Laut í lægra haldi eftir kynlífsskandal Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2023 23:46 Framboðsmynd Susönnu Gibson sem sóttist eftir sæti á fulltrúaþingi Virginíuríkis. Hún sagðist ekki ætla að láta þagga niður í sér vegna kynlífsmyndbanda. Hún hlaut þó ekki náð í augum kjósenda. Skjáskot Frambjóðandi Demókrataflokksins laut í lægra haldi í kosningum til fulltrúaþings Virginíuríkis sem fram fóru í gær, en þó með litlum atkvæðamun. Málið vekur sérstaka athygli vegna þess að kynlífsmyndbönd af frambjóðandanum og eiginmanni hennar hafa gengið manna á milli. Minna en þúsund atkvæðum munaði á demókratanum Susönnu Gibsson og keppinaut hennar David Owen, hjá Repúblikanaflokknum. Washington Post greindi frá kynlífsskandalnum snemma í september. Í umfjöllun miðilsins segir að Susanna og eignmaður hennar hafi streymt kynlífi sínu nokkuð reglulega á síðunni Chaturbate, en rúmlega tólf önnur myndbönd hafi verið að finna á öðrum klámsíðum. Sérstaka athygli vakti að Gibson óskaði eftir þjórfé frá áhorfendum streymanna. Hún á að hafa sagt að tekjurnar myndu renna til góðs málefnis. Eftir að kynlífsskandallinn komst í sviðsljósið sagði Gibson að um væri að ræða tilraun til að sverta mannorð sitt. „Pólitískir andstæðingar mínir og bandamenn þeirra úr Repúblikanaflokknum hafa sýnt og sannað að þeir eru reiðubúnir til að fremja kynferðisglæp til þess að ráðast á mig og fjölskyldu mína,“ sagði hún. David Owen, andstæðingur Gibson, vildi ekki tjá sig um málið í kjölfar uppljóstrunarinnar. En í aðdraganda kosninganna sem fram fóru í gær dreifðu aðilar á vegum Repúblikanaflokksins bæklingi sem innihélt klámfengnar myndir af Gibson og höfðu eftir henni kynferðisleg ummæli. „Virginíuríki á betra skilið,“ sagði í bæklingnum. Líkt og áður segir hafði David Owen betur gegn Gibson, en litlu munaði á þeim. Bandaríkin Kynlíf Klám Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Minna en þúsund atkvæðum munaði á demókratanum Susönnu Gibsson og keppinaut hennar David Owen, hjá Repúblikanaflokknum. Washington Post greindi frá kynlífsskandalnum snemma í september. Í umfjöllun miðilsins segir að Susanna og eignmaður hennar hafi streymt kynlífi sínu nokkuð reglulega á síðunni Chaturbate, en rúmlega tólf önnur myndbönd hafi verið að finna á öðrum klámsíðum. Sérstaka athygli vakti að Gibson óskaði eftir þjórfé frá áhorfendum streymanna. Hún á að hafa sagt að tekjurnar myndu renna til góðs málefnis. Eftir að kynlífsskandallinn komst í sviðsljósið sagði Gibson að um væri að ræða tilraun til að sverta mannorð sitt. „Pólitískir andstæðingar mínir og bandamenn þeirra úr Repúblikanaflokknum hafa sýnt og sannað að þeir eru reiðubúnir til að fremja kynferðisglæp til þess að ráðast á mig og fjölskyldu mína,“ sagði hún. David Owen, andstæðingur Gibson, vildi ekki tjá sig um málið í kjölfar uppljóstrunarinnar. En í aðdraganda kosninganna sem fram fóru í gær dreifðu aðilar á vegum Repúblikanaflokksins bæklingi sem innihélt klámfengnar myndir af Gibson og höfðu eftir henni kynferðisleg ummæli. „Virginíuríki á betra skilið,“ sagði í bæklingnum. Líkt og áður segir hafði David Owen betur gegn Gibson, en litlu munaði á þeim.
Bandaríkin Kynlíf Klám Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira