Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2023 06:42 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. Frá því á mánudaginn hefur dregið úr fjölda og stærð mældra skjálfta, dagana áður mældust 1500-1800 skjálftar á dag, segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn síðustu daga og mikill öldugangur einnig í grennd við Grindavík en slíkar aðstæður hafa áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema minnstu skjálftana. Veðurstofan bendir þó á að einnig hafi dregið úr fjölda skjálfta yfir tveimur stigum að stærð og því megi gera ráð fyrir að áfram dragi úr skjálftavirkni þrátt fyrir skerta næmni mælakerfisins. Eins og greint var frá í gær verður almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta þýðir að frá þeim tíma er öllum Grindvíkingum heimilt að fara inn í bæinn og sækja verðmæti og huga að eignum. Opnunin verður frá klukkan ellefu og fram til klukkan fjögur og í framhaldinu verður stefnt að því að hafa opin frá níu til fjögur, að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlausa rýmingu á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Grindavík er þó lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Frá því á mánudaginn hefur dregið úr fjölda og stærð mældra skjálfta, dagana áður mældust 1500-1800 skjálftar á dag, segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn síðustu daga og mikill öldugangur einnig í grennd við Grindavík en slíkar aðstæður hafa áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema minnstu skjálftana. Veðurstofan bendir þó á að einnig hafi dregið úr fjölda skjálfta yfir tveimur stigum að stærð og því megi gera ráð fyrir að áfram dragi úr skjálftavirkni þrátt fyrir skerta næmni mælakerfisins. Eins og greint var frá í gær verður almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta þýðir að frá þeim tíma er öllum Grindvíkingum heimilt að fara inn í bæinn og sækja verðmæti og huga að eignum. Opnunin verður frá klukkan ellefu og fram til klukkan fjögur og í framhaldinu verður stefnt að því að hafa opin frá níu til fjögur, að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlausa rýmingu á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Grindavík er þó lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira