Sleit hásin í síðasta mánuði og ætlar sér að spila á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 15:00 Aaron Rodgers var mættur á síðasta leik New York Jets þar sem liðið varð það fyrsta á tímabilinu til að vinna Philadelphia Eagles. AP/Adam Hunger Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir síðustu umferð í NFL deildinni og ræddu þar meðal annars stöðuna á leikstjórnandanum Aaron Rodgers. Rodgers átti að vera bjargvættur New York Jets liðsins á þessari leiktíðinni eftir að hafa komið frá Green Bay Packers. Hann sleit hásin strax í upphafi á fyrsta leik liðsins. Auðvitað var tímabilið afskrifað um leið en nú eru komnar upp vangaveltur um að hann gæti mögulega spilað aftur með liðinu á leiktíðinni. Jets liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og er samtals með þrjá sigra og þrjú töp. Liðið varð um helgina fyrsta liðið sem nær að vinna Philadelphia Eagles. „Nú þegar prógrammið fer að verða auðveldara hjá Jets þá gæti þetta farið af stað hjá þeim,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Ef þeir vinna svona leiki. Þeir skoruðu bara vallarmörk og eitt snertimark sem þeim var leyft að skora. Þeir geta látið þeirra lið skipta máli í desember og það er meira en nokkur þorði að vona,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Talandi um það að skipta enn máli í deildinni í desember. Það er ágætur leikmaður á meiðslalistanum hjá liðinu. Hann heitir Aaron Rodgers. Þið hafið kannski heyrt um hann,“ sagði Andri. „Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og menn höfðu áhyggjur af því að þarna væri bara ferillinn farinn. Sjáið þarna, hann er bara labbandi,“ sagði Andri og sýndi myndband af Aaron Rodgers á síðasta leik New York Jets. „Af hverju er maðurinn ekki á hækjum? Hann sleit hásin. Hann er að fíflast inn á vellinum og að kasta bolta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Menn eru að hugsa það að ef þeir komast inn í úrslitakeppnina þá er möguleiki,“ skaut Andri inn í. „Hann er að stefna á það að koma til baka og Robert Saleh (þjálfari liðsins) sagði í dag að hann væri að halda því opnu að Rodgers væri að koma til baka. Liðið er bara að taka þátt í þessu með honum,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þetta yrði fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem er að gera svona eftir aðeins örfáar vikur frá aðgerð. Og hann er hestgamall,“ sagði Henry Birgir. „Hvað heldur þú að það sé mikið af Vúdú lyfjum þarna í gangi,“ sagði Eiríkur. „Hann er allur í þessu náttúrulega,“ sagði Henry sposkur. „Einmitt,“ svaraði Eiríkur. Það má sjá strákana ræða Aaron Rodgers og sýna myndirnar af kappanum. Klippa: Lokasóknin: Umræða um mögulega endurkomu Aaron Rodgers NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Rodgers átti að vera bjargvættur New York Jets liðsins á þessari leiktíðinni eftir að hafa komið frá Green Bay Packers. Hann sleit hásin strax í upphafi á fyrsta leik liðsins. Auðvitað var tímabilið afskrifað um leið en nú eru komnar upp vangaveltur um að hann gæti mögulega spilað aftur með liðinu á leiktíðinni. Jets liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og er samtals með þrjá sigra og þrjú töp. Liðið varð um helgina fyrsta liðið sem nær að vinna Philadelphia Eagles. „Nú þegar prógrammið fer að verða auðveldara hjá Jets þá gæti þetta farið af stað hjá þeim,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Ef þeir vinna svona leiki. Þeir skoruðu bara vallarmörk og eitt snertimark sem þeim var leyft að skora. Þeir geta látið þeirra lið skipta máli í desember og það er meira en nokkur þorði að vona,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Talandi um það að skipta enn máli í deildinni í desember. Það er ágætur leikmaður á meiðslalistanum hjá liðinu. Hann heitir Aaron Rodgers. Þið hafið kannski heyrt um hann,“ sagði Andri. „Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og menn höfðu áhyggjur af því að þarna væri bara ferillinn farinn. Sjáið þarna, hann er bara labbandi,“ sagði Andri og sýndi myndband af Aaron Rodgers á síðasta leik New York Jets. „Af hverju er maðurinn ekki á hækjum? Hann sleit hásin. Hann er að fíflast inn á vellinum og að kasta bolta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Menn eru að hugsa það að ef þeir komast inn í úrslitakeppnina þá er möguleiki,“ skaut Andri inn í. „Hann er að stefna á það að koma til baka og Robert Saleh (þjálfari liðsins) sagði í dag að hann væri að halda því opnu að Rodgers væri að koma til baka. Liðið er bara að taka þátt í þessu með honum,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þetta yrði fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem er að gera svona eftir aðeins örfáar vikur frá aðgerð. Og hann er hestgamall,“ sagði Henry Birgir. „Hvað heldur þú að það sé mikið af Vúdú lyfjum þarna í gangi,“ sagði Eiríkur. „Hann er allur í þessu náttúrulega,“ sagði Henry sposkur. „Einmitt,“ svaraði Eiríkur. Það má sjá strákana ræða Aaron Rodgers og sýna myndirnar af kappanum. Klippa: Lokasóknin: Umræða um mögulega endurkomu Aaron Rodgers
NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira