Verstappen var á ráspól eins og svo oft áður og lét forystuna aldrei af hendi. Eknir voru 19 hringir og kom Verstappen í mark rúmum níu sekúndum á undan Lewis Hamilton. Baráttan um þriðja sætið var hörð en minna en ein sekúnda skildi að þá Charles Leclerc, sem kom þriðji í mark, og Lando Morris sem varð fjórði.
Wheel to wheel up to Turn 1 at the start #F1Sprint #USGP pic.twitter.com/CuJaKoOlmc
— Formula 1 (@F1) October 21, 2023
Aðalkeppnin fer svo fram í dag kl. 19:00 að íslenskum tíma og hefst útsending frá keppninni á Vodafone Sport kl. 18:30.