Ekki dómstóla að skera úr um krónu á móti krónu skerðingu Árni Sæberg skrifar 26. október 2023 13:47 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. ÖBÍ Hæstiréttur vísaði í gær frá aðalkröfum öryrkja og Öryrkjabandalags Íslands um greiðslu vangreiddra bóta og viðurkenningu á greiðsluskyldu Tryggingastofnunar ríkisins vegna meintrar mismununar gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Í dómi Hæstaréttar segir að öryrkinn, sem ekki er nafngreindur, og ÖBÍ hafi höfðað málið vegna setningar laga um breytingar á almannatryggingalögum, sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Málshöfðendur hafi talið að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræðisreglu, rétt til aðstoðar og eignarrétt. Mismununin hefði falist í því að TR hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt ákvæði laga um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Þetta er í daglegu talið kallað krónu á móti krónu skerðing, og hefur verið mikið þrætuepli. Málið á forræði löggjafans Öryrkinn hafi krafist greiðslu vangreiddra bóta og ÖBÍ viðurkenningar á greiðsluskyldu TR fyrir árin 2017 og 2018, en til vara hafi öryrkinn krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá hafi öryrkinn og ÖBÍ krafist viðurkenningar á að TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum beggja málshöfðenda vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald, andstætt annarri grein stjórnarskrárinnar. Varakröfu öryrkjans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu TR var vísað frá vegna vanreifunar. Ekki ómálefnaleg mismunun Í dóminum segir að við úrlausn um það hvort TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til örykjans hafi verið litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris.“ Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða væri ekki talið að lögin frá 2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá væri ekki talið að réttur öryrkjans og ÖBÍ samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar eða eignarréttindi samkvæmt ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um þau hefðu verið skert. Því hafi dómur Landsréttar verið staðfestur um sýknu TR af kröfum sem sneru að því. Dómsmál Tryggingar Kjaramál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar segir að öryrkinn, sem ekki er nafngreindur, og ÖBÍ hafi höfðað málið vegna setningar laga um breytingar á almannatryggingalögum, sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Málshöfðendur hafi talið að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræðisreglu, rétt til aðstoðar og eignarrétt. Mismununin hefði falist í því að TR hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt ákvæði laga um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Þetta er í daglegu talið kallað krónu á móti krónu skerðing, og hefur verið mikið þrætuepli. Málið á forræði löggjafans Öryrkinn hafi krafist greiðslu vangreiddra bóta og ÖBÍ viðurkenningar á greiðsluskyldu TR fyrir árin 2017 og 2018, en til vara hafi öryrkinn krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá hafi öryrkinn og ÖBÍ krafist viðurkenningar á að TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum beggja málshöfðenda vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald, andstætt annarri grein stjórnarskrárinnar. Varakröfu öryrkjans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu TR var vísað frá vegna vanreifunar. Ekki ómálefnaleg mismunun Í dóminum segir að við úrlausn um það hvort TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til örykjans hafi verið litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris.“ Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða væri ekki talið að lögin frá 2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá væri ekki talið að réttur öryrkjans og ÖBÍ samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar eða eignarréttindi samkvæmt ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um þau hefðu verið skert. Því hafi dómur Landsréttar verið staðfestur um sýknu TR af kröfum sem sneru að því.
Dómsmál Tryggingar Kjaramál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira