Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2023 11:31 Karl konungur er yfirlýstur umhverfissinni, en hann mun að öllum líkindum kynna stefnu bresku ríkisstjórnarinnar sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum umhverfisaktívistum. EPA Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja. New York Times fjallar um fyrirhugaða ræðu Karls, en þar er því haldið fram að hún sé prófraun fyrir konunginn. Mun honum takast að gefa til kynna pólitískt hlutleysi, líkt og móðir hans Elísabet drottning var fræg fyrir? Það er forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, sem gerir uppkast að ræðunni sem konungurinn flytur í kjölfarið. Farið verður yfir ýmis stefnumál ríkisstjórnarinnar á komandi þingi. Þar á meðal eru atriði er varða umhverfismál. Á stefnu ríkisstjórnarinnar er að hagnýta olíu og gas Bretlands á Norðursjó í meira mæli. Ákvörðunin hefur reitt marga umhverfisaktívista til reiði. Í umfjöllun New York Times er bent á að Karl konungur sé yfirlýstur umhverfissinni. Hann hefur í raun verið það frá árinu 1970, en þá var hann rúmlega tvítugur. Síðast í september fór Karl með ræðu í Frakklandi þar sem hann kallaði eftir miklu átaki í umhverfismálum. „Við verðum að standa saman og vernda heiminn frá stærstu ógn veraldar: hnattrænni hlýnun og hræðilegri tortímingu náttúrunnar,“ sagði Karl. Þrátt fyrir þetta er búist við því að Karl muni þurfa að halda andliti og halda hefðbundna ræðu konungsborins þjóðhöfðingja Bretlands. Hingað til bendi valdatíð Karls til þess að hann vilji reyna eftir fremsta megni að vera hlutlaus í pólitískum skilningi. Líkt og áður segir fylgja þessu ræðuhöld þjóðhöfðingjans langri hefð í breskum stjórnmálum. Ræða Karls verður sú fyrsta sem hann heldur sem konungur, en talið er að hún verði sú síðasta fram að næstu þingkosningum, sem verða líklega í janúar 2025. Elísabet hélt 67 ræður sem þessar á valdatíð sinni. Þess má þó geta að í maí 2022 hélt Karl ræðuna fyrir hönd móður sinnar, sem gat það ekki vegna versnandi heilsu hennar. Bretland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
New York Times fjallar um fyrirhugaða ræðu Karls, en þar er því haldið fram að hún sé prófraun fyrir konunginn. Mun honum takast að gefa til kynna pólitískt hlutleysi, líkt og móðir hans Elísabet drottning var fræg fyrir? Það er forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, sem gerir uppkast að ræðunni sem konungurinn flytur í kjölfarið. Farið verður yfir ýmis stefnumál ríkisstjórnarinnar á komandi þingi. Þar á meðal eru atriði er varða umhverfismál. Á stefnu ríkisstjórnarinnar er að hagnýta olíu og gas Bretlands á Norðursjó í meira mæli. Ákvörðunin hefur reitt marga umhverfisaktívista til reiði. Í umfjöllun New York Times er bent á að Karl konungur sé yfirlýstur umhverfissinni. Hann hefur í raun verið það frá árinu 1970, en þá var hann rúmlega tvítugur. Síðast í september fór Karl með ræðu í Frakklandi þar sem hann kallaði eftir miklu átaki í umhverfismálum. „Við verðum að standa saman og vernda heiminn frá stærstu ógn veraldar: hnattrænni hlýnun og hræðilegri tortímingu náttúrunnar,“ sagði Karl. Þrátt fyrir þetta er búist við því að Karl muni þurfa að halda andliti og halda hefðbundna ræðu konungsborins þjóðhöfðingja Bretlands. Hingað til bendi valdatíð Karls til þess að hann vilji reyna eftir fremsta megni að vera hlutlaus í pólitískum skilningi. Líkt og áður segir fylgja þessu ræðuhöld þjóðhöfðingjans langri hefð í breskum stjórnmálum. Ræða Karls verður sú fyrsta sem hann heldur sem konungur, en talið er að hún verði sú síðasta fram að næstu þingkosningum, sem verða líklega í janúar 2025. Elísabet hélt 67 ræður sem þessar á valdatíð sinni. Þess má þó geta að í maí 2022 hélt Karl ræðuna fyrir hönd móður sinnar, sem gat það ekki vegna versnandi heilsu hennar.
Bretland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira