jarðefnaeldsneytis. „Á undanförnum fimmtán árum hefur verið algjör stöðnun í framleiðslu á grænni orku á Íslandi. Það hefur bara verið stöðnunartímabil. Við höfum á þessum miklu uppbyggingartímum á Íslandi að meðaltali verið að auka uppsett afl um 24 megavött á ári. Þess vegna erum við að horfa á þessi vandræði sem við erum að horfa á í dag. Vegna þess að þetta snýst um það að okkur vantar græna orku. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á haustfundi Landsvirkjunar.
Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. 24. ágúst 2023 08:34 Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00 Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11 Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48 Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. 24. ágúst 2023 08:34
Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00
Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11
Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48
Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45