Sýknaðir í hópnauðgunarmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 09:52 Mennirnir tveir voru sýknaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. Atvik málsins áttu sér stað í mars árið 2020, en allir aðilar málsins eru á sama máli um að hafa verið í teiti á heimili annars sakborninganna. Þar hafi verið aðrir gestir líka, en þeir ekki verið í rýminu þegar meint nauðgun átti sér stað. Mönnum var gefið að sök að hafa neytt konu til munnmaka og beita hana ólögmætri nauðung. Jafnframt hafi þeir haldið henni fastri, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki, sett fingur sína í munn hennar, og káfað á henni. Fyrir vikið hafi konan hlotið einhverja áverka víða um líkama. Þar að auki segir í ákæru að mennirnir tveir hafi neytt konuna til að taka kókaín á meðan á þessu stóð. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi aldrei áður neytt fíkniefna. Greint er frá því að hún hafi tekið leigubíl heim til sín úr partýinu. Foreldrar hafi komið að henni augljóslega í miklu uppnámi og lögregla kölluð til. Hún hafi greint frá meintri nauðgun en átt erfitt með það. Trúverðug en ekki hægt að líta fram hjá misræmi Dómurinn segir að framburður konunnar í lögregluskýrslu og fyrir dómi hafi verið mjög álíkir. Þó bendir dómurinn á að hún hafi sagst vera mjög drukkin, en áfengismæling sem var tekin örfáum klukkustundum eftir meinta nauðgun hafi bent til þess að hún hafi ekki neytt mikils áfengis, og líklega ekki verið undir áhrifum þess. Þá fannst kókaín hvorki í þvagi né blóði konunnar. Með hliðsjón af þessu segir dómurinn að draga verði í efa að hún hafi verið mjög drukkinn eða neytt áfengis umrædda nótt. Framburður hennar hafi þó verið trúverðugur í öllum meginatriðum, en ekki sé hægt að líta fram hjá umræddu misræmi við ákvörðun dómsins. Ósennilegt að þeir hafi sammælst Mennirnir tveir héldu því fram að þeir hefðu orðið þrír eftir í partýinu um stund. Þá hafi konan og annar þeirra farið að kela, en hinn dregið sig afsíðis og farið í tölvuna. Báðir héldu þessu fram. Dómurinn sagði framburði þeirra „mjög“ á sama veg. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir atburðina sem málið varðar á sama heimili og partýið fór fram. Í ljósi þess að báðir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þótti dómnum ósennilegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. „Aukin heldur hafa þeir þá þurft, í því ástandi sem þeir voru, að gera ráð fyrir því þegar brotaþoli yfirgaf samkvæmið að hún myndi kæra þá fyrir kynferðisbrot,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir voru mennirnir tveir sýknaðir. Þá var miskabótakröfu konunnar, upp á fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Sakarkostnaður málsins mun þó greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Atvik málsins áttu sér stað í mars árið 2020, en allir aðilar málsins eru á sama máli um að hafa verið í teiti á heimili annars sakborninganna. Þar hafi verið aðrir gestir líka, en þeir ekki verið í rýminu þegar meint nauðgun átti sér stað. Mönnum var gefið að sök að hafa neytt konu til munnmaka og beita hana ólögmætri nauðung. Jafnframt hafi þeir haldið henni fastri, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki, sett fingur sína í munn hennar, og káfað á henni. Fyrir vikið hafi konan hlotið einhverja áverka víða um líkama. Þar að auki segir í ákæru að mennirnir tveir hafi neytt konuna til að taka kókaín á meðan á þessu stóð. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi aldrei áður neytt fíkniefna. Greint er frá því að hún hafi tekið leigubíl heim til sín úr partýinu. Foreldrar hafi komið að henni augljóslega í miklu uppnámi og lögregla kölluð til. Hún hafi greint frá meintri nauðgun en átt erfitt með það. Trúverðug en ekki hægt að líta fram hjá misræmi Dómurinn segir að framburður konunnar í lögregluskýrslu og fyrir dómi hafi verið mjög álíkir. Þó bendir dómurinn á að hún hafi sagst vera mjög drukkin, en áfengismæling sem var tekin örfáum klukkustundum eftir meinta nauðgun hafi bent til þess að hún hafi ekki neytt mikils áfengis, og líklega ekki verið undir áhrifum þess. Þá fannst kókaín hvorki í þvagi né blóði konunnar. Með hliðsjón af þessu segir dómurinn að draga verði í efa að hún hafi verið mjög drukkinn eða neytt áfengis umrædda nótt. Framburður hennar hafi þó verið trúverðugur í öllum meginatriðum, en ekki sé hægt að líta fram hjá umræddu misræmi við ákvörðun dómsins. Ósennilegt að þeir hafi sammælst Mennirnir tveir héldu því fram að þeir hefðu orðið þrír eftir í partýinu um stund. Þá hafi konan og annar þeirra farið að kela, en hinn dregið sig afsíðis og farið í tölvuna. Báðir héldu þessu fram. Dómurinn sagði framburði þeirra „mjög“ á sama veg. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir atburðina sem málið varðar á sama heimili og partýið fór fram. Í ljósi þess að báðir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þótti dómnum ósennilegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. „Aukin heldur hafa þeir þá þurft, í því ástandi sem þeir voru, að gera ráð fyrir því þegar brotaþoli yfirgaf samkvæmið að hún myndi kæra þá fyrir kynferðisbrot,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir voru mennirnir tveir sýknaðir. Þá var miskabótakröfu konunnar, upp á fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Sakarkostnaður málsins mun þó greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira