Íbúðin er 212,6 fermetrar að stærð með allt að 4,5 metra lofthæð.
Í Listhúsinu við Engjateig í Laugardalnum er falleg og björt tveggja hæða íbúð til sölu. Eignin er í anda loft-íbúða erlendis sem einkennast af opnum og björtum rýmum með aukinni lofthæð. Ásett verð fyrir eignina er 142 milljónir.
Íbúðin er 212,6 fermetrar að stærð með allt að 4,5 metra lofthæð og var hönnuð og skipulögð af Steve Christer, arkitekt hjá Studio Granda. Þar á meðal sérsmíðaðar innréttingar og hillur, svo fátt eitt sé nefnt.
Íbúðin er með sérinngangi, á tveimur hæðum með gluggum í þrjár áttir og mjög stórum þakgluggum auk yfirbyggðum opnanlegum suðursvölum. FasteignaljósmyndunHátt er til lofts eða allt að 4,5 metra hæð.FasteignaljósmyndunEldhús er með parket á gólfi og eldhúskrók. Fasteignaljósmyndun
Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin er með sérinngangi, stórum þakgluggum auk yfirbyggðum og opnanlegum suður svölum. Fallegt útsýni er úr stofum yfir garð Ásmundarsafns, að Esjunni og víðar.
Íbúðin skiptist í þrjú rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi, sjónvarpsrými og bjart og glæsilegt alrými sem samanstendur af stofu og borðstofu. Þaðan er opið inn í rúmgott eldhús með eldhúskrók.
Í miðju alrýminu er stór og stæðilegur stálstigi með viðarþrepum sem leiðir upp á efri hæð íbúðarinnar.
FasteignaljósmyndunSérsmíðaður stálstigi með viðarþrepum leiðir upp á aðra hæð íbúðarinnar.FasteignaljósmyndunBaðherbergin eru tvö.FasteignaljósmyndunFasteignaljósmyndunHerbergin eru hlýleg og mínímalísk.FasteignaljósmyndunParketlagt hol á efri hæðinni er rúmgott með aukinni lofthæð.FasteignaljósmyndunFasteignaljósmyndun