Gamla fjárréttin í Ólafsvík hefur verið endurhlaðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2023 21:03 Guðrún Tryggvadóttir í gömlu réttinni í Ólafsvík, sem er nú búið að endurhlaða undir hennar röggsömu stjórn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af. Það er Guðrún, sem á heiðurinn af verkinu, sem var átaksverkefni í að endurreisa Ólafsvíkurrétt. Hún hefur reyndar haft góðan hóp fólks með sér en Ari Jóhannesson hleðslumaður frá Hafnarfirði hefur séð um hleðsluna og verið með hleðslumenn sér til aðstoðar. Guðrún var líka lengi í stjórn Skógræktarfélagsins í Ólafsvík, sem byrjaði að planta í Krókabrekku þar sem réttin stendur í kringum 1970. „Við vorum bara að byggja upp fornarétt, sem var hérna fyrir, sem að var lögð af um 1960. Ástandið á henni var bara orðið þannig að hún var orðin uppgróin og þetta virtist vera grjóthrúga og svolítið mikið fyrir okkur,” segir Guðrún. Guðrún tók þá til sinna mála, sótt um allskonar leyfi fyrir endurbyggingu réttanna og þau fengust öll og þá var hafist handa. 21 dilkur er í réttinni. „Ég hef verið að rembast eins og rjúpa við staurinn að fá fjármagn í þetta. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði vitað hvaða tíma þetta tók og hvað þetta hefði kostað,” segir Guðrún hlæjandi. Mikill sómi er af „nýju“ réttunum, sem heimamenn eru mjög stoltir af.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eitthvað vitað hvað margir steinar hafa farið í þetta? „Nei, það er bara gestaþrautin. Þetta er frá náttúrunnar hendi, það þarf lítið að gera þar, þannig að við urðum að punta upp á það með þessu,” segir Guðrún og bætir strax við. „Nú vil ég bara að þetta verði notað, þetta er til dæmis upplagt að grilla hér, engin eldhætta og annað því um líkt af þessu og hægt að gera hér, sem að fólki hugnast. Það er reyndar frá gamalli tíð þá héldu ungu strákarnir hérna tónleika í gamla daga. Ég ætla líka að vona að bæjarbúar bjóðist til að taka að sér einn og einn dilk og halda honum við þannig að þetta verði til sóma í framtíðinni,” segir Guðrún Tryggvadóttir, dugnaðarforkur í Ólafsvík. Snæfellsbær Réttir Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Það er Guðrún, sem á heiðurinn af verkinu, sem var átaksverkefni í að endurreisa Ólafsvíkurrétt. Hún hefur reyndar haft góðan hóp fólks með sér en Ari Jóhannesson hleðslumaður frá Hafnarfirði hefur séð um hleðsluna og verið með hleðslumenn sér til aðstoðar. Guðrún var líka lengi í stjórn Skógræktarfélagsins í Ólafsvík, sem byrjaði að planta í Krókabrekku þar sem réttin stendur í kringum 1970. „Við vorum bara að byggja upp fornarétt, sem var hérna fyrir, sem að var lögð af um 1960. Ástandið á henni var bara orðið þannig að hún var orðin uppgróin og þetta virtist vera grjóthrúga og svolítið mikið fyrir okkur,” segir Guðrún. Guðrún tók þá til sinna mála, sótt um allskonar leyfi fyrir endurbyggingu réttanna og þau fengust öll og þá var hafist handa. 21 dilkur er í réttinni. „Ég hef verið að rembast eins og rjúpa við staurinn að fá fjármagn í þetta. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði vitað hvaða tíma þetta tók og hvað þetta hefði kostað,” segir Guðrún hlæjandi. Mikill sómi er af „nýju“ réttunum, sem heimamenn eru mjög stoltir af.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eitthvað vitað hvað margir steinar hafa farið í þetta? „Nei, það er bara gestaþrautin. Þetta er frá náttúrunnar hendi, það þarf lítið að gera þar, þannig að við urðum að punta upp á það með þessu,” segir Guðrún og bætir strax við. „Nú vil ég bara að þetta verði notað, þetta er til dæmis upplagt að grilla hér, engin eldhætta og annað því um líkt af þessu og hægt að gera hér, sem að fólki hugnast. Það er reyndar frá gamalli tíð þá héldu ungu strákarnir hérna tónleika í gamla daga. Ég ætla líka að vona að bæjarbúar bjóðist til að taka að sér einn og einn dilk og halda honum við þannig að þetta verði til sóma í framtíðinni,” segir Guðrún Tryggvadóttir, dugnaðarforkur í Ólafsvík.
Snæfellsbær Réttir Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira