Stígur til hliðar sem formaður Landsbjargar Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2023 23:56 Otti Rafn Sigmarsson er nýr formaður Landsbjargar. Landsbjörg Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður félagsins og úr stjórn þess. Upp úr ellefu í kvöld tilkynnti Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í orðsendingu til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. janúar 2024. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, muni taka við skyldum formanns félagsins á meðan. Fundað verði á nýju ári um framhaldið. Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann tók meðal annars þátt í aðgerðum björgunarsveitarinnar við rýmingu Grindavíkur á föstudag. Með tímabundinni afsögn sinni vilji Otti einbeita sér að fjölskyldu sinni en atburðir síðustu daga hafa vafalaust tekið á fyrir hann líkt og aðra Grindvíkinga. Otti við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Orðsending Otta í heild: Kæru félagar, Atburðir síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum og sér ekki enn fyrir endan á atburðarrásinni sem nú er í gangi. Grindvíkingar eiga um sárt að binda og ég er einn af þeim. Ég leiddi hersveit frábæra félaga s.l. föstudag í rýmingu bæjarins við svakalegustu aðstæður sem ég hef kynnst. Að yfirgefa svo bæinn eftir rýmingu var gríðarlega erfitt og mikið áfall fyrir mig. Ég hef bæði í gær og í dag verið í Grindavík að aðstoða við ýmislegt og í því uni ég mér best. Slysavarnafélagið Landsbjörg er risastórt félag sem á hverjum tímapunkti þarf öfluga forystu til þess að keyra verkefnin áfram. Þræðir félagsins liggja víða og verkefnin eru fjölmörg. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. Janúar á næsta ári en þá mun stjórn félagsins funda. Á þeim fundi mun ég ásamt stjórn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Á meðan mun Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, taka við skyldum formanns félagsins. Það er ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, mér sjálfum eða fjölskyldu minni að starfa áfram við þessar aðstæður. Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum. Stjórn félagsins er full mönnuð frábæru fólki og er ég ekki í nokkrum vafa um að þau leysi verkefnin í minni fjarveru. Það er nóg framundan í félaginu eins og alltaf, stutt í fulltrúaráðsfund og svo auðvitað flugeldasölu og því mikilvægt að forysta félagsins haldi fókus. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og allan stuðninginn frá því björgunarsveitarfólki sem ég hef hitt hér síðustu daga. Það er ómetanlegt fyrir mig og alla hina í Grindavík að finna þennan stuðning. Með von um bjarta framtíð Björgunarsveitir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Upp úr ellefu í kvöld tilkynnti Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í orðsendingu til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. janúar 2024. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, muni taka við skyldum formanns félagsins á meðan. Fundað verði á nýju ári um framhaldið. Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann tók meðal annars þátt í aðgerðum björgunarsveitarinnar við rýmingu Grindavíkur á föstudag. Með tímabundinni afsögn sinni vilji Otti einbeita sér að fjölskyldu sinni en atburðir síðustu daga hafa vafalaust tekið á fyrir hann líkt og aðra Grindvíkinga. Otti við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Orðsending Otta í heild: Kæru félagar, Atburðir síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum og sér ekki enn fyrir endan á atburðarrásinni sem nú er í gangi. Grindvíkingar eiga um sárt að binda og ég er einn af þeim. Ég leiddi hersveit frábæra félaga s.l. föstudag í rýmingu bæjarins við svakalegustu aðstæður sem ég hef kynnst. Að yfirgefa svo bæinn eftir rýmingu var gríðarlega erfitt og mikið áfall fyrir mig. Ég hef bæði í gær og í dag verið í Grindavík að aðstoða við ýmislegt og í því uni ég mér best. Slysavarnafélagið Landsbjörg er risastórt félag sem á hverjum tímapunkti þarf öfluga forystu til þess að keyra verkefnin áfram. Þræðir félagsins liggja víða og verkefnin eru fjölmörg. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. Janúar á næsta ári en þá mun stjórn félagsins funda. Á þeim fundi mun ég ásamt stjórn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Á meðan mun Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, taka við skyldum formanns félagsins. Það er ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, mér sjálfum eða fjölskyldu minni að starfa áfram við þessar aðstæður. Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum. Stjórn félagsins er full mönnuð frábæru fólki og er ég ekki í nokkrum vafa um að þau leysi verkefnin í minni fjarveru. Það er nóg framundan í félaginu eins og alltaf, stutt í fulltrúaráðsfund og svo auðvitað flugeldasölu og því mikilvægt að forysta félagsins haldi fókus. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og allan stuðninginn frá því björgunarsveitarfólki sem ég hef hitt hér síðustu daga. Það er ómetanlegt fyrir mig og alla hina í Grindavík að finna þennan stuðning. Með von um bjarta framtíð
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira