Þetta kemur fram í tölvupósti til birgja sem Vísir hefur undir höndum. Eins og fram hefur komið hefur verið tekin ákvörðun um að loka lóninu í viku vegna yfirstandandi jarðhræringa á Reykjanesskaga.
„Við þurfum því miður að afpanta öll aðföng sem áttu að koma til okkar nún afyrir helgi og aflýsa einnig öllum föstum pöntunum þangað til annað verður ákveðið,“ segir í tölvupóstinum.
Þar segir jafnframt að staðan verði tekin aftur eftir helgi. Birgjar verði látnir vita þá með framhaldið. Þá er beðist velvirðingar á óþægindum sem þetta kunni að valda.
Áður sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnum Bláa lónsins að truflun á upplifun gesta í nótt og langvarandi aukið álag á starfsmenn hafi verið megin ástæður lokunarinnar. Hyggjast þeir fylgjast með framgangi jarðhræringa næstu sólarhringa og meta stöðuna.