Grindvíkingar bíði rólegir Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 12. nóvember 2023 12:39 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. Eins og fram hefur komið sendi Veðurstofan frá sér yfirlýsingu í hádeginu um að tímabundið svigrúm væri nú fyrir aðgerðir almannavarna til þess að sækja nauðsynjar. Í fyrstu kom ekki fram að um aðgerðir almannavarna væri að ræða og flýttu margir Grindvíkingar sér að lokunarpóstum. Viðbragðsaðilar leggja mat á stöðuna Hvernig verður þessu háttað? „Þetta er tvennskonar. Það er annars vegar hvað er talið mögulegt að gera og hins vegar hvort það sé framkvæmanlegt,“ segir Víðir. „Og það sem við erum að leggja mat á núna, eru þær upplýsingar sem við fengum núna rétt fyrir fréttir frá Veðurstofunni, mat um það hvort hugsanlegt sé að fara inn á ákveðin svæði, en það fylgir því líka til okkar ábendingar og leiðbeiningar um viðbragðstíma, vöktun slíkt.“ Víðir segir mikinn ábyrgðarhluta að hleypa fólki inn á svona svæði. Á endanum sé það á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Og við erum að vinna með honum í því, hvort þetta sé framkvæmanlegt, þó að kannski sé öruggt að gera þetta, við vitum það ekki alveg 100 prósent en það ábyrgðarhluti að fara í svona aðgerð án þess að vera viss um alla þætti málsins og það er það sem við erum að vinna að núna.“ Fólk bíði Verði það gert segir Víðir að almannavarnir muni birta mjög skýrar leiðbeiningar um það hvernig þetta verði framkvæmt. „Og við biðjum fólk um að bíða heima og fylgjast með fjölmiðlum en þetta verður aldrei nema í mesta lagi hluti af bænum sem verður hægt að fara inn í.“ Er þá eitthvað hægt að segja til um hvenær verður hægt að fara í þetta, ef það verður hægt? „Við ætluðum okkur að vera búin að taka þessa ákvörðun fyrir hádegi en þessar upplýsingar frá vísindamönnum eru bara tiltölulega nýkomnar, þannig að lokaútfærslan á þessu er í vinnslu og aftur þetta, hvort að þetta sé raunverulega framkvæmanlegt af því öryggi sem við verðum að hafa á svona aðgerðum.“ Meiri líkur á gosi í dag en í gær Til þess að framkvæma þetta er talað um auka vaktina, hvert væri hlutverk þessara auka vaktmanna? „Það er verið að tala um að setja þarna sjónræna vöktun, það er að segja koma fólki fyrir á sjónpóstum til þess að fylgjast með svæðinu þar sem kvikugangurinn er, vera með dróna á lofti með hitamyndavélum og margt margt fleira sem að þarf að gera til þess að uppfylla þessar ábendingar Veðurstofunnar.“ Hvað teluru þetta vera stóran glugga sem mögulega hefur opnast? „Við erum að tala fram í myrkur.“ Eru þá minni líkur á gosi en í gærkvöldi? „Nei. Það eru meiri líkur í dag. Það er það sem við erum að horfa á í þessu. Annað sem við höfum fengið, þegar menn eru að reyna að setja einhvern tímaramma á þetta að þá gæti það tekið kvikuna innan við þrjátíu mínútur að fara til yfirborðs í þeirri stöðu sem er núna og aftur þetta hvort það sé ásættanlegt að gera þetta og þessari ábyrgð sem við berum í því að taka þessar ákvarðanir og leiðbeiningar, því tökum við ekki léttvægt.“ Grindvíkingar sem eru að hlusta, ættu þeir að koma sér í startholurnar? „Bíða bara þar sem þeir eru, fylgjast með fjölmiðlum. Við komum þessu til ykkar, ekki spurning, þið munuð vita þetta fyrst.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Eins og fram hefur komið sendi Veðurstofan frá sér yfirlýsingu í hádeginu um að tímabundið svigrúm væri nú fyrir aðgerðir almannavarna til þess að sækja nauðsynjar. Í fyrstu kom ekki fram að um aðgerðir almannavarna væri að ræða og flýttu margir Grindvíkingar sér að lokunarpóstum. Viðbragðsaðilar leggja mat á stöðuna Hvernig verður þessu háttað? „Þetta er tvennskonar. Það er annars vegar hvað er talið mögulegt að gera og hins vegar hvort það sé framkvæmanlegt,“ segir Víðir. „Og það sem við erum að leggja mat á núna, eru þær upplýsingar sem við fengum núna rétt fyrir fréttir frá Veðurstofunni, mat um það hvort hugsanlegt sé að fara inn á ákveðin svæði, en það fylgir því líka til okkar ábendingar og leiðbeiningar um viðbragðstíma, vöktun slíkt.“ Víðir segir mikinn ábyrgðarhluta að hleypa fólki inn á svona svæði. Á endanum sé það á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Og við erum að vinna með honum í því, hvort þetta sé framkvæmanlegt, þó að kannski sé öruggt að gera þetta, við vitum það ekki alveg 100 prósent en það ábyrgðarhluti að fara í svona aðgerð án þess að vera viss um alla þætti málsins og það er það sem við erum að vinna að núna.“ Fólk bíði Verði það gert segir Víðir að almannavarnir muni birta mjög skýrar leiðbeiningar um það hvernig þetta verði framkvæmt. „Og við biðjum fólk um að bíða heima og fylgjast með fjölmiðlum en þetta verður aldrei nema í mesta lagi hluti af bænum sem verður hægt að fara inn í.“ Er þá eitthvað hægt að segja til um hvenær verður hægt að fara í þetta, ef það verður hægt? „Við ætluðum okkur að vera búin að taka þessa ákvörðun fyrir hádegi en þessar upplýsingar frá vísindamönnum eru bara tiltölulega nýkomnar, þannig að lokaútfærslan á þessu er í vinnslu og aftur þetta, hvort að þetta sé raunverulega framkvæmanlegt af því öryggi sem við verðum að hafa á svona aðgerðum.“ Meiri líkur á gosi í dag en í gær Til þess að framkvæma þetta er talað um auka vaktina, hvert væri hlutverk þessara auka vaktmanna? „Það er verið að tala um að setja þarna sjónræna vöktun, það er að segja koma fólki fyrir á sjónpóstum til þess að fylgjast með svæðinu þar sem kvikugangurinn er, vera með dróna á lofti með hitamyndavélum og margt margt fleira sem að þarf að gera til þess að uppfylla þessar ábendingar Veðurstofunnar.“ Hvað teluru þetta vera stóran glugga sem mögulega hefur opnast? „Við erum að tala fram í myrkur.“ Eru þá minni líkur á gosi en í gærkvöldi? „Nei. Það eru meiri líkur í dag. Það er það sem við erum að horfa á í þessu. Annað sem við höfum fengið, þegar menn eru að reyna að setja einhvern tímaramma á þetta að þá gæti það tekið kvikuna innan við þrjátíu mínútur að fara til yfirborðs í þeirri stöðu sem er núna og aftur þetta hvort það sé ásættanlegt að gera þetta og þessari ábyrgð sem við berum í því að taka þessar ákvarðanir og leiðbeiningar, því tökum við ekki léttvægt.“ Grindvíkingar sem eru að hlusta, ættu þeir að koma sér í startholurnar? „Bíða bara þar sem þeir eru, fylgjast með fjölmiðlum. Við komum þessu til ykkar, ekki spurning, þið munuð vita þetta fyrst.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira