Húsið var byggt árið 1966 en hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár þar sem svartar innréttingar, björt rými og hlýir litatónar flæða milli rýma á smekklegan hátt.

Eignin er 376 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Eignin skiptist í eldhús, sex svefnherbergi, fjögur baðherbergi og þrjár stofur.
Í eldhúsi eru dökkar innréttingar og svört granít borðplata með mattri leður áferð. Innréttingin er U-laga með góðu skápaplássi og eyju fyrir miðju. Opið er á milli eldhúss og borðstofu sem leiðir inn í rúmgóðar og bjartar stofur með gólfsíðum gluggum.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.







