Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 12:44 Bjarni segir að forstætisráðuneytið hafi haft allar þær upplýsingar um afstöðu Íslands áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. vísir/vilhelm Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. Reiði hefur gosið upp og snýr hún ekki síst að stöðu Vinstri grænna og samstarfsins í ríkisstjórninni. Þingflokkur Vinstri grænna hefur mótmælt því hvernig atkvæðinu var ráðstafað og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Katrín segir ekkert samráð hafa verið haft við sig „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið,“ sagði Katrín meðal annars. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur aðra sögu að segja. Hann var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu: Hvers vegna var ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en þessi ákvörðun var tekin? „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um.“ Breytingartillaga Kanada setti strik í reikninginn Bjarni sagði að nauðsynlegt hafi verið að samþykkt á breytingartillögu Kanada hefði verið til staðar svo samþykkja mætti tillöguna. Kröfu um að öllum gíslum yrði sleppt lausum og það var aðalástæðan fyrir því að ekki var hægt að greiða atkvæði með tillögunni. Bjarni svaraði spuringu um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar, hvort þetta gæti talist enn eitt sprekið á þann eld, með annarri spurningu: „Í hverju liggur ágreiningurinn í raun og veru?“ Bjarni sagði að sendinefndin hefði tekið undir og kallað eftir mannúðarhléi en taldi mikilvægt að áðurnefndu ákvæði, tillögu Kanada, yrði haldið til haga. Því sat Ísland hjá. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Reiði hefur gosið upp og snýr hún ekki síst að stöðu Vinstri grænna og samstarfsins í ríkisstjórninni. Þingflokkur Vinstri grænna hefur mótmælt því hvernig atkvæðinu var ráðstafað og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Katrín segir ekkert samráð hafa verið haft við sig „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið,“ sagði Katrín meðal annars. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur aðra sögu að segja. Hann var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu: Hvers vegna var ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en þessi ákvörðun var tekin? „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um.“ Breytingartillaga Kanada setti strik í reikninginn Bjarni sagði að nauðsynlegt hafi verið að samþykkt á breytingartillögu Kanada hefði verið til staðar svo samþykkja mætti tillöguna. Kröfu um að öllum gíslum yrði sleppt lausum og það var aðalástæðan fyrir því að ekki var hægt að greiða atkvæði með tillögunni. Bjarni svaraði spuringu um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar, hvort þetta gæti talist enn eitt sprekið á þann eld, með annarri spurningu: „Í hverju liggur ágreiningurinn í raun og veru?“ Bjarni sagði að sendinefndin hefði tekið undir og kallað eftir mannúðarhléi en taldi mikilvægt að áðurnefndu ákvæði, tillögu Kanada, yrði haldið til haga. Því sat Ísland hjá.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46