„Velkomin á hlaðborð tækifæranna“ Íris Hauksdóttir skrifar 16. október 2023 17:22 Samhjálp fagnar fimmtíu árum og heldur í tilefni þess einstaklega veglega veislu þann 19. október næstkomandi. Fátt er íslenskara og en kótilettur í raspi og fullyrða hörðustu aðdáendur að þar sé um sannkallaðan veislumat að ræða. Í tilefni þess að samtökin Samhjálp fagna fimmtíu ára afmæli sínu mun hið árlega Kótilettukvöld bera keim af tímamótunum. Veislan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica þar sem nýstárlegar og spennandi uppákomur munu setja svip á kvöldið. Steingerður Steinarsdóttir gegnir stöðu verkefna- og ritstjóri Samhjálpa. aðsend Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri Samhjálpa segir ánægjulegt að sjá hefðina um Kótilettukvöldið þenjast út með hverju árinu. „Í fyrra gafst gestum á Kótilettukvöldinu tækifæri til að bjóða í margvíslega eigulega muni og hagnýta þjónustu á Þöglu uppboði. Það tókst einstaklega vel og í ár verður enn meira og áhugaverðara úrval að finna á uppboðsborðinu í forsalnum. Fallegar hönnunarvörur, listaverk eftir Jóhannes Geir, Línu Rut, Ragnheiði Jónsdóttur og Sigrúnu Eldjárn. Postulínssafngripir frá frægum verksmiðjum, íslenskt skart meðal annars frá Vera Design og ótalmargir eigulegir munir.“ Fjölbreytt og falleg hönnun Í forsalnum verður Pop Up Boutique með vönduðum tískufatnaði og segist Steingerður sannfærð um að úrvalið muni gleðja alla fagurkera. „Þetta eru vandaðar ullarvörur, sjöl, slæður, fylgihlutir, fatnaður og fleira sem gleður augu og hjarta tískumeðvitaðra. Mikið fjör var á Kótilettukvöld Samhjálpar á síðasta ári.aðsend Hönnuðir á borð við STEiNUNNI, Freebird, Sif Benedicta og Andrea by Andrea verða í boði ásamt ótalmörgum öðrum fallegum flíkum. Auk þess ætla söng- og leikkonurnar Salka Sól og Katrín Halldóra að teygja sig inn í fataskápa sína og gefa fatnað sem nýst gæti öðrum á sviði eða utan sviðs. Hér er tækifæri til að skapa sinn eigin sérstæða stíl.“ Gómsætur matur og góð tónlist Að sögn Steingerðar er hápunktur kvöldsins þó málsverðurinn sjálfur. „Já fastagestir Kótilettukvöldsins bíða alltaf spenntastir eftir að fá kótilettur og meðlæti. Aftur leggja matreiðslumeistarar úr kokkalandsliðinu okkur lið og matreiða kótilettur af sinni einskæru snilld. Kokkalandsliðið leggur málefninu lið. aðsend Tónlistin hefur ávallt skipað stóran sess á Kótilettukvöldi og í ár kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og tekur góðkunn lög þar á meðal eru: Gréta Salóme, Páll Rósinkrans, Hrönn Svansdóttir og Óskar Einarsson. Veislustjóri verður Þóra Karítas Árnadóttir.“ Glæsilegir vinningar Miðinn á kótilettukvöldið gildir einnig sem happdrættismiði og verða ýmsir glæsilegir vinningar í boði, frábærar upplifanir, notalegar snyrtivörur og fleira sem gleður og gagnast. Guðni Th var heiðursgestur Kótilettukvöldsins á síðasta ári. aðsend Steingerður segir Kótilettukvöldið mikilvægan hlekk í fjáröflun fyrir Kaffistofu Samhjálpar. „Við erum svo heppin að hafa sterka bakhjarla í ár en það eru, Einhamar Seafood ehf., Marel Iceland ehf., Guðmundur Arason ehf. og Inter ehf. Allur ágóði af Kótilettukvöldinu rennur til víðtækrar starfsemi Samhjálpar þar sem uppbygging er á öllum stöðum. Ég mæli því með að sem flestir taki fimmtudagskvöldið 19. október frá og tryggi sér miða sem allra fyrst þar sem sætaframboð er takmarkað. Miðasala fer fram á Tix.is og miðaverð er kr. 9900.“ Tímamót Matur Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Veislan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica þar sem nýstárlegar og spennandi uppákomur munu setja svip á kvöldið. Steingerður Steinarsdóttir gegnir stöðu verkefna- og ritstjóri Samhjálpa. aðsend Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri Samhjálpa segir ánægjulegt að sjá hefðina um Kótilettukvöldið þenjast út með hverju árinu. „Í fyrra gafst gestum á Kótilettukvöldinu tækifæri til að bjóða í margvíslega eigulega muni og hagnýta þjónustu á Þöglu uppboði. Það tókst einstaklega vel og í ár verður enn meira og áhugaverðara úrval að finna á uppboðsborðinu í forsalnum. Fallegar hönnunarvörur, listaverk eftir Jóhannes Geir, Línu Rut, Ragnheiði Jónsdóttur og Sigrúnu Eldjárn. Postulínssafngripir frá frægum verksmiðjum, íslenskt skart meðal annars frá Vera Design og ótalmargir eigulegir munir.“ Fjölbreytt og falleg hönnun Í forsalnum verður Pop Up Boutique með vönduðum tískufatnaði og segist Steingerður sannfærð um að úrvalið muni gleðja alla fagurkera. „Þetta eru vandaðar ullarvörur, sjöl, slæður, fylgihlutir, fatnaður og fleira sem gleður augu og hjarta tískumeðvitaðra. Mikið fjör var á Kótilettukvöld Samhjálpar á síðasta ári.aðsend Hönnuðir á borð við STEiNUNNI, Freebird, Sif Benedicta og Andrea by Andrea verða í boði ásamt ótalmörgum öðrum fallegum flíkum. Auk þess ætla söng- og leikkonurnar Salka Sól og Katrín Halldóra að teygja sig inn í fataskápa sína og gefa fatnað sem nýst gæti öðrum á sviði eða utan sviðs. Hér er tækifæri til að skapa sinn eigin sérstæða stíl.“ Gómsætur matur og góð tónlist Að sögn Steingerðar er hápunktur kvöldsins þó málsverðurinn sjálfur. „Já fastagestir Kótilettukvöldsins bíða alltaf spenntastir eftir að fá kótilettur og meðlæti. Aftur leggja matreiðslumeistarar úr kokkalandsliðinu okkur lið og matreiða kótilettur af sinni einskæru snilld. Kokkalandsliðið leggur málefninu lið. aðsend Tónlistin hefur ávallt skipað stóran sess á Kótilettukvöldi og í ár kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og tekur góðkunn lög þar á meðal eru: Gréta Salóme, Páll Rósinkrans, Hrönn Svansdóttir og Óskar Einarsson. Veislustjóri verður Þóra Karítas Árnadóttir.“ Glæsilegir vinningar Miðinn á kótilettukvöldið gildir einnig sem happdrættismiði og verða ýmsir glæsilegir vinningar í boði, frábærar upplifanir, notalegar snyrtivörur og fleira sem gleður og gagnast. Guðni Th var heiðursgestur Kótilettukvöldsins á síðasta ári. aðsend Steingerður segir Kótilettukvöldið mikilvægan hlekk í fjáröflun fyrir Kaffistofu Samhjálpar. „Við erum svo heppin að hafa sterka bakhjarla í ár en það eru, Einhamar Seafood ehf., Marel Iceland ehf., Guðmundur Arason ehf. og Inter ehf. Allur ágóði af Kótilettukvöldinu rennur til víðtækrar starfsemi Samhjálpar þar sem uppbygging er á öllum stöðum. Ég mæli því með að sem flestir taki fimmtudagskvöldið 19. október frá og tryggi sér miða sem allra fyrst þar sem sætaframboð er takmarkað. Miðasala fer fram á Tix.is og miðaverð er kr. 9900.“
Tímamót Matur Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira