Leggur til 1400 prósenta hærri niðurgreiðslu vegna tæknifrjóvgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2023 15:03 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælir síðdegis á Alþingi fyrir frumvarpi sínu um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Málið snýst um að auka endurgreiðslur vegna tæknifrjóvgana til muna. Til að fjármagna þann kostnað leggur Hildur til að fella niður niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á valkvæðum frjósemisaðgerðum. Núverandi niðurgreiðsla Sjúkratrygginga vegna tæknifrjógvunarmeðferðar er 5%. Með frumvarpinu leggur Hildur til að niðurgreiðslan verði hækkuð upp í 75% sem er fimmtán földun eða sem nemur 1400 prósentum. Þá leggur hún til að niðurgreiðsla við aðra til fjórðu tæknifrjóvgun fari úr 65% í 90%. Kostnaður fólks sem fer í fjórar tæknifrjóvganameðferðir lækkar samkvæmt því úr 1.400.000 krónum í 324.500 krónur. Auk þess leggur frumvarpið til að tæknifrjógvanameðferðir vegna fyrirsjáanlegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferða á borð við geislameðferð og lyfjameðferð verði gerðar með öllu gjaldfrjálsar. Til að fjármagna aukinn kostnað vegna tæknifrjógvana leggur Hildur til að niðurgreiðsla vegna valkvæðra ófrjósemisaðgerða verði felld niður. Hún segir það sjálfsagðan rétt fólk að fara í slíkar aðgerðir en að nauðsynlegt sé að forgangsraða fjármunum ríkisins betur. „Það er og verður sjálfsagður réttur fólks að fara í slíkar ófrjósemisaðgerðir, en í stað þess að ríkið standi straum af þeim kostnaði verður fjármununum forgangsraðað betur í því skyni að létta fjárhagslega undir með fólki sem vill reyna að verða foreldrar. Tillaga mín um tilfærslur á niðurgreiðslukerfinu veldur því að í þessu frum¬varpi felst eng¬in út¬gjald¬a¬aukn¬ing. Það skiptir sérlega miklu máli á verðbólgutímum. Ég tel það vera algjört lykilatriði að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgana upplifi að umgjörð laga og reglna um tæknifrjóvgun séu gerðar þeim til aðstoðar,“ segir Hildur og bætir við: „Þetta er sanngirnismál, að við hjálpum fólki sem er í þeirri stöðu að geta ekki eignast börn eða á í erfiðleikum með það, og ég veit að þessar breytingar munu skipta fjölda fólks heilmiklu máli.“ Alþingi Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10 Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Núverandi niðurgreiðsla Sjúkratrygginga vegna tæknifrjógvunarmeðferðar er 5%. Með frumvarpinu leggur Hildur til að niðurgreiðslan verði hækkuð upp í 75% sem er fimmtán földun eða sem nemur 1400 prósentum. Þá leggur hún til að niðurgreiðsla við aðra til fjórðu tæknifrjóvgun fari úr 65% í 90%. Kostnaður fólks sem fer í fjórar tæknifrjóvganameðferðir lækkar samkvæmt því úr 1.400.000 krónum í 324.500 krónur. Auk þess leggur frumvarpið til að tæknifrjógvanameðferðir vegna fyrirsjáanlegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferða á borð við geislameðferð og lyfjameðferð verði gerðar með öllu gjaldfrjálsar. Til að fjármagna aukinn kostnað vegna tæknifrjógvana leggur Hildur til að niðurgreiðsla vegna valkvæðra ófrjósemisaðgerða verði felld niður. Hún segir það sjálfsagðan rétt fólk að fara í slíkar aðgerðir en að nauðsynlegt sé að forgangsraða fjármunum ríkisins betur. „Það er og verður sjálfsagður réttur fólks að fara í slíkar ófrjósemisaðgerðir, en í stað þess að ríkið standi straum af þeim kostnaði verður fjármununum forgangsraðað betur í því skyni að létta fjárhagslega undir með fólki sem vill reyna að verða foreldrar. Tillaga mín um tilfærslur á niðurgreiðslukerfinu veldur því að í þessu frum¬varpi felst eng¬in út¬gjald¬a¬aukn¬ing. Það skiptir sérlega miklu máli á verðbólgutímum. Ég tel það vera algjört lykilatriði að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgana upplifi að umgjörð laga og reglna um tæknifrjóvgun séu gerðar þeim til aðstoðar,“ segir Hildur og bætir við: „Þetta er sanngirnismál, að við hjálpum fólki sem er í þeirri stöðu að geta ekki eignast börn eða á í erfiðleikum með það, og ég veit að þessar breytingar munu skipta fjölda fólks heilmiklu máli.“
Alþingi Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10 Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10
Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04