Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 18. október 2023 15:56 Deilt er um leigutekjur af Fellsmúla 30. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin Dalborg hf., Fagriás ehf. og RA 5 ehf., áður Reginn atvinnuhúsnæði ehf., hafi leitað leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar í júlí síðastliðnum. Landsréttur hafði sýknað Hreyfil af aðalkröfu félaganna þriggja og vísað varakröfu þeirra frá dómi í júní. Málið lýtur að kröfum félaganna sem eru meðal lóðarhafa á heildarlóðinni Fellsmúla 24-30 í Reykjavík, um hlutdeild í leigutekjum sem Hreyfill hefur þegið vegna útleigu þess hluta lóðarinnar sem auðkenndur er sem Fellsmúli 30. Félögin kröfðust þess til vara að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra. Ágreiningur aðila málsins lýtur einkum að því hvort Hreyfill sé einn leigulóðarhafi að Fellsmúla 30, réttindum hans til ráðstöfunar á þessum hluta heildarlóðarinnar og hvort honum beri einum arður af honum. Hreyfill ekki eini eigandinn en kröfur ekki nægilega reifaðar Héraðsdómur sýknaði Hreyfil af öllum kröfum félaganna. Með dómi Landsréttar var Hreyfillsýknaður af aðalkröfu félaganna en varakröfu þeirra vísað frá héraðsdómi. Landsréttur taldi að Hreyfli hefði ekki tekist sönnun um að Fellsmúli 30 væri sérstök leigulóð sem hann væri einn eigandi að. Heimildarskjöl gæfu til kynna samkomulag um heimild Hreyfils til rekstrar bensínstöðvar og útleigu lóðarhlutans í því skyni. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu ekki lagt viðhlítandi grundvöll að fjárkröfum sínum á hendur Hreyfli vegna samninga hans við þriðju aðila og var Hreyfill sýknaður af aðalkröfu félaganna á þeim grundvelli. Hins vegar taldi Landsréttur að varakrafa félaganna um að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra lyti að réttarástandi til framtíðar. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Kröfunni var því vísað frá héraðsdómi. Geti haft fordæmisgildi um lóðarleigusamninga og réttarfar í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin hafi byggt á því að að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í fyrsta lagi um túlkun á því hverjir séu leigulóðarhafar við endurnýjun á lóðasamningum eða við sölu fasteigna með hlutdeild í lóðarleiguréttindum. Í öðru lagi við túlkun á því hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að lóðarleiguhafi að sameiginlegum lóðaréttindum eigi réttindi umfram aðra í sameigninni. þriðja lagi um sönnunarbyrði fyrir sérstökum réttindum í sameign. Þá byggi félögin á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði um efni og form. Loks hafi rökstuðningur Landsréttar verið í andstöðu við fyrirmæli einkamálalaga um forsendum sínum skuli dómur tilgreina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu lóðarleigusamninga og inntak lóðarleiguréttinda. Jafnframt getur dómur haft gildi um skýringu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Nefnt lagaákvæði snýr að því að dómstólar verði ekki krafðir um álit á lögspurningum. Dómsmál Leigumarkaður Bensín og olía Leigubílar Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin Dalborg hf., Fagriás ehf. og RA 5 ehf., áður Reginn atvinnuhúsnæði ehf., hafi leitað leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar í júlí síðastliðnum. Landsréttur hafði sýknað Hreyfil af aðalkröfu félaganna þriggja og vísað varakröfu þeirra frá dómi í júní. Málið lýtur að kröfum félaganna sem eru meðal lóðarhafa á heildarlóðinni Fellsmúla 24-30 í Reykjavík, um hlutdeild í leigutekjum sem Hreyfill hefur þegið vegna útleigu þess hluta lóðarinnar sem auðkenndur er sem Fellsmúli 30. Félögin kröfðust þess til vara að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra. Ágreiningur aðila málsins lýtur einkum að því hvort Hreyfill sé einn leigulóðarhafi að Fellsmúla 30, réttindum hans til ráðstöfunar á þessum hluta heildarlóðarinnar og hvort honum beri einum arður af honum. Hreyfill ekki eini eigandinn en kröfur ekki nægilega reifaðar Héraðsdómur sýknaði Hreyfil af öllum kröfum félaganna. Með dómi Landsréttar var Hreyfillsýknaður af aðalkröfu félaganna en varakröfu þeirra vísað frá héraðsdómi. Landsréttur taldi að Hreyfli hefði ekki tekist sönnun um að Fellsmúli 30 væri sérstök leigulóð sem hann væri einn eigandi að. Heimildarskjöl gæfu til kynna samkomulag um heimild Hreyfils til rekstrar bensínstöðvar og útleigu lóðarhlutans í því skyni. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu ekki lagt viðhlítandi grundvöll að fjárkröfum sínum á hendur Hreyfli vegna samninga hans við þriðju aðila og var Hreyfill sýknaður af aðalkröfu félaganna á þeim grundvelli. Hins vegar taldi Landsréttur að varakrafa félaganna um að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra lyti að réttarástandi til framtíðar. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Kröfunni var því vísað frá héraðsdómi. Geti haft fordæmisgildi um lóðarleigusamninga og réttarfar í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin hafi byggt á því að að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í fyrsta lagi um túlkun á því hverjir séu leigulóðarhafar við endurnýjun á lóðasamningum eða við sölu fasteigna með hlutdeild í lóðarleiguréttindum. Í öðru lagi við túlkun á því hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að lóðarleiguhafi að sameiginlegum lóðaréttindum eigi réttindi umfram aðra í sameigninni. þriðja lagi um sönnunarbyrði fyrir sérstökum réttindum í sameign. Þá byggi félögin á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði um efni og form. Loks hafi rökstuðningur Landsréttar verið í andstöðu við fyrirmæli einkamálalaga um forsendum sínum skuli dómur tilgreina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu lóðarleigusamninga og inntak lóðarleiguréttinda. Jafnframt getur dómur haft gildi um skýringu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Nefnt lagaákvæði snýr að því að dómstólar verði ekki krafðir um álit á lögspurningum.
Dómsmál Leigumarkaður Bensín og olía Leigubílar Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira