Margrét Edda og Ingimar eiga saman tvö börn en þau byrjuðu saman árið 2018.
„Ég var að vinna leikinn! Þessi undurfagra gyðja er orðin eiginkonan mín,“ segir Ingimar í færslu á Facebook.
Það fór vel á því að þau giftu sig í gær enda var veðrið yndislegt og kjörið fyrir ljósmyndatöku af nýbökuðum hjónum.
Margrét Edda var í ítarlegu viðtali við Ísland í dag árið 2019. Þar opnaði Margrét Edda sig um baráttuna við átröskun og þunglyndi.