Þetta staðfestir sænska utanríkisráðuneytið í samtali við SVT. Þar segir að búið sé að upplýsa aðstandendur mannnanna. Þriðji maðurinn, sem særðist í árásinni, er á áttræðisaldri og dvelur nú á sjúkrahúsi í Brussel.
Árásin átti sér stað um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi á Boulevard d'Ypres, um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandslið Belga og Svía mættust í undankeppni EM í fótbolta karla. Þeir sem fyrir árásinni urðu klæddust allir sænskum fótboltatreyjum.
Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirkan riffil og flúði síðar af vettvangi. Hann var skotinn til bana af lögreglu á kaffihúsi í gærkvöldi. Maðurinn, 45 ára karlmaður frá Túnis, dvaldi ólöglega í Belgíu eftir að umsókn hans um hæli hafði verið hafnað árið 2020. Hann hafði einnig dvalið í Svíþjóð.
Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi og var leiksleiknum hætt.
Á myndbandi, sem árásarmaðurinn birti að árásinni lokinni, hét hann stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS og sagðist hafa drepið fólki í nafni guðs.
I will go to Brussels tomorrow to commemorate and mourn the victims of yesterday s terrorist attack. https://t.co/IZxKiP2Pvc
— SwedishPM (@SwedishPM) October 17, 2023
Minningarstund í Brussel á morgun
Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur boðið Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, til Brussel á morgun til að vera viðstaddur minningarstund um hina látnu.
„Svíþjóð og Belgía syrgja fórnarlömb gærdagsins saman,“ segir De Croo. Kristerston hefur staðfest að hann muni halda til Brussel.
Kristersson hefur hvatt alla Svía sem staddir eru erlendis að hafa varann á. „Allt bendir til að þessi hryðjuverkaárás hafi beinst að Svíþjóð og sænskum ríkisborgurum, bara af því að þeir eru Svíar,“ sagði forsætisráðherrann.
Hann sagði ennfremur að aldrei áður í seinni tíð hafi Svíþjóð og sænskir hagsmunir staðið frammi fyrir eins mikilli ógn og nú.