Fastakúnna og einstakrar vinkonu minnst á Horninu í dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. október 2023 20:00 Dagný sat alltaf við sama borð, númer sjö, á sama stólnum. Borðið var frátekið fyrir hana í dag. Aðsend/Hornið Starfsfólk veitingastaðarins Hornsins minntist fastakúnna og einstakrar vinkonu í dag. Borð sjö sem hún Dagný sat alltaf við var frátekið fyrir hana, og þar stóð eftirlætisdrykkurinn hennar, kók með engum klaka. Veitingahúsið Hornið er elsti pizzustaður landsins. Staðurinn er fjölskyldurekinn og hafa eigendurnir myndað persónulegt samband við marga viðskiptavini og fastakúnna. Dagný Kristjánsdóttir var einn þeirra. „Dagný var fastakúnni í mörg ár, örugglega tíu til fimmtán ár,“ segir Ólöf Helga Jakobsdóttir, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Hornsins. „Hún sat alltaf á sama borði, borði sjö, á sama stólnum. Hún kom yfirleitt yfirleitt um klukkan ellefu, um leið og við opnuðum dyrnar, stundum stóð hún fyrir utan og beið eftir okkur þegar við opnuðum.“ „Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ Dagný pantaði sér alltaf það sama, kók með engum klaka. Það var tilfallandi hvort hún fékk sér að borða, en yfirleitt var hún bara að koma til að hitta starfsfólkið og spjalla. Á milli þeirra myndaðist einstakt vinasamband. Systkynin Ólöf Helga og Jakob Reynir við borðið hennar Dagnýjar í dag. Vísir/Egill Ólöf rifjar upp þegar Dagný pantaði sér eitt sinn borð á laugardagskvöldi, sem var óvenjulegt, enda kom hún yfirleitt klukkan ellefu á morgnanna. „Þá hringdi hún og bað um lítið borð, en ekki borðið sem hún situr vanalega við. Við sögðum að það væri ekkert mál og svo spurði ég hvort það væri eitthvað tilefni. Hún sagði: „Já ég ætla bara að fara út svona um helgi og hitta vini mína.“ Svo kemur hún á laugardagskvöldið og við spyrjum hvort vinir hennar séu á leiðinni eða hvort hún vilji panta. Þá segir hún:„Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ „Þannig það var bara þessvegna sem hún var að koma út að borða, við vorum vinir hennar og hún var vinur okkar.“ Borð sjö frátekið fyrir Dagný í dag Dagný lést síðastliðinn mánudag, aðeins 33 ára, eftir erfið veikindi. Hennar var minnst á Horninu í dag. Þegar fréttastofa leit við í hádeginu í dag var setið við hvert borð. Nema við borð sjö, þar sem Dagný sat svo oft. Það var frátekið fyrir hana í dag, og að sjálfsögðu stóð drykkurinn hennar þar, kók með engum klaka. Einkennisdrykkur Dagnýjar, kók með engum klökum, stóð á borðinu sem var frátekið í hennar nafni í dag.Vísir/Egill „Það kom ekkert annað til greina,“ segir Ólöf. „Að sjálfsögðu tökum við borðið hennar frá og settum kók á borðið í hennar minningu. Hún verður hérna með okkur í dag á borðinu sínu.“ Myndin er tekin á fjörutíu ára afmæli Hornsins fyrir fjórum árum. Dagný færði staðnum skúringafötu, moppu og borðtuskur í tilefni dagsins.Ólöf Helga Jakobsdóttir. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Veitingahúsið Hornið er elsti pizzustaður landsins. Staðurinn er fjölskyldurekinn og hafa eigendurnir myndað persónulegt samband við marga viðskiptavini og fastakúnna. Dagný Kristjánsdóttir var einn þeirra. „Dagný var fastakúnni í mörg ár, örugglega tíu til fimmtán ár,“ segir Ólöf Helga Jakobsdóttir, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Hornsins. „Hún sat alltaf á sama borði, borði sjö, á sama stólnum. Hún kom yfirleitt yfirleitt um klukkan ellefu, um leið og við opnuðum dyrnar, stundum stóð hún fyrir utan og beið eftir okkur þegar við opnuðum.“ „Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ Dagný pantaði sér alltaf það sama, kók með engum klaka. Það var tilfallandi hvort hún fékk sér að borða, en yfirleitt var hún bara að koma til að hitta starfsfólkið og spjalla. Á milli þeirra myndaðist einstakt vinasamband. Systkynin Ólöf Helga og Jakob Reynir við borðið hennar Dagnýjar í dag. Vísir/Egill Ólöf rifjar upp þegar Dagný pantaði sér eitt sinn borð á laugardagskvöldi, sem var óvenjulegt, enda kom hún yfirleitt klukkan ellefu á morgnanna. „Þá hringdi hún og bað um lítið borð, en ekki borðið sem hún situr vanalega við. Við sögðum að það væri ekkert mál og svo spurði ég hvort það væri eitthvað tilefni. Hún sagði: „Já ég ætla bara að fara út svona um helgi og hitta vini mína.“ Svo kemur hún á laugardagskvöldið og við spyrjum hvort vinir hennar séu á leiðinni eða hvort hún vilji panta. Þá segir hún:„Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ „Þannig það var bara þessvegna sem hún var að koma út að borða, við vorum vinir hennar og hún var vinur okkar.“ Borð sjö frátekið fyrir Dagný í dag Dagný lést síðastliðinn mánudag, aðeins 33 ára, eftir erfið veikindi. Hennar var minnst á Horninu í dag. Þegar fréttastofa leit við í hádeginu í dag var setið við hvert borð. Nema við borð sjö, þar sem Dagný sat svo oft. Það var frátekið fyrir hana í dag, og að sjálfsögðu stóð drykkurinn hennar þar, kók með engum klaka. Einkennisdrykkur Dagnýjar, kók með engum klökum, stóð á borðinu sem var frátekið í hennar nafni í dag.Vísir/Egill „Það kom ekkert annað til greina,“ segir Ólöf. „Að sjálfsögðu tökum við borðið hennar frá og settum kók á borðið í hennar minningu. Hún verður hérna með okkur í dag á borðinu sínu.“ Myndin er tekin á fjörutíu ára afmæli Hornsins fyrir fjórum árum. Dagný færði staðnum skúringafötu, moppu og borðtuskur í tilefni dagsins.Ólöf Helga Jakobsdóttir.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira