Þessu greinir kokkurinn frá á Instagram og segir að um einstaka afmælisgjöf sé að ræða. Ramsay varð 57 ára þann 8. nóvember. Fyrir eiga hjónin fimm börn, þrjár stelpur og tvo stráka.
Óhætt er að segja að kokkurinn sé orðinn mikill Íslandsvinur en hann hefur iðulega komið til landsins. Síðast í sumar og sást meðal annars á bar í miðborginni.