Seltirningar þreyttir á lélegum grenndargámum Reykjavíkur og setja upp sína eigin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. október 2023 06:46 Þór segir bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa augun á boltanum þegar það kemur að sorphirðu. Vísir/Vilhelm Seltirningar hafa nú í bígerð að koma upp tveimur grenndarstöðvum á Seltjarnarnesi. Bæjarstjóri Seltjarnarness segir íbúa vesturbæjar Reykjavíkur því ekki þurfa að hafa áhyggjur af auknu álagi á grenndargáma í Vesturbænum. Hann hefur áhyggjur af nýjum gangbrautarljósum við JL húsið og segir íbúa ekki spennta yfir tilhugsuninni um sameiningu við Reykjavík. Tilefnið er fyrirspurn íbúaráðs vesturbæjar til Reykjavíkurborgar um sorphirðu í vesturbæ. Íbúaráðið bendir á að engin grenndarstöð sé á Seltjarnarnesi eftir að þeirri sem var við Eiðistorg var lokað vegna slæmrar umgengni. Því megi ætla að það kunni að auka álag á grenndargáma í vesturbænum. Spyrja íbúar hvort Reykjavíkurborg hafi átt í einhverju samtali við Seltjarnarnes um grenndargámastöðvar á Seltjarnarnesi eða þátttöku í rekstri stöðvanna í vesturbænum. Segir bæjaryfirvöld með augun á boltanum „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness í samtali við Vísi þegar áhyggjur vesturbæinga eru bornar undir hann. „Við erum með á teikniborðinu eina beint fyrir neðan bæjarskrifstofuna og aðra sem verður beint fyrir neðan Bakkavör. Þetta verða djúpgámastöðvar og er um að ræða töluverða framkvæmd. Við erum að hefjast handa,“ segir Þór. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessum tímapunkti hvenær stöðvarnar verði teknar í gagnið. Undirbúningur sé hinsvegar hafinn, bæjaryfirvöld séu með augun á boltanum og segir Þór framkvæmdir verða gerðar í sátt og samlyndi við íbúa. Seltirningar hyggjast reisa eina af tveimur nýjum grenndarstöðvum sínum við bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar.Vísir/Arnar Segir nýja gönguþverun við JL húsið á slæmum stað Þannig að íbúar í vesturbænum þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Nei. Þeir hljóta að þurfa að hafa áhyggjur af samgöngumálum. Það er það eina sem þeir þurfa að hafa áhyggjur af. Hvort að neyðarbílar komist út á nes eða í vesturbæinn. Ég myndi segja að það sé meiri frétt heldur en þessi grenndarstöðvarfrétt.“ Er eitthvað nýtt að frétta af þeim málum? „Já, nú eru að koma ný gangbrautarljós við JL húsið. Sem eru algjörlega galin og á mjög undarlegum stað,“ segir Þór. Vísar hann til frétta af því að borgarstjórn ætli sér að breyta hringtorgi við JL húsið í svökölluð T-gatnamót. Þór segir gangbrautarljósin allt of stutt frá hringtorgi við JL húsið. Mun eðlilegri staður fyrir ljósin að sögn Þórs væri hornið á Grandavegi og Eiðisgranda. Þór hefur áður gagnrýnt umferðarljós í Reykjavík og áhrif þeirra á umferð út á Seltjarnarnes. Framkvæmdir eru nú við hringtorgið við JL húsið þar sem gangbrautarljósum verður komið fyrir.Vísir/Arnar „Þetta er bara ávísun á umferðarvandræði en vissulega þarf að koma einhverjum yfir götuna. En ég held að það sé nú heppilegra að gera það á öðrum stað,“ segir Þór. Hann segist fátt geta gert í málinu sjálfur. „Ekki nema að reyna að vekja athygli á þessu í fjölmiðlum. Ég sannarlega bendi þeim á þetta þegar ég hitti þau í fundum og pota í öxlina á mönnum. Þetta er náttúrulega algjörlega galið.“ Sameiningin afgreidd í heita pottinum Hafa borgaryfirvöld engar áhyggjur af þínum áhyggjum? „Þau hafa náttúrulega nóg að gera með sitt. Ef þú skoðar nú bara dagskrá borgarstjórnar, þá eru þar allskonar mál. Eins og í gær þá ætluðu þau að fara að sameinast Seltjarnarnesi án þess að tala nokkuð við okkur. Þau eru algjörlega einhvern veginn bara í einhverju.“ Þór segir að væntanleg staðsetning gangbrautarljósanna við JL húsið sé galin.Vísir/Arnar Vísar Þór til þess þegar að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði til á borgarstjórnarfundi í vikunni að Reykjavíkurborg bjóði Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna. Þú ert ekki spenntur fyrir þeirri hugmynd? „Nei, ég er ekki þar,“ segir Þór og segir að hann telji að bæjarbúar séu það ekki heldur. „Heiti potturinn er löngu búinn að afgreiða þetta mál. Þú getur bara gleymt því. Þetta verður aldrei,“ segir Þór. Seltjarnarnes Reykjavík Sorphirða Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Tilefnið er fyrirspurn íbúaráðs vesturbæjar til Reykjavíkurborgar um sorphirðu í vesturbæ. Íbúaráðið bendir á að engin grenndarstöð sé á Seltjarnarnesi eftir að þeirri sem var við Eiðistorg var lokað vegna slæmrar umgengni. Því megi ætla að það kunni að auka álag á grenndargáma í vesturbænum. Spyrja íbúar hvort Reykjavíkurborg hafi átt í einhverju samtali við Seltjarnarnes um grenndargámastöðvar á Seltjarnarnesi eða þátttöku í rekstri stöðvanna í vesturbænum. Segir bæjaryfirvöld með augun á boltanum „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness í samtali við Vísi þegar áhyggjur vesturbæinga eru bornar undir hann. „Við erum með á teikniborðinu eina beint fyrir neðan bæjarskrifstofuna og aðra sem verður beint fyrir neðan Bakkavör. Þetta verða djúpgámastöðvar og er um að ræða töluverða framkvæmd. Við erum að hefjast handa,“ segir Þór. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessum tímapunkti hvenær stöðvarnar verði teknar í gagnið. Undirbúningur sé hinsvegar hafinn, bæjaryfirvöld séu með augun á boltanum og segir Þór framkvæmdir verða gerðar í sátt og samlyndi við íbúa. Seltirningar hyggjast reisa eina af tveimur nýjum grenndarstöðvum sínum við bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar.Vísir/Arnar Segir nýja gönguþverun við JL húsið á slæmum stað Þannig að íbúar í vesturbænum þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Nei. Þeir hljóta að þurfa að hafa áhyggjur af samgöngumálum. Það er það eina sem þeir þurfa að hafa áhyggjur af. Hvort að neyðarbílar komist út á nes eða í vesturbæinn. Ég myndi segja að það sé meiri frétt heldur en þessi grenndarstöðvarfrétt.“ Er eitthvað nýtt að frétta af þeim málum? „Já, nú eru að koma ný gangbrautarljós við JL húsið. Sem eru algjörlega galin og á mjög undarlegum stað,“ segir Þór. Vísar hann til frétta af því að borgarstjórn ætli sér að breyta hringtorgi við JL húsið í svökölluð T-gatnamót. Þór segir gangbrautarljósin allt of stutt frá hringtorgi við JL húsið. Mun eðlilegri staður fyrir ljósin að sögn Þórs væri hornið á Grandavegi og Eiðisgranda. Þór hefur áður gagnrýnt umferðarljós í Reykjavík og áhrif þeirra á umferð út á Seltjarnarnes. Framkvæmdir eru nú við hringtorgið við JL húsið þar sem gangbrautarljósum verður komið fyrir.Vísir/Arnar „Þetta er bara ávísun á umferðarvandræði en vissulega þarf að koma einhverjum yfir götuna. En ég held að það sé nú heppilegra að gera það á öðrum stað,“ segir Þór. Hann segist fátt geta gert í málinu sjálfur. „Ekki nema að reyna að vekja athygli á þessu í fjölmiðlum. Ég sannarlega bendi þeim á þetta þegar ég hitti þau í fundum og pota í öxlina á mönnum. Þetta er náttúrulega algjörlega galið.“ Sameiningin afgreidd í heita pottinum Hafa borgaryfirvöld engar áhyggjur af þínum áhyggjum? „Þau hafa náttúrulega nóg að gera með sitt. Ef þú skoðar nú bara dagskrá borgarstjórnar, þá eru þar allskonar mál. Eins og í gær þá ætluðu þau að fara að sameinast Seltjarnarnesi án þess að tala nokkuð við okkur. Þau eru algjörlega einhvern veginn bara í einhverju.“ Þór segir að væntanleg staðsetning gangbrautarljósanna við JL húsið sé galin.Vísir/Arnar Vísar Þór til þess þegar að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði til á borgarstjórnarfundi í vikunni að Reykjavíkurborg bjóði Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna. Þú ert ekki spenntur fyrir þeirri hugmynd? „Nei, ég er ekki þar,“ segir Þór og segir að hann telji að bæjarbúar séu það ekki heldur. „Heiti potturinn er löngu búinn að afgreiða þetta mál. Þú getur bara gleymt því. Þetta verður aldrei,“ segir Þór.
Seltjarnarnes Reykjavík Sorphirða Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira