Æsileg metafóra um leitina að ljósinu Forlagið 1. desember 2023 14:00 Men er nýjasta skáldsaga Sigrúnar Pálsdóttur og kom út hjá Forlaginu fyrir stuttu síðan. Skáldsagan Men, eftir Sigrúnu Pálsdóttur, fjallar um ungan klassískan flautuleikara sem starfar sem menningarblaðamaður. Dag nokkurn fær hann það óvænta verkefni að taka afmælisviðtal við fyrrverandi utanríkisráðherra sem farið hefur huldu höfði árum saman eftir að hafa hrökklast úr embætti fyrir um tveimur áratugum. Viðtalið fer fram í íbúð ráðherrans fyrrverandi þar sem blaðamaðurinn lokast inni í skúmaskoti sem hann telur að geymi þau leyndarmál sem urðu valdhafanum að falli. Þar með hefst píslarganga unga mannsins og um leið leit hans að ljósinu sem hann þarf til að geta upplýst okkur um hver þessi kona er, hvernig hún komst til valda og hvað varð til þess að hún tók þá umdeildu ákvörðun sem markaði endalok hennar sem stjórnmálamanns. Og þótt atburðurinn sé aldrei nefndur á nafn í bókinni má vera ljóst að hann tengist þeirri ákvörðun að setja Íslendinga í hóp „viljugra þjóða“ þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. „Ég fékk mynd í höfuðið af einhverju ástandi sem mig langaði til að grafast nánar fyrir um,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hvernig hugmyndin hefði kviknað. „Myndin var af hinum rétthugsandi listamanni og blaðamanni, Baldvini Einarssyni, andspænis þessari gömlu íhaldskonu og fyrrverandi ráðherra, Men, eða Mjöll Elínborgu Njálsdóttur, sem hrökklast hafði úr embætti tuttugu árum fyrr.“ Mynd/Stefán Karlsson. Sigrún hafði vonast til þess að samtal þeirra myndi enda með einhvers konar uppgjöri og jafnvel iðrun af hálfu gömlu konunnar en þegar hún fann að það yrði ekki sérlega sannfærandi saga sendi hún unga manninn á klósettið. „Þar tók sagan nokkuð óvænta stefnu, breyttist úr samræðu um stjórnmál í eina æsilega en klassíska metafóru um leit að sannleika í svarta myrkri. Leit sem kannski má segja að sé stóra verkefni okkar allra í dag.“ Lesendur kynnast líka baksögu blaðamannsins unga, listrænum metnaði hans, fjölskylduhögum og misjafnlega meðvituðum pólitískum afskiptum hans. Og síðast en ekki síst kemur til sögunnar afkvæmi ráðherrans, hin „menningarsinnaði“ fasteignamógúll sem reynist að lokum örlagavaldur í lífi unga flautuleikarans. Sigrún Pálsdóttir er sagnfræðingur sem hefur jöfnum höndum skrifað sagnfræðirit og skáldsögur. Þekktustu bækur hennar á sviði sagnfræði eru Þóra biskups og ævisagan Sigrún og Friðgeir sem segir frá læknishjónum sem farast ásamt þremur ungum börnum sínum á leið frá New York til Íslands þegar Goðafoss er skotinn niður haustið 1944. Önnur skáldsaga Sigrúnar er Delluferðin þar sem höfundur spinnur skáldskap kringum sögulegar persónur og atburði á 19. öld. Fyrir þá skáldsögu fékk hún Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2021. „Ég hefði aldrei orðið rithöfundur nema af því ég fór að stunda sagnfræðirannsóknir. Þar fann ég svo að segja mína sögumannsrödd og uppgötvaði þann skáldskap og þá fegurð og furðu sem býr í sögulegum heimildum. Og þó ég líti ekki beinlínis á mig sem höfund sögulegra skáldsagna þá er fortíðin og heimildir alltaf stór hluti af mínum söguheimi þar sem persónur berjast við heimildirnar, búa þær til og falsa, eða taka ófrjálsri hendi.“ Men er hröð saga og grípandi, greinandi gamansaga um það sem límir saman pólitík, peninga og listir í þessu landi. Persónur eru bæði mjög kunnuglegar úr daglegu umhverfi okkar og sérkennilegar. Hér er fjallað um leit að ljósi, heigulshátt og hugrekki – þær hvatir sem kveikja og varðveita hugsjónir hins móralska meðalmanns sem við getum flest séð okkur sjálf í. Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
Viðtalið fer fram í íbúð ráðherrans fyrrverandi þar sem blaðamaðurinn lokast inni í skúmaskoti sem hann telur að geymi þau leyndarmál sem urðu valdhafanum að falli. Þar með hefst píslarganga unga mannsins og um leið leit hans að ljósinu sem hann þarf til að geta upplýst okkur um hver þessi kona er, hvernig hún komst til valda og hvað varð til þess að hún tók þá umdeildu ákvörðun sem markaði endalok hennar sem stjórnmálamanns. Og þótt atburðurinn sé aldrei nefndur á nafn í bókinni má vera ljóst að hann tengist þeirri ákvörðun að setja Íslendinga í hóp „viljugra þjóða“ þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. „Ég fékk mynd í höfuðið af einhverju ástandi sem mig langaði til að grafast nánar fyrir um,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hvernig hugmyndin hefði kviknað. „Myndin var af hinum rétthugsandi listamanni og blaðamanni, Baldvini Einarssyni, andspænis þessari gömlu íhaldskonu og fyrrverandi ráðherra, Men, eða Mjöll Elínborgu Njálsdóttur, sem hrökklast hafði úr embætti tuttugu árum fyrr.“ Mynd/Stefán Karlsson. Sigrún hafði vonast til þess að samtal þeirra myndi enda með einhvers konar uppgjöri og jafnvel iðrun af hálfu gömlu konunnar en þegar hún fann að það yrði ekki sérlega sannfærandi saga sendi hún unga manninn á klósettið. „Þar tók sagan nokkuð óvænta stefnu, breyttist úr samræðu um stjórnmál í eina æsilega en klassíska metafóru um leit að sannleika í svarta myrkri. Leit sem kannski má segja að sé stóra verkefni okkar allra í dag.“ Lesendur kynnast líka baksögu blaðamannsins unga, listrænum metnaði hans, fjölskylduhögum og misjafnlega meðvituðum pólitískum afskiptum hans. Og síðast en ekki síst kemur til sögunnar afkvæmi ráðherrans, hin „menningarsinnaði“ fasteignamógúll sem reynist að lokum örlagavaldur í lífi unga flautuleikarans. Sigrún Pálsdóttir er sagnfræðingur sem hefur jöfnum höndum skrifað sagnfræðirit og skáldsögur. Þekktustu bækur hennar á sviði sagnfræði eru Þóra biskups og ævisagan Sigrún og Friðgeir sem segir frá læknishjónum sem farast ásamt þremur ungum börnum sínum á leið frá New York til Íslands þegar Goðafoss er skotinn niður haustið 1944. Önnur skáldsaga Sigrúnar er Delluferðin þar sem höfundur spinnur skáldskap kringum sögulegar persónur og atburði á 19. öld. Fyrir þá skáldsögu fékk hún Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2021. „Ég hefði aldrei orðið rithöfundur nema af því ég fór að stunda sagnfræðirannsóknir. Þar fann ég svo að segja mína sögumannsrödd og uppgötvaði þann skáldskap og þá fegurð og furðu sem býr í sögulegum heimildum. Og þó ég líti ekki beinlínis á mig sem höfund sögulegra skáldsagna þá er fortíðin og heimildir alltaf stór hluti af mínum söguheimi þar sem persónur berjast við heimildirnar, búa þær til og falsa, eða taka ófrjálsri hendi.“ Men er hröð saga og grípandi, greinandi gamansaga um það sem límir saman pólitík, peninga og listir í þessu landi. Persónur eru bæði mjög kunnuglegar úr daglegu umhverfi okkar og sérkennilegar. Hér er fjallað um leit að ljósi, heigulshátt og hugrekki – þær hvatir sem kveikja og varðveita hugsjónir hins móralska meðalmanns sem við getum flest séð okkur sjálf í.
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira