Jill Stein gerir aðra atlögu að Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2023 22:05 Jill Stein sækist eftir tilnefningu Græningja fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. EPA/JUSTIN LANE Jill Stein tilkynnti í kvöld að hún ætlaði aftur að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna og aftur fyrir Græningja. Hún bauð sig einnig fram árið 2016 og hefur verið sökuð um það að hafa kostað Demókrata Hvíta húsið og tryggt Donald Trump embættið. Það er þrátt fyrir að hún hafi eingöngu fengið um eitt prósent atkvæða, eða um 1,4 milljónir. Í frétt Washington Post segir að Stein hafi fyrir skömmu stýrt framboði fræðimannsins Cornel West en hann sóttist upprunalega eftir tilnefningu Græningja, áður en hann sagðist ætla að bjóða sig fram sem óháður. Þá sagði Stein að West væri rétti maðurinn fyrir Bandaríkin. Í yfirlýsingu sem hún birti í dag segir Stein, sem er 73 ára gömul, að núverandi pólitískt kerfi Bandaríkjanna hafi misheppnast og brugðist Bandaríkjamönnum. The political system is broken. Over 60% of us now say the two-party establishment has failed us and we need a party that serves the people.I m running for President to offer a better choice for the people. Join us!https://t.co/sjGXNNSnmK pic.twitter.com/QkrugPGadb— Dr. Jill Stein (@DrJillStein) November 9, 2023 Eins og áður segir fékk Stein 1,4 milljónir en Demókratar hafa samt sakað hana um að hafa kostað Hillary Clinton forsetaembættið í kosningunum 2016. Það var vegna þess að í þremur barátturíkjum, fékk Stein fleiri atkvæði en Trump vann með. Það er að segja, hefði Clinton fengið atkvæði Stein í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin, þá hefði hún orðið forseti Bandaríkjanna en ekki Donald Trump. Í grein Washington Post segir þó að sérfræðingar telji líklegt að fólkið sem kaus Stein hefði frekar sleppt því að taka þátt en að kjósa Clinton. Eftir kosningarnar 2016 voru tengsl Stein við Rússland rannsökuð af njósnamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Það var eftir að í ljós kom að hún var stödd á kvöldverði í Moskvu árið 2015 og sat hún við sama borð og Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat einnig við sama borð. Sjá einnig: Tengsl forsetaframbjóðanda Græningja við Rússland til rannsóknar Trump rak Flynn eftir að hann laug að starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Seinna meir, eftir að hann játaði að hafa framið glæp, náðaði Trump svo Flynn. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þetta er ekki kosningafundur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. 6. nóvember 2023 18:13 Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. 6. nóvember 2023 07:20 Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. 31. október 2023 14:30 Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Það er þrátt fyrir að hún hafi eingöngu fengið um eitt prósent atkvæða, eða um 1,4 milljónir. Í frétt Washington Post segir að Stein hafi fyrir skömmu stýrt framboði fræðimannsins Cornel West en hann sóttist upprunalega eftir tilnefningu Græningja, áður en hann sagðist ætla að bjóða sig fram sem óháður. Þá sagði Stein að West væri rétti maðurinn fyrir Bandaríkin. Í yfirlýsingu sem hún birti í dag segir Stein, sem er 73 ára gömul, að núverandi pólitískt kerfi Bandaríkjanna hafi misheppnast og brugðist Bandaríkjamönnum. The political system is broken. Over 60% of us now say the two-party establishment has failed us and we need a party that serves the people.I m running for President to offer a better choice for the people. Join us!https://t.co/sjGXNNSnmK pic.twitter.com/QkrugPGadb— Dr. Jill Stein (@DrJillStein) November 9, 2023 Eins og áður segir fékk Stein 1,4 milljónir en Demókratar hafa samt sakað hana um að hafa kostað Hillary Clinton forsetaembættið í kosningunum 2016. Það var vegna þess að í þremur barátturíkjum, fékk Stein fleiri atkvæði en Trump vann með. Það er að segja, hefði Clinton fengið atkvæði Stein í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin, þá hefði hún orðið forseti Bandaríkjanna en ekki Donald Trump. Í grein Washington Post segir þó að sérfræðingar telji líklegt að fólkið sem kaus Stein hefði frekar sleppt því að taka þátt en að kjósa Clinton. Eftir kosningarnar 2016 voru tengsl Stein við Rússland rannsökuð af njósnamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Það var eftir að í ljós kom að hún var stödd á kvöldverði í Moskvu árið 2015 og sat hún við sama borð og Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat einnig við sama borð. Sjá einnig: Tengsl forsetaframbjóðanda Græningja við Rússland til rannsóknar Trump rak Flynn eftir að hann laug að starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Seinna meir, eftir að hann játaði að hafa framið glæp, náðaði Trump svo Flynn.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þetta er ekki kosningafundur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. 6. nóvember 2023 18:13 Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. 6. nóvember 2023 07:20 Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. 31. október 2023 14:30 Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
„Þetta er ekki kosningafundur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. 6. nóvember 2023 18:13
Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. 6. nóvember 2023 07:20
Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. 31. október 2023 14:30
Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46