Hafa ekki valið enskt heiti fyrir Kerið Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 07:00 Ásgeir Baldurs ásamt ferðamönnum við Kerið. Vísir/Vilhelm „Við erum mjög ánægðir með að hafa náð að klára þessi viðskipti og erum mjög spenntir fyrir því að taka við þessum stað og reyna að varðveita hann og byggja upp sem öflugan ferðamannastað,“ segir forstjóri Arctic adventures um kaup á Kerinu. Kaupverðið er trúnaðarmál og Kerinu hefur ekki verið fundið nýtt nafn. Gríðarlega athygli vakti á dögunum þegar tilkynnt var um kaup ferðaþjónusturisans Arctic adventures á öllu hlutafé Kerfélagsins, sem á náttúruperluna Kerið í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í tilkynningu þess efnis sagði að seljendurnir, Óskar Magnússon, Ásgeir Bolli Kristinsson, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, hafi talið að nú væri góður tími til þess að láta staðar numið svo nýir eigendur geti byggt upp til frambúðar eftir sínum hugmyndum. Uppbygging borgi sig vonandi sjálf Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic adventures, segir í samtali við Vísi að stígar séu í kringum Kerið og að stefnt sé að því að halda þeim við og betrumbæta. Hvað varðar frekari uppbyggingu liggi fyrir deiliskipulag sem geri ráð fyrir byggingu þjónustuhúss. „Ég geri ráð fyrir því að við munum fá tilfinningu fyrir svæðinu og svo fara að huga að uppbyggingu þar sem við getum verið með betri aðstöðu, salerniaðstöðu og kannski einhverja þjónustu á svæðinu. Sem myndi vera til bóta fyrir allan þann fjölda sem þarna kemur.“ Þá segir hann að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hækkun aðgangseyris að Kerinu. Hann hafi verið hóflegur hingað til og verði það að öllum líkindum áfram. Ásgeir tekur við tíkalli sem hann fékk fyrir að skila sígarettustubbi. Bændurnir á Miðengi hafa lengi séð um daglegan rekstur Kersins og munu gera það áfram.Vísir/Vilhelm „Við gerum líka ráð fyrir því að með því að byggja upp aðstöðu þá ættu að koma tekjur af því jafnframt. Þannig að við horfum líka á það til að standa undir þeim kostnaði sem slík uppbygging myndi kosta.“ Góð reynsla af svipuðum rekstri Arctic adventures hefur reynslu af rekstri utan um náttúruperlur. Fyrirtækið rekur heldur úti ferðaþjónustu í Raufarhólshelli í Þrengslunum, sem kallaður er Lava tunnel á ensku, og býður upp á leiðsögn um ísgöng í Langjökli, undir heitinu Into the glacier. Ásgeir segir að góð reynsla hafi fengist af því tvennu. Þá útiloki fyrirtækið ekki að álíka leiðsögn verði í boði í Kerinu og nágrenni. Þó verði þjónustan þar óbreytt fyrst um sinn. Ásgeir segir áherslu verða lagða á umhverfisvernd í Kerinu og nágrenni. Hér sést hann beygja sig á eftir sígarettustubb.Vísir/Vilhelm Vinnsluheitið er „the Crater“ Líkt og heiti hinna staðanna tveggja bera með sér, nýtir Arctic adventures sér ensk heiti á náttúruperlum til markaðssetningar gagnvart erlendum ferðamönnum. Eruð þið með gott ferðamannanafn í huga? „Við höfum svolítið verið að vandræðast með það hvort þetta sé Kerið eða the Crater. Kerið er frábært nafn en við eigum eftir að læra inn á það hvað útlendingarnir nota yfir þetta. Kannski verðum við með nafnatillagnakeppni um hvað erlenda heitið á að vera. Það er the Crater sem er notað í dag, en allar tillögur eru vel þegnar. Að óbreyttu verði nafnið þó the Crater áfram. Kerið er fallegt. En hvað eiga erlendir ferðamenn að kalla það? Vísir/Vilhelm Ekkert formlegt söluferli Ásgeir segir að Kerið hafi ekki verið sett í formlegt söluferli. „Þetta kom upp í samtölum manna á milli og kviknaði sem einhver hugmynd um að menn ættu að ræða þennan möguleika. Við í ferðaþjónustu og þeir búnir að standa í þessu nokkuð lengi og töldu að það væri komið að tímamótum.' Þeir Óskar, Bolli, Sigurður Gísli og Jón áttu Kerið í 23 ár. Óskar, sem hefur alla tíð verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, sagði á Facebook nýlega að þeir hefðu ákveðið að kaupa Kerið í hálfgerðu bríaríi. Ásgeir segir að um sé að ræða nokkra fjárfestingu fyrir fyrirtækið en að kaupverðið sé trúnaðarmál. Óskar Magnússon sagði frá því í Dagmálum fyrir tveimur árum að á sínum tíma hafi kaupverðið verið tíu milljónir króna. Á verðlagi dagsins er það um þrjátíu milljónir króna. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Gríðarlega athygli vakti á dögunum þegar tilkynnt var um kaup ferðaþjónusturisans Arctic adventures á öllu hlutafé Kerfélagsins, sem á náttúruperluna Kerið í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í tilkynningu þess efnis sagði að seljendurnir, Óskar Magnússon, Ásgeir Bolli Kristinsson, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, hafi talið að nú væri góður tími til þess að láta staðar numið svo nýir eigendur geti byggt upp til frambúðar eftir sínum hugmyndum. Uppbygging borgi sig vonandi sjálf Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic adventures, segir í samtali við Vísi að stígar séu í kringum Kerið og að stefnt sé að því að halda þeim við og betrumbæta. Hvað varðar frekari uppbyggingu liggi fyrir deiliskipulag sem geri ráð fyrir byggingu þjónustuhúss. „Ég geri ráð fyrir því að við munum fá tilfinningu fyrir svæðinu og svo fara að huga að uppbyggingu þar sem við getum verið með betri aðstöðu, salerniaðstöðu og kannski einhverja þjónustu á svæðinu. Sem myndi vera til bóta fyrir allan þann fjölda sem þarna kemur.“ Þá segir hann að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hækkun aðgangseyris að Kerinu. Hann hafi verið hóflegur hingað til og verði það að öllum líkindum áfram. Ásgeir tekur við tíkalli sem hann fékk fyrir að skila sígarettustubbi. Bændurnir á Miðengi hafa lengi séð um daglegan rekstur Kersins og munu gera það áfram.Vísir/Vilhelm „Við gerum líka ráð fyrir því að með því að byggja upp aðstöðu þá ættu að koma tekjur af því jafnframt. Þannig að við horfum líka á það til að standa undir þeim kostnaði sem slík uppbygging myndi kosta.“ Góð reynsla af svipuðum rekstri Arctic adventures hefur reynslu af rekstri utan um náttúruperlur. Fyrirtækið rekur heldur úti ferðaþjónustu í Raufarhólshelli í Þrengslunum, sem kallaður er Lava tunnel á ensku, og býður upp á leiðsögn um ísgöng í Langjökli, undir heitinu Into the glacier. Ásgeir segir að góð reynsla hafi fengist af því tvennu. Þá útiloki fyrirtækið ekki að álíka leiðsögn verði í boði í Kerinu og nágrenni. Þó verði þjónustan þar óbreytt fyrst um sinn. Ásgeir segir áherslu verða lagða á umhverfisvernd í Kerinu og nágrenni. Hér sést hann beygja sig á eftir sígarettustubb.Vísir/Vilhelm Vinnsluheitið er „the Crater“ Líkt og heiti hinna staðanna tveggja bera með sér, nýtir Arctic adventures sér ensk heiti á náttúruperlum til markaðssetningar gagnvart erlendum ferðamönnum. Eruð þið með gott ferðamannanafn í huga? „Við höfum svolítið verið að vandræðast með það hvort þetta sé Kerið eða the Crater. Kerið er frábært nafn en við eigum eftir að læra inn á það hvað útlendingarnir nota yfir þetta. Kannski verðum við með nafnatillagnakeppni um hvað erlenda heitið á að vera. Það er the Crater sem er notað í dag, en allar tillögur eru vel þegnar. Að óbreyttu verði nafnið þó the Crater áfram. Kerið er fallegt. En hvað eiga erlendir ferðamenn að kalla það? Vísir/Vilhelm Ekkert formlegt söluferli Ásgeir segir að Kerið hafi ekki verið sett í formlegt söluferli. „Þetta kom upp í samtölum manna á milli og kviknaði sem einhver hugmynd um að menn ættu að ræða þennan möguleika. Við í ferðaþjónustu og þeir búnir að standa í þessu nokkuð lengi og töldu að það væri komið að tímamótum.' Þeir Óskar, Bolli, Sigurður Gísli og Jón áttu Kerið í 23 ár. Óskar, sem hefur alla tíð verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, sagði á Facebook nýlega að þeir hefðu ákveðið að kaupa Kerið í hálfgerðu bríaríi. Ásgeir segir að um sé að ræða nokkra fjárfestingu fyrir fyrirtækið en að kaupverðið sé trúnaðarmál. Óskar Magnússon sagði frá því í Dagmálum fyrir tveimur árum að á sínum tíma hafi kaupverðið verið tíu milljónir króna. Á verðlagi dagsins er það um þrjátíu milljónir króna.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira