Foreldrunum skipt út fyrir nágranna vegna skjálftanna Bjarki Sigurðsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2023 21:56 Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Vísir/Ívar Fannar Par í Grindavík segjast ætla að halda sér í bænum þrátt fyrir mikla skjálfta. Þeir áttu von á foreldrum í mat en enduðu með nágrannana við eldhúsborðið vegna skjálftanna. Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen búa í Grindavík. Þeir segjast aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum skjálftum og í dag. „Þegar ég sá að hann varð hræddur, sem verður aldrei hræddur, þá var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég að hugsa hvort við ættum að fara út úr bænum. En nú er búið að róast þannig við höldum í það að vera hér. Ég er með fjölskyldu hér, mömmu og dóttur systur minnar, maður getur ekki farið sísvona. Maður ber ábyrgð,“ segir Hallgrímur. Klippa: ,,Það mesta sem ég hef upplifað á ævinni Fólk misheppið Húsið þeirra hefur hrists vel frá því að hrinan hófst. „Það eru búnir að hrynja og brotna að minnsta kosti fjórir hlutir. Það voru svakaleg læti í þessum stóra skjálfta. Fólk er misjafnlega heppið. Við erum búin að fara á þrjú heimili og sumsstaðar er ekkert búið að fara niður. Og hjá einni vinkonu okkar fór helling niður. Þetta er búið að vera mjög sérstakt og skrítið.“ segir Hallgrímur. Foreldrarnir urðu eftir heima Þeir höfðu ætlað að fá foreldra þeirra beggja í mat í kvöld en enduðu þau á því að vera heima. „Það var löngu planað, við ætluðum að bjóða foreldrum okkar beggja en svo atvikast það að allskonar fólk komu af götunni og í nágrenninu. En ég sagði mömmu og pabba að koma ekki út af því að vegurinn fór í sundur og ég vildi ekki leggja á þau að koma hingað í kvöld.“ segir Geir. Ætla sér ekki burt Þeir segjast ætla að vera heima hjá sér eins lengi og þeir mega. „Þetta er stuðandi og skelkandi en maður verður bara að fara eftir því sem er sagt. Ef það kemur hættuástand myndum við fara strax en við ætlum að halda ró okkar.“ segir Geir. Margir útlendingar farnir Þeir segja bæinn vera hálftóman. „Nágrannar okkar eru farnir, það eru mjög margir farnir. Ég vinn með mörgum útlendingum og ég hef verið að heyra í þeim en þau eru farin, jafnvel komin á hótel. Það er léttir að heyra að þau eru örugg því þau hafa ekki sama bakland og við sem erum héðan. Það eru örugglega hátt í fimmtíu prósent farin úr bænum,“ segir Hallgrímur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen búa í Grindavík. Þeir segjast aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum skjálftum og í dag. „Þegar ég sá að hann varð hræddur, sem verður aldrei hræddur, þá var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég að hugsa hvort við ættum að fara út úr bænum. En nú er búið að róast þannig við höldum í það að vera hér. Ég er með fjölskyldu hér, mömmu og dóttur systur minnar, maður getur ekki farið sísvona. Maður ber ábyrgð,“ segir Hallgrímur. Klippa: ,,Það mesta sem ég hef upplifað á ævinni Fólk misheppið Húsið þeirra hefur hrists vel frá því að hrinan hófst. „Það eru búnir að hrynja og brotna að minnsta kosti fjórir hlutir. Það voru svakaleg læti í þessum stóra skjálfta. Fólk er misjafnlega heppið. Við erum búin að fara á þrjú heimili og sumsstaðar er ekkert búið að fara niður. Og hjá einni vinkonu okkar fór helling niður. Þetta er búið að vera mjög sérstakt og skrítið.“ segir Hallgrímur. Foreldrarnir urðu eftir heima Þeir höfðu ætlað að fá foreldra þeirra beggja í mat í kvöld en enduðu þau á því að vera heima. „Það var löngu planað, við ætluðum að bjóða foreldrum okkar beggja en svo atvikast það að allskonar fólk komu af götunni og í nágrenninu. En ég sagði mömmu og pabba að koma ekki út af því að vegurinn fór í sundur og ég vildi ekki leggja á þau að koma hingað í kvöld.“ segir Geir. Ætla sér ekki burt Þeir segjast ætla að vera heima hjá sér eins lengi og þeir mega. „Þetta er stuðandi og skelkandi en maður verður bara að fara eftir því sem er sagt. Ef það kemur hættuástand myndum við fara strax en við ætlum að halda ró okkar.“ segir Geir. Margir útlendingar farnir Þeir segja bæinn vera hálftóman. „Nágrannar okkar eru farnir, það eru mjög margir farnir. Ég vinn með mörgum útlendingum og ég hef verið að heyra í þeim en þau eru farin, jafnvel komin á hótel. Það er léttir að heyra að þau eru örugg því þau hafa ekki sama bakland og við sem erum héðan. Það eru örugglega hátt í fimmtíu prósent farin úr bænum,“ segir Hallgrímur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira