Birta tossalista yfir þá sem ekki virða kvennaverkfall Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 12:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB er einn af fjórtán skipuleggjendum kvennaverkfalls. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur kvennaverkfallsins á þriðjudag hyggjast birta tossalista yfir atvinnurekendur sem hamla þátttöku kvenna og kvára í kvennaverkfallinu. Formaður BSRB segir markmiðið að tryggja að sem flest geti tekið þátt. Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda aðstandendum verkfallsins ábendingar um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku á þriðjudag. Aðstandendur áskilji sér rétt til þess að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem þetta geri. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda, segir í samtali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn meðbyr með verkfallinu. Margir atvinnurekendur hafi strax skilið að um væri að ræða samfélagslegt verkefni. Atvinnurekendur fái ráðrúm til betrumbóta Skipuleggjendum hafi hins vegar borist ábendingar um vinnustaði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvennaverkfallið. Þeim hafi þá dottið í hug að útbúa skjal til að halda utan um fjölda þeirra. „Þá einmitt til að hafa samband fyrst við þessa atvinnurekendur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnustað til þess að taka þátt í þessum mikilvæga baráttudegi fyrir jafnrétti,“ segir Sonja. „En mörgum ábendinganna fylgja líka frásagnir af birtingarmyndum misréttis inni á vinnustöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og birta allavega nöfnin á þeim atvinnurekendum sem ekki ætla að styðja við þessa jafnréttisbaráttu.“ Listinn verði birtur fyrir þriðjudag Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðjudag, þegar verkfallið fer fram. Markmiðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í samfélaginu til þess. Þannig að þið hafið ekki endanlega ákveðið hvenær listinn verður birtur? „Nei, það fer einmitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda atvinnurekendum ábendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að einhverjir atvinnurekendur hafi tekið þetta óstinnt upp í fyrstu og allavega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upplýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“ Sonja segir að fjórtán manns séu í framkvæmdastjórn vegna kvennaverkfallsins. Hún segist ekki hafa nákvæma tölu á hreinu yfir fjölda atvinnurekenda sem ekki hyggjast virða verkfallið, þær tölur eigi eftir að taka saman. En það er einhver fjöldi? „Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda aðstandendum verkfallsins ábendingar um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku á þriðjudag. Aðstandendur áskilji sér rétt til þess að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem þetta geri. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda, segir í samtali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn meðbyr með verkfallinu. Margir atvinnurekendur hafi strax skilið að um væri að ræða samfélagslegt verkefni. Atvinnurekendur fái ráðrúm til betrumbóta Skipuleggjendum hafi hins vegar borist ábendingar um vinnustaði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvennaverkfallið. Þeim hafi þá dottið í hug að útbúa skjal til að halda utan um fjölda þeirra. „Þá einmitt til að hafa samband fyrst við þessa atvinnurekendur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnustað til þess að taka þátt í þessum mikilvæga baráttudegi fyrir jafnrétti,“ segir Sonja. „En mörgum ábendinganna fylgja líka frásagnir af birtingarmyndum misréttis inni á vinnustöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og birta allavega nöfnin á þeim atvinnurekendum sem ekki ætla að styðja við þessa jafnréttisbaráttu.“ Listinn verði birtur fyrir þriðjudag Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðjudag, þegar verkfallið fer fram. Markmiðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í samfélaginu til þess. Þannig að þið hafið ekki endanlega ákveðið hvenær listinn verður birtur? „Nei, það fer einmitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda atvinnurekendum ábendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að einhverjir atvinnurekendur hafi tekið þetta óstinnt upp í fyrstu og allavega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upplýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“ Sonja segir að fjórtán manns séu í framkvæmdastjórn vegna kvennaverkfallsins. Hún segist ekki hafa nákvæma tölu á hreinu yfir fjölda atvinnurekenda sem ekki hyggjast virða verkfallið, þær tölur eigi eftir að taka saman. En það er einhver fjöldi? „Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira