Moneyball-liðið flytur til Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 16:01 Lawrence Butler og félagar í Oakland Athletics eru að flytja til Las Vegas. Getty/Ronald Martinez Oakland Athletics hefur fengið leyfi frá eigendum bandarísku hafnaboltadeildarinnar að flytja liðið sitt á milli borga. Oakland Athletics er að flytja til Las Vegas og mun væntanlega heita hér eftir Las Vegas Athletics. „Þessi dagur er ótrúlega erfiður fyrir stuðningsfólk Oakland A's en þetta er frábær dagur fyrir Las Vegas,“ sagði John Fisher, eigandi félagsins. Þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu fimmtíu árum sem MLB-lið flytur. Það þurfti þrjá fjórðu atkvæða frá eigendum félaga í deildinni til að fá vistaskiptin samþykkt. Breaking: Major League Baseball owners voted Thursday to allow the Oakland Athletics to move to Las Vegas, paving the way for baseball's second relocation in the past half-century, sources told ESPN.More: https://t.co/UYqiVp1luI pic.twitter.com/Ytdax47EqY— ESPN (@espn) November 16, 2023 Oakland Athletics var búið að berjast fyrir því í tvo áratugi að fá nýjan leikvang en án árangurs. Liðið spilar í Oakland Coliseum sem er minnsti leikvangur deildarinnar og orðinn mjög gamall. Oakland borg missir því enn eitt félagið því áður hafði borgin missti NFL-lið Raiders og NBA-lið Golden State Warriors. Raiders endaði í Las Vegas, eins og Athletics, en Golden State flutti sig yfir til San Francisco. Oakland Athletics er kannski þekktast á Íslandi fyrir að vera félagið sem myndin Moneyball er byggð á. Sú kvikmynd fjallar um það þegar Oakland Athletics vann bandaríska meistaratitilinn árið 2002 eftir að hafa sett saman lið með vanmetnum leikmönnum sem tölfræði og leikgreining sýndu að voru miklu meira virði. Moneyball-kenningin skilaði titli og hefur aukið mikið áhrif tölfræði og leikgreiningar í uppsetningu bandarískra íþróttaliða. Hafnabolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Oakland Athletics er að flytja til Las Vegas og mun væntanlega heita hér eftir Las Vegas Athletics. „Þessi dagur er ótrúlega erfiður fyrir stuðningsfólk Oakland A's en þetta er frábær dagur fyrir Las Vegas,“ sagði John Fisher, eigandi félagsins. Þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu fimmtíu árum sem MLB-lið flytur. Það þurfti þrjá fjórðu atkvæða frá eigendum félaga í deildinni til að fá vistaskiptin samþykkt. Breaking: Major League Baseball owners voted Thursday to allow the Oakland Athletics to move to Las Vegas, paving the way for baseball's second relocation in the past half-century, sources told ESPN.More: https://t.co/UYqiVp1luI pic.twitter.com/Ytdax47EqY— ESPN (@espn) November 16, 2023 Oakland Athletics var búið að berjast fyrir því í tvo áratugi að fá nýjan leikvang en án árangurs. Liðið spilar í Oakland Coliseum sem er minnsti leikvangur deildarinnar og orðinn mjög gamall. Oakland borg missir því enn eitt félagið því áður hafði borgin missti NFL-lið Raiders og NBA-lið Golden State Warriors. Raiders endaði í Las Vegas, eins og Athletics, en Golden State flutti sig yfir til San Francisco. Oakland Athletics er kannski þekktast á Íslandi fyrir að vera félagið sem myndin Moneyball er byggð á. Sú kvikmynd fjallar um það þegar Oakland Athletics vann bandaríska meistaratitilinn árið 2002 eftir að hafa sett saman lið með vanmetnum leikmönnum sem tölfræði og leikgreining sýndu að voru miklu meira virði. Moneyball-kenningin skilaði titli og hefur aukið mikið áhrif tölfræði og leikgreiningar í uppsetningu bandarískra íþróttaliða.
Hafnabolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira