Litla hryllingsbúðin slær í gegn í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2023 20:31 Guggurnar, sem fara á kostum í sýningunni, frá vinstri, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar er leikfélag bæjarins að sýna Litlu Hryllingsbúðina við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Bræður og systur spila stór hlutverk í sýningunni svo ekki sé minnst á Guggurnar eins og þær kalla sig, sem fara á kostum. Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins og nú er það Litla Hryllingsbúðin í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, sem er á sviðinu. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, þar af bræður og tvíburasystur og ekki má gleyma öllu fólkinu á bak við tjöldin. Söngur er áberandi í sýningunni. Hvernig er að vera svona bræður á leiksviðinu, er það ekki skemmtilegt? „Jú, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt að fá að vinna með stóra bróður mínum,” segir Ingberg Örn. „Jú, hann sagði einmitt við mig einhvern tímann að hann myndi ekki leika með mér á sviði nema að hann væri með stærra hlutverk, þannig að hann er aðalhlutverkið, þannig að það gekk upp hjá honum”, segir Sindri Mjölnir en bræðurnir eru Magnússynir. „Þetta er virkilega flott leikfélag og ég mæli endilega með að koma hingað og kíkja á okkur. Þau eru rosalega virk hérna í Hveragerði og setja alltaf upp brjálæðislega flottar sýningar, ljósasjóvið og allt saman miðað við hvað þetta er lítið húsnæði og svoleiðis. Þetta er bara alveg geðveikt,” bætir Sindri Mjölnir við. Bræðurnir Ingberg Örn (t.v.) og Sindri Mjölnir Magnússynir, sem standa sig frábærlega í sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guggurnar eins og þær kalla sig eru nánast allan tímann á sviðinu og fara vel með sín hlutverk. „Það er ákveðin pressa að setja þetta upp því fólk er með ákveðnar fyrir fram hugmyndir. Já, þetta hefur verið sett upp á stórum sviðum með geggjuðum leikurum þannig að þetta eru stór fótspor að feta í,” segja þær Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. En af hverju ætti fólk að koma á sýninguna? „Til að sjá okkur, nei, bara til að sjá alla vinnuna, sem hefur verið sett í þetta. Skemmtilegur söngur, dans og geggjaða plöntu og leikmynd. Þetta er bara allt rosalega skemmtilegt og flott,” segir Guggurnar, sem eru himinlifandi með sýninguna. Hér er hægt að panta miða á sýninguna Hveragerði Leikhús Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira
Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins og nú er það Litla Hryllingsbúðin í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, sem er á sviðinu. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, þar af bræður og tvíburasystur og ekki má gleyma öllu fólkinu á bak við tjöldin. Söngur er áberandi í sýningunni. Hvernig er að vera svona bræður á leiksviðinu, er það ekki skemmtilegt? „Jú, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt að fá að vinna með stóra bróður mínum,” segir Ingberg Örn. „Jú, hann sagði einmitt við mig einhvern tímann að hann myndi ekki leika með mér á sviði nema að hann væri með stærra hlutverk, þannig að hann er aðalhlutverkið, þannig að það gekk upp hjá honum”, segir Sindri Mjölnir en bræðurnir eru Magnússynir. „Þetta er virkilega flott leikfélag og ég mæli endilega með að koma hingað og kíkja á okkur. Þau eru rosalega virk hérna í Hveragerði og setja alltaf upp brjálæðislega flottar sýningar, ljósasjóvið og allt saman miðað við hvað þetta er lítið húsnæði og svoleiðis. Þetta er bara alveg geðveikt,” bætir Sindri Mjölnir við. Bræðurnir Ingberg Örn (t.v.) og Sindri Mjölnir Magnússynir, sem standa sig frábærlega í sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guggurnar eins og þær kalla sig eru nánast allan tímann á sviðinu og fara vel með sín hlutverk. „Það er ákveðin pressa að setja þetta upp því fólk er með ákveðnar fyrir fram hugmyndir. Já, þetta hefur verið sett upp á stórum sviðum með geggjuðum leikurum þannig að þetta eru stór fótspor að feta í,” segja þær Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. En af hverju ætti fólk að koma á sýninguna? „Til að sjá okkur, nei, bara til að sjá alla vinnuna, sem hefur verið sett í þetta. Skemmtilegur söngur, dans og geggjaða plöntu og leikmynd. Þetta er bara allt rosalega skemmtilegt og flott,” segir Guggurnar, sem eru himinlifandi með sýninguna. Hér er hægt að panta miða á sýninguna
Hveragerði Leikhús Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira