Veruleg aukning á tafarlausum dauða og Hvalur hyggst leita réttar síns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2023 06:40 Hvalur hyggst leita réttar síns og Kristján hefur áður sagst stefna ótrauður áfram á veiðar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Hvals hf. hafa skilað inn skýrslu til Matvælastofnunar og Fiskistofu um hvalveiðarnar í haust. Í skýrslunni segir meðal annars að stöðvun veiðanna í tvígang hafi valdið stórfelldu fjárhagslegu tjóni og að Hvalur muni leita réttar síns. Frá þessu greinir Morgunblaðið. „Niðurstöðurnar eru jákvæðar og sýna fram á að þróun og fjárfesting okkar í veiðiaðferðum og veiðibúnaði eftir lok hvalvertíðar 2022 er að skila marktækum árangri. Ég bendi þó á að þessar breytingar höfðu þegar verið innleiddar í júní 2023, áður en ráðherra tók ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf. Í skýrslunni segir að tafarlaus dauðatíðni langreyða hafi verið 80 prósent í haust, samanborið við 59 til 67 prósent í fyrra. Þetta megi rekja til þróunar og fjárfestinga í veiðiaðferðum og veiðibúnaði sem búið var að leggja í þegar hvalveiðar áttu að hefjast síðasta sumar. „Ég er sannfærður um að notkun rafskutuls hefði aukið enn á skilvirknina. Ég á satt best að segja erfitt með að skilja af hverju tilteknir einstaklingar býsnast yfir hugmyndum um notkun rafskutuls til að auka enn skilvirkni veiðanna, kannski óttast þeir niðurstöðuna,“ segir Kristján. Í skýrslunni segir að megináskorunin sem fyrirtækið standi frammi fyrir „tengist fyrst og síðast því pólitíska ölduróti sem hefur verið um hvalveiðar og að teknar séu meiriháttar ákvarðanir um starfsemi félagsins án þess að lagabókstafnum, þ. á m. stjórnarskrárvörðum réttindum félagsins, sé sérstakur gaumur gefinn“. Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. „Niðurstöðurnar eru jákvæðar og sýna fram á að þróun og fjárfesting okkar í veiðiaðferðum og veiðibúnaði eftir lok hvalvertíðar 2022 er að skila marktækum árangri. Ég bendi þó á að þessar breytingar höfðu þegar verið innleiddar í júní 2023, áður en ráðherra tók ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf. Í skýrslunni segir að tafarlaus dauðatíðni langreyða hafi verið 80 prósent í haust, samanborið við 59 til 67 prósent í fyrra. Þetta megi rekja til þróunar og fjárfestinga í veiðiaðferðum og veiðibúnaði sem búið var að leggja í þegar hvalveiðar áttu að hefjast síðasta sumar. „Ég er sannfærður um að notkun rafskutuls hefði aukið enn á skilvirknina. Ég á satt best að segja erfitt með að skilja af hverju tilteknir einstaklingar býsnast yfir hugmyndum um notkun rafskutuls til að auka enn skilvirkni veiðanna, kannski óttast þeir niðurstöðuna,“ segir Kristján. Í skýrslunni segir að megináskorunin sem fyrirtækið standi frammi fyrir „tengist fyrst og síðast því pólitíska ölduróti sem hefur verið um hvalveiðar og að teknar séu meiriháttar ákvarðanir um starfsemi félagsins án þess að lagabókstafnum, þ. á m. stjórnarskrárvörðum réttindum félagsins, sé sérstakur gaumur gefinn“.
Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira