Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun eftir gagnrýni lækna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 11:30 Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun, að minnsta kosti í bili. Getty Fyrirtækið Intuens, sem var upphaflega stofnað til að bjóða upp á heilskimun með segulómun, virðist horfið af þeirri braut en heimasíðu fyrirtækisins hefur verið breytt og efni á Facebook- og Instagram-síðum fyrirtækisins eytt. Á heimasíðunni er nú hvergi að finna upplýsingar um heilskimun og þá segir stórum stöfum að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Enn er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. „Markmið Intuens er að veita sem flestum Íslendingum - sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á,“ segir nú á heimasíðunni. Ekki náðist í Steinunni Erlu Thorlacius framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar en fréttastofu var bent á að senda fyrirspurn um málið, sem hefur verið gert. Á vefsíðu fyrirtækisins er nú hvergi minnst á heilskimun.Skjáskot af heimasíðu Intuens Intuens hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna heilskimunarinnar, meðal annars af hálfu stjórna Læknafélags Íslands, Félags heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags röntgenlækna. Gagnrýnin hefur meðal annars byggt á því að heilskimanir séu óþarfar og kostnaðarsamar, að þær muni greina alls kyns breytingar sem muni krefjast frekari en í flestum tilvikum óþarfra inngripa og veita falskt öryggi. Þessi inngrip og mögulega meðferðir muni valda verulegum álagsauka í heilbrigðiskerfinu. Steinunn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærmorgun en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu svarað gagnrýninni á Facebook, þar sem meðal annars sagði að unnið væri að því að ná samningum við heilsugæslu sem myndi taka við þeim sem yrði vísað áfram í kjölfar rannsókna. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ sagði á Facebook-síðu Intuens. Þessi færsla og fleiri hafa nú verið fjarlægðar. Heilbrigðismál Vísindi Tækni Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Á heimasíðunni er nú hvergi að finna upplýsingar um heilskimun og þá segir stórum stöfum að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Enn er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. „Markmið Intuens er að veita sem flestum Íslendingum - sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á,“ segir nú á heimasíðunni. Ekki náðist í Steinunni Erlu Thorlacius framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar en fréttastofu var bent á að senda fyrirspurn um málið, sem hefur verið gert. Á vefsíðu fyrirtækisins er nú hvergi minnst á heilskimun.Skjáskot af heimasíðu Intuens Intuens hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna heilskimunarinnar, meðal annars af hálfu stjórna Læknafélags Íslands, Félags heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags röntgenlækna. Gagnrýnin hefur meðal annars byggt á því að heilskimanir séu óþarfar og kostnaðarsamar, að þær muni greina alls kyns breytingar sem muni krefjast frekari en í flestum tilvikum óþarfra inngripa og veita falskt öryggi. Þessi inngrip og mögulega meðferðir muni valda verulegum álagsauka í heilbrigðiskerfinu. Steinunn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærmorgun en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu svarað gagnrýninni á Facebook, þar sem meðal annars sagði að unnið væri að því að ná samningum við heilsugæslu sem myndi taka við þeim sem yrði vísað áfram í kjölfar rannsókna. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ sagði á Facebook-síðu Intuens. Þessi færsla og fleiri hafa nú verið fjarlægðar.
Heilbrigðismál Vísindi Tækni Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55
Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29