Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2023 13:37 Hollensk kona sem greiddi atkvæði í morgun. Hollendingar standa frammi fyrir fjölmörgum kostum en fjórir standa upp úr. AP/Patrick Post Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VVD flokksins, tilkynnti í sumar að hann ætlaði að segja þetta gott eftir að ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um innflytjendamál. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um það málefni. Sjá einnig: Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frambjóðendur heitið því að bregðast við miklum fjölda hælisleitenda í Hollandi og einnig draga úr flæði farandverkafólks og erlendra námsmanna til landsins, sem eru um fjörutíu prósent námsmanna þar. Dilan Yeşilgöz-Zegerius, nýr leiðtogi VVD sem kom til landsins sem flóttamaður í æsku, hefur það sem eitt af kosningaloforðum sínum að fækka innflytjendum og flóttafólki í landinu. Hún segir reglur Hollendinga og lög ekki nógu hörð, sé mið tekið af nágrannaríkjum Hollands. Hún gæti orðið fyrsta konan til að sinna embætti forsætisráðherra í Hollandi. Dilan Yesilgoz-Zegerius, leiðtogi VVD, á kjörstað í morgun.AP/Patrick Post Kannanir gefa til kynna að fjórir flokkar hafi svipað fylgi. Þar á meðal eru VVD flokkurinn og Frelsisflokkur hins umdeilda popúlista Geert Wilders. Enginn flokkur hefur mælst með meira en tuttugu prósent en nokkuð stór hluti kjósenda hefur sagst óákveðinn. Fari kosningarnar eins og kannanir gefa til kynna er búist við því að stjórnarmyndun muni taka langan tíma. Könnun sem birt var í morgun sýndi Frelsisflokkinn með naumt forskot á VVD. Honum hefur áður verið spáð sigri í kosningum, eins og árið 2017. Eins og áður segir er hann mjög umdeildur og er rasisti. Hann hefur til að mynda verið dæmdur sekur um hatursummæli þegar hann lofaði að fækka Marokkómönnum í Hollandi og kallaði þá „úrhrök“. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins.AP/Mike Corder Hann hefur þó að undanförnu bæta ímynd sína, samkvæmt frétt Reuters, með því markmiði að ná til fleiri kjósenda. Með það í huga hefur hann snúið sér frá því að kalla aftir af-íslömun Hollands og þess í stað kvartað yfir háum framfærslukostnaði, húsnæðiskorti og slíkum málum. Í frétt Guardian segir að Frans Timmermans, leiðtogi Vinstri Grænna og verkamannaflokksins hafi þvertekið fyrir að starfa með Wilders og það hafi Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig gert. Yeşilgöz-Zegerius hefur sagt að hún gæti unnið með Wilders en muni ekki styðja hann í embætti forsætisráðherra. Holland Evrópusambandið Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VVD flokksins, tilkynnti í sumar að hann ætlaði að segja þetta gott eftir að ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um innflytjendamál. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um það málefni. Sjá einnig: Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frambjóðendur heitið því að bregðast við miklum fjölda hælisleitenda í Hollandi og einnig draga úr flæði farandverkafólks og erlendra námsmanna til landsins, sem eru um fjörutíu prósent námsmanna þar. Dilan Yeşilgöz-Zegerius, nýr leiðtogi VVD sem kom til landsins sem flóttamaður í æsku, hefur það sem eitt af kosningaloforðum sínum að fækka innflytjendum og flóttafólki í landinu. Hún segir reglur Hollendinga og lög ekki nógu hörð, sé mið tekið af nágrannaríkjum Hollands. Hún gæti orðið fyrsta konan til að sinna embætti forsætisráðherra í Hollandi. Dilan Yesilgoz-Zegerius, leiðtogi VVD, á kjörstað í morgun.AP/Patrick Post Kannanir gefa til kynna að fjórir flokkar hafi svipað fylgi. Þar á meðal eru VVD flokkurinn og Frelsisflokkur hins umdeilda popúlista Geert Wilders. Enginn flokkur hefur mælst með meira en tuttugu prósent en nokkuð stór hluti kjósenda hefur sagst óákveðinn. Fari kosningarnar eins og kannanir gefa til kynna er búist við því að stjórnarmyndun muni taka langan tíma. Könnun sem birt var í morgun sýndi Frelsisflokkinn með naumt forskot á VVD. Honum hefur áður verið spáð sigri í kosningum, eins og árið 2017. Eins og áður segir er hann mjög umdeildur og er rasisti. Hann hefur til að mynda verið dæmdur sekur um hatursummæli þegar hann lofaði að fækka Marokkómönnum í Hollandi og kallaði þá „úrhrök“. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins.AP/Mike Corder Hann hefur þó að undanförnu bæta ímynd sína, samkvæmt frétt Reuters, með því markmiði að ná til fleiri kjósenda. Með það í huga hefur hann snúið sér frá því að kalla aftir af-íslömun Hollands og þess í stað kvartað yfir háum framfærslukostnaði, húsnæðiskorti og slíkum málum. Í frétt Guardian segir að Frans Timmermans, leiðtogi Vinstri Grænna og verkamannaflokksins hafi þvertekið fyrir að starfa með Wilders og það hafi Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig gert. Yeşilgöz-Zegerius hefur sagt að hún gæti unnið með Wilders en muni ekki styðja hann í embætti forsætisráðherra.
Holland Evrópusambandið Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira