Ákærður fyrir að nauðga börnum og greiða þeim fyrir Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2023 11:25 Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Myndin er þaðan. Vísir/Rakel Ósk Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota í garð barna, sem og önnur brot líkt og vændiskaup og vörslu á barnaníðsefni. Öll meint brot mannsins áttu sér stað á þessu ári, og nánast öll í júlímánuði. Manninum er gefið að sök að brjóta á tveimur barnungum stúlkum. Málin eru aðskilin, en þó lík að mörgu leyti. Hann er sagður hafa mælt sér mót við stúlkunnar á samfélagsmiðlum, sótt þær á bíl og síðan brotið á þeim kynferðislega og oftast nauðgað þeim. Þá hafi hann lofað stúlkunum peningagreiðslum og afhent þeim pening fyrir skiptin sem þau hittust. Mál annarrar stúlkunnar varðar tvö atvik, þar sem maðurinn er annars vegar ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og hins vegar fyrir nauðgun. Honum er einnig gefið að sök að hafa viðhafa kynferðislegt tal og senda henni typpamynd. Mál hinnar stúlkunnar varðar þrjú atvik, en maðurinn er ákærður fyrir nauðganir í öll skiptin. Fjögurra milljóna króna er krafist í miskabætur af foreldrum beggja stúlknanna fyrir hönd dætra sinna. Vændi og barnaníðsefni Manninum er einnig gefið að sök að greiða þremur einstaklingum fyrir vændi. Vændiskaupin sjálf eiga að hafa verið níu talsins. Þá er hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því hafa í vörslum sínum Samsung-síma og Apple-fartölvu þar sem fundust samtals 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið hefur þegar verið þingfest. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Manninum er gefið að sök að brjóta á tveimur barnungum stúlkum. Málin eru aðskilin, en þó lík að mörgu leyti. Hann er sagður hafa mælt sér mót við stúlkunnar á samfélagsmiðlum, sótt þær á bíl og síðan brotið á þeim kynferðislega og oftast nauðgað þeim. Þá hafi hann lofað stúlkunum peningagreiðslum og afhent þeim pening fyrir skiptin sem þau hittust. Mál annarrar stúlkunnar varðar tvö atvik, þar sem maðurinn er annars vegar ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og hins vegar fyrir nauðgun. Honum er einnig gefið að sök að hafa viðhafa kynferðislegt tal og senda henni typpamynd. Mál hinnar stúlkunnar varðar þrjú atvik, en maðurinn er ákærður fyrir nauðganir í öll skiptin. Fjögurra milljóna króna er krafist í miskabætur af foreldrum beggja stúlknanna fyrir hönd dætra sinna. Vændi og barnaníðsefni Manninum er einnig gefið að sök að greiða þremur einstaklingum fyrir vændi. Vændiskaupin sjálf eiga að hafa verið níu talsins. Þá er hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því hafa í vörslum sínum Samsung-síma og Apple-fartölvu þar sem fundust samtals 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið hefur þegar verið þingfest.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira