Skyndiákvörðun Anníe og Katrínar Tönju vakti mikla lukku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu mikil og góð viðbrögð frá áhorfendum þegar þær ákváðu að vera með. @anniethorisdottir Dave Castro, einn af hæstráðendum í CrossFit samtökunum, gefur okkur oft forvitnilegt innlit á bak við tjöldin á CrossFit mótum og hann sagði skemmtilega sögu af okkar konum á Rogue Invitational mótinu um helgina. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu báðar boð um að vera með á Rogue Invitational í ár. Anníe þáði sitt boð en Katrín ákvað að taka sér frí eftir heimsleikana. Anníe hætti síðan við þátttöku eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Anníe og Katrín mættu samt báðar til Texas og fyrsta grein keppninnar, sem Tia-Clair Toomey vann í endurkomu sinni eftir barnsburð, kveikti heldur betur í okkar konum. Castro grínaðist með það að Frederik Ægidius hafi þurft halda aftur af þeim svo þær myndu ekki rjúka inn á keppnisgólfið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Castro sagði líka að seinna um kvöldið hafi Anníe komið með hugmyndina að því að hún og Katrín yrðu með í Legends, sýningakeppni goðsagnanna, sem þær höfðu ekki planað áður. „Anníe snéri sér að Katrínu og sagði: Förum saman í Legends keppnina. Megum við það spurði Katrín og fékk strax jákvætt svar frá Caity Henniger,“ lýsti Dave Castro. „Þetta gerðist svo hratt að mínútu fyrir æfinguna þá vissu Anníe og Katrín varla í hvað þær voru að fara út í,“ skrifaði Castro. Þær fengu að vita það og keyrðu svo á þetta. Vinkonurnar ákváðu að taka þessa skyndiákvörðun og hún féll vel í kramið hjá áhorfendum enda margir aðdáendur íslensku heimsmeistaranna í þeim hópi. „Fólk stendur á fætur og reynir að koma auga á sitt uppáhald enda eru þetta fólkið sem hjálpaði að setja CrossFit íþróttina á kortið. Svo þegar þau koma auga á Anníe Þórisdóttur og Katrínu Tönju þá fer kliður um áhorfendaskarann,“ lýsti Castro í færslu sinni. Það má lesa þessa lýsingu og sjá myndir af okkar konum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu báðar boð um að vera með á Rogue Invitational í ár. Anníe þáði sitt boð en Katrín ákvað að taka sér frí eftir heimsleikana. Anníe hætti síðan við þátttöku eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Anníe og Katrín mættu samt báðar til Texas og fyrsta grein keppninnar, sem Tia-Clair Toomey vann í endurkomu sinni eftir barnsburð, kveikti heldur betur í okkar konum. Castro grínaðist með það að Frederik Ægidius hafi þurft halda aftur af þeim svo þær myndu ekki rjúka inn á keppnisgólfið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Castro sagði líka að seinna um kvöldið hafi Anníe komið með hugmyndina að því að hún og Katrín yrðu með í Legends, sýningakeppni goðsagnanna, sem þær höfðu ekki planað áður. „Anníe snéri sér að Katrínu og sagði: Förum saman í Legends keppnina. Megum við það spurði Katrín og fékk strax jákvætt svar frá Caity Henniger,“ lýsti Dave Castro. „Þetta gerðist svo hratt að mínútu fyrir æfinguna þá vissu Anníe og Katrín varla í hvað þær voru að fara út í,“ skrifaði Castro. Þær fengu að vita það og keyrðu svo á þetta. Vinkonurnar ákváðu að taka þessa skyndiákvörðun og hún féll vel í kramið hjá áhorfendum enda margir aðdáendur íslensku heimsmeistaranna í þeim hópi. „Fólk stendur á fætur og reynir að koma auga á sitt uppáhald enda eru þetta fólkið sem hjálpaði að setja CrossFit íþróttina á kortið. Svo þegar þau koma auga á Anníe Þórisdóttur og Katrínu Tönju þá fer kliður um áhorfendaskarann,“ lýsti Castro í færslu sinni. Það má lesa þessa lýsingu og sjá myndir af okkar konum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira