31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 07:44 Fyrirburarnir voru fluttir frá al Shifa og á sjúkrahús Sameinuðu arabísku furstadæmana á Gasa. Þaðan verða þau flutt til Egyptalands. Getty/Anadolu/Abed Rahim Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. Fjórir fyrirburar eru sagðir hafa látist á síðustu dögum. Ísraelsher hefur birt myndskeið sem herinn segir sýna gísla sem teknir voru fanga í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn á al Shifa sjúkrahúsinu. Herinn hefur löngum haldið því fram að undir sjúkrahúsinu sé að finna höfuðstöðvar Hamas. Um er að ræða að minnsta kosti tvö myndskeið en á öðru þeirra sést maður dreginn inn um anddyri af fimm mönnum og eru þrír þeirra vopnaðir. Hitt myndskeiðið sýnir særðan mann á nærfötunum fluttan inn á sjúkrabörum af sjö mönnum og eru fjórir vopnaðir. Samkvæmt erlendum miðlum má sjá heilbrigðisstarfsmenn á upptökunum, sem virðist hissa þegar komið er inn með mennina. Bæði myndskeiðin eru dagsett 7. október en uppruni þeirra hefur ekki verið staðfestur, það er að segja að þau sýni það sem herinn segir þau sýna. Ráðherrar Arabaríkja komu saman í Pekíng um helgina, þar sem þeir funduðu með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Viðstaddir kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa og Wang hvatti til samvinnu til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur á friði í Mið-Austurlöndum. Ísraelsher hefur sagst vera að útvíkka aðgerðir sínar á Gasa og hefur hvatt íbúa Jabalia, stærstu flóttamannabúða svæðisins, til að rýma búðirnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, sagði yfir 80 hafa látist í árásum á Jabalia á laugardag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Egyptaland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fjórir fyrirburar eru sagðir hafa látist á síðustu dögum. Ísraelsher hefur birt myndskeið sem herinn segir sýna gísla sem teknir voru fanga í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn á al Shifa sjúkrahúsinu. Herinn hefur löngum haldið því fram að undir sjúkrahúsinu sé að finna höfuðstöðvar Hamas. Um er að ræða að minnsta kosti tvö myndskeið en á öðru þeirra sést maður dreginn inn um anddyri af fimm mönnum og eru þrír þeirra vopnaðir. Hitt myndskeiðið sýnir særðan mann á nærfötunum fluttan inn á sjúkrabörum af sjö mönnum og eru fjórir vopnaðir. Samkvæmt erlendum miðlum má sjá heilbrigðisstarfsmenn á upptökunum, sem virðist hissa þegar komið er inn með mennina. Bæði myndskeiðin eru dagsett 7. október en uppruni þeirra hefur ekki verið staðfestur, það er að segja að þau sýni það sem herinn segir þau sýna. Ráðherrar Arabaríkja komu saman í Pekíng um helgina, þar sem þeir funduðu með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Viðstaddir kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa og Wang hvatti til samvinnu til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur á friði í Mið-Austurlöndum. Ísraelsher hefur sagst vera að útvíkka aðgerðir sínar á Gasa og hefur hvatt íbúa Jabalia, stærstu flóttamannabúða svæðisins, til að rýma búðirnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, sagði yfir 80 hafa látist í árásum á Jabalia á laugardag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Egyptaland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira