NATO hótar afdráttarlausum viðbrögðum ef skemmdirnar reynast viljaverk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 08:42 Finnska varðskipið Turva á vettvangi. AP/Lehtikuva Atlantshafsbandalagið hefur heitið afdráttarlausum viðbrögðum ef það kemur í ljós að skemmdir á gasleiðslu sem liggur á milli Finnlands og Eistlands reynast viljaverk. Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegt skemmdarverk af hálfu Rússa en Risto Lohi hjá Rannsóknarstofnun Finnlands, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ástæða til að ætla að skemmdirnar væru af völdum einhvers konar vélbúnaðar en ekki sprengju. Yfirmaður stofnunarinnar, Robin Lardot, sagði að för hefðu fundist á sjávarbotni þar sem skemmdir hefðu orðið á Balticconnector-leiðslunni. Áætlað er að það muni taka í kringum fimm mánuði að gera við leiðsluna, sem þýðir að hún verður ónothæf fram í apríl 2024. Lardot segir rannsókn málsins enn á frumstigum en slæmt veður hefur meðal annars sett strik í reikninginn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ef skemmdirnar reyndust viljaverk væri um að ræða árás á mikilvæga innviði bandalagsins og að afleiðingarnar yrðu afdráttarlausar aðgerðir af hálfu Nató. Rúmt ár er liðið frá því að Nord Stream 1 og 2 skemmdust í kjölfar sprenginga á hafsbotni. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um sökudólg en rannsóknir blaðamanna virðast benda til aðildar einstaklinga frá Úkraínu. Viðbúnaður var aukinn í Finnlandi í kjölfar þess að fregnir bárust af skemmdunum. Þá var utanríkis- og öryggismálanefnd landsins kölluð saman. Skemmdirnar eru ekki sagðar munu hafa áhrif á orkuöryggi. Varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen sagði í Brussel í gær að Finnar kynnu að meta þá aðstoð sem bandamenn þeirra hefðu boðið fram en vildi ekki tjá sig um mögulegar niðurstöður rannsóknarinnar. Utanríkisráðherrann Elina Valtonen sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref fyrir en þær lægju fyrir. Þá sagði Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands, að rannsakendurnir þyrftu að fá ráðrúm til að ljúka störfum sínum. Svo virðist sem steypt hlíf hafi verið brotin eða rifin af leiðslunni, sem lá ekki á réttum stað og reyndist skemmd á einni hlið. Finnskur sérfræðingur sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn YLE að mögulega hefði stórt skip dregið akkeri sitt yfir leiðsluna, annað hvort viljandi eða óviljandi. Finnskir miðlar hafa greint frá því að fimm stór skip, þar á meðal flutningskip frá Panama og fjögur olíuflutningaskip, hafi verið í nálægð við leiðsluna skömmu áður en hún fór að leka. Eitt olíuskipanna var frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Eistland NATO Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegt skemmdarverk af hálfu Rússa en Risto Lohi hjá Rannsóknarstofnun Finnlands, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ástæða til að ætla að skemmdirnar væru af völdum einhvers konar vélbúnaðar en ekki sprengju. Yfirmaður stofnunarinnar, Robin Lardot, sagði að för hefðu fundist á sjávarbotni þar sem skemmdir hefðu orðið á Balticconnector-leiðslunni. Áætlað er að það muni taka í kringum fimm mánuði að gera við leiðsluna, sem þýðir að hún verður ónothæf fram í apríl 2024. Lardot segir rannsókn málsins enn á frumstigum en slæmt veður hefur meðal annars sett strik í reikninginn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ef skemmdirnar reyndust viljaverk væri um að ræða árás á mikilvæga innviði bandalagsins og að afleiðingarnar yrðu afdráttarlausar aðgerðir af hálfu Nató. Rúmt ár er liðið frá því að Nord Stream 1 og 2 skemmdust í kjölfar sprenginga á hafsbotni. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um sökudólg en rannsóknir blaðamanna virðast benda til aðildar einstaklinga frá Úkraínu. Viðbúnaður var aukinn í Finnlandi í kjölfar þess að fregnir bárust af skemmdunum. Þá var utanríkis- og öryggismálanefnd landsins kölluð saman. Skemmdirnar eru ekki sagðar munu hafa áhrif á orkuöryggi. Varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen sagði í Brussel í gær að Finnar kynnu að meta þá aðstoð sem bandamenn þeirra hefðu boðið fram en vildi ekki tjá sig um mögulegar niðurstöður rannsóknarinnar. Utanríkisráðherrann Elina Valtonen sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref fyrir en þær lægju fyrir. Þá sagði Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands, að rannsakendurnir þyrftu að fá ráðrúm til að ljúka störfum sínum. Svo virðist sem steypt hlíf hafi verið brotin eða rifin af leiðslunni, sem lá ekki á réttum stað og reyndist skemmd á einni hlið. Finnskur sérfræðingur sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn YLE að mögulega hefði stórt skip dregið akkeri sitt yfir leiðsluna, annað hvort viljandi eða óviljandi. Finnskir miðlar hafa greint frá því að fimm stór skip, þar á meðal flutningskip frá Panama og fjögur olíuflutningaskip, hafi verið í nálægð við leiðsluna skömmu áður en hún fór að leka. Eitt olíuskipanna var frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Eistland NATO Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira