Sá besti hefur spilað í sömu nærbuxunum allan NFL-ferilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 12:01 Patrick Mahomes hefur gert frábæra hluti með Kansas City Chiefs liðinu undanfarin ár. AP/Martin Meissner Íþróttamenn eru oft mjög hjátrúarfullir og gott dæmi um það er NFL stórstjarnan Patrick Mahomes sem var bæði valinn mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils og vann einnig titilinn með liði Kansas City Chiefs. Við Íslendingar höfum kallað Mahomes tengdason Mosfellsbæjar eftir að hann eyddi sumri hér á Íslandi þegar eiginkona hans, Brittany, spilaði með Aftureldingu. Á þeim tíma var hann að undirbúa sig fyrir fyrsta NFL-tímabilið sitt. Mahomes said he only wears them for game day and cleans them "once in a while (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/9waMGsR2fA— Bleacher Report (@BleacherReport) November 14, 2023 Mahomes var þá lítt þekktur leikmaður en var fljótur að slá í gegn þegar hann fékk tækifærið. Hann var snöggur að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Nú er hann tvöfaldur meistari og líklegur til að bæta fleiri titlum við. Nú er komið í ljós að eitt hefur ekkert breyst síðan á fyrstu dögum hans í NFL-deildinni. Chad Henne, fyrrum varamaður Mahomes hjá Chiefs, missti það út úr sér í febrúar að Mahomes hefði þá hjátrú að spila alltaf í sömu nærbuxunum. Nú hefur hann sjálfur staðfest söguna. Mahomes mætti í mánudagsþáttinn hjá Manning bræðrum á ESPN þar sem Peyton og Eli Manning ræða málin í tengslum við leik kvöldsins í NFL-deildinni sem að þessu sinni var á milli Denver Broncos og Buffalo Bills. „Það var kona mín Brittany sem gaf mér þær. Ég ætla ekki að sýna ykkur þær en ég verð að vera í þeim. Þegar ég klæddist þeim fyrst þá áttum við afar gott tímabil,“ sagði Mahomes. Hver veit nema að hún hafi jafnvel keypt þær í Kringlunni eða Smáralind. Ólíklegt en ekki ómögulegt. „Ég er bara í þeim á leikdögum og þær eru því ekki það slitnar. Þær eru heldur ekki skítugar því ég hendi þeim í þvottavélina á milli,“ sagði Mahomes léttur. Patrick Mahomes admitted to wearing the same underwear for every NFL game because they're lucky, and says he only washes them sometimes!Full story: https://t.co/cLhN7L3YpJ— TMZ (@TMZ) November 15, 2023 NFL Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Við Íslendingar höfum kallað Mahomes tengdason Mosfellsbæjar eftir að hann eyddi sumri hér á Íslandi þegar eiginkona hans, Brittany, spilaði með Aftureldingu. Á þeim tíma var hann að undirbúa sig fyrir fyrsta NFL-tímabilið sitt. Mahomes said he only wears them for game day and cleans them "once in a while (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/9waMGsR2fA— Bleacher Report (@BleacherReport) November 14, 2023 Mahomes var þá lítt þekktur leikmaður en var fljótur að slá í gegn þegar hann fékk tækifærið. Hann var snöggur að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Nú er hann tvöfaldur meistari og líklegur til að bæta fleiri titlum við. Nú er komið í ljós að eitt hefur ekkert breyst síðan á fyrstu dögum hans í NFL-deildinni. Chad Henne, fyrrum varamaður Mahomes hjá Chiefs, missti það út úr sér í febrúar að Mahomes hefði þá hjátrú að spila alltaf í sömu nærbuxunum. Nú hefur hann sjálfur staðfest söguna. Mahomes mætti í mánudagsþáttinn hjá Manning bræðrum á ESPN þar sem Peyton og Eli Manning ræða málin í tengslum við leik kvöldsins í NFL-deildinni sem að þessu sinni var á milli Denver Broncos og Buffalo Bills. „Það var kona mín Brittany sem gaf mér þær. Ég ætla ekki að sýna ykkur þær en ég verð að vera í þeim. Þegar ég klæddist þeim fyrst þá áttum við afar gott tímabil,“ sagði Mahomes. Hver veit nema að hún hafi jafnvel keypt þær í Kringlunni eða Smáralind. Ólíklegt en ekki ómögulegt. „Ég er bara í þeim á leikdögum og þær eru því ekki það slitnar. Þær eru heldur ekki skítugar því ég hendi þeim í þvottavélina á milli,“ sagði Mahomes léttur. Patrick Mahomes admitted to wearing the same underwear for every NFL game because they're lucky, and says he only washes them sometimes!Full story: https://t.co/cLhN7L3YpJ— TMZ (@TMZ) November 15, 2023
NFL Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira