Uppgötvaði holu fyrir utan heimilið: „Þetta bara hverfur hérna ofan í“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 15:30 Þorleifur prófaði meðal annars að reka spýtur ofan í holurnar. Vísir/Vilhelm Þorleifur Hjalti Alfreðsson, íbúi í Grindavík og rafvirki, uppgötvaði risastóra holu undir garði heima hjá sér í dag þar sem krakkarnir hans leika sér allajafna í fótbolta. Hann kemur kústi ofan í holuna án þess að ná til botns. Þorleifur birti myndbönd af holunni á samfélagsmiðlinum Facebook. Þau hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli enda vita Grindvíkingar ekki til fullnustu hvað bíður þeirra heima við. Þorleifur kom við heima hjá sér í dag í hádegispásunni en hann var staddur við rafvirkjastörf í bænum. „Hvað ætli sé að gerast hérna?“ spyr Þorleifur í myndbandinu þar sem hann myndar jörðina og stígur til jarðar. Sjá má myndbandið hér fyrir neðan. „Hér eru krakkarnir búnir að vera mikið í fótbolta, þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Sjáið þið. Það er ekkert undir þessu. Hér er þetta bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hérna heima. Hérna kemur sprunga.“ Þá prófar Þorleifur að fikta aðeins í holunni eins og hann lýsir því í næstu myndböndum. „Nú er ég farinn að pota aðeins í þetta. Sjáið þið. Þetta bara hverfur hérna ofan í. Það er eins gott að passa sig á þessu. Jæja. Nú er ég aðeins búinn að opna þetta. Sjáið þið. Kústurinn bara fer niður. Hvar endar þetta?“ spyr Þorleifur. Þetta það sem fólk óttast „Þetta er held ég svona einna helsta það sem fólk óttast hérna. Bara eins og hjá mér, maður er með fullt af börnum og þetta er úti á fótboltavellinum hjá þeim, inni á lóðinni,“ segir Þorleifur. Þorleifur býr ásamt fjölskyldu sinni, unnustu og þremur börnum á Staðarvör, skammt frá rauða svæðinu svokallaða. Þau dvelja nú í Norðlingaholti á meðan almannavarnir hafa lokað Grindavík. „Ég var í vinnunni og var með nesti og ákvað að skjótast bara heim. Ég var ekkert að leita að neinu þarna, ég bara labba þarna á lóðinni og finn þetta.“ Eins og sjá má er sprungan í miðjum garðinum, þar sem krakkarnir leika sér meðal annars í fótbolta.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að lýsa líðaninni Björgunarsveit hefur verið að störfum við sprungumerkingar. Þorleifur gekk með björgunarsveitarmönnum eftir sprungunni og fór hún í gegnum lóðina hjá Þorleifi og yfir á næstu lóð og út á götu. Hvernig líður þér eftir að hafa séð þessa holu fyrir utan húsið þitt? „Ég veit það ekki. Það er enginn í jafnvægi. Það eru allir bara upp og niður. Förum við heima á morgun? Eða aldrei? Og allt þar á milli. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla. Þó að maður sé með húsaskjól og vinnu áfram og allir á lífi, þá samt einhvern veginn...er þetta bara skrítið.“ Séð ofan í holuna. Vísir/Vilhelm Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þorleifur birti myndbönd af holunni á samfélagsmiðlinum Facebook. Þau hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli enda vita Grindvíkingar ekki til fullnustu hvað bíður þeirra heima við. Þorleifur kom við heima hjá sér í dag í hádegispásunni en hann var staddur við rafvirkjastörf í bænum. „Hvað ætli sé að gerast hérna?“ spyr Þorleifur í myndbandinu þar sem hann myndar jörðina og stígur til jarðar. Sjá má myndbandið hér fyrir neðan. „Hér eru krakkarnir búnir að vera mikið í fótbolta, þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Sjáið þið. Það er ekkert undir þessu. Hér er þetta bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hérna heima. Hérna kemur sprunga.“ Þá prófar Þorleifur að fikta aðeins í holunni eins og hann lýsir því í næstu myndböndum. „Nú er ég farinn að pota aðeins í þetta. Sjáið þið. Þetta bara hverfur hérna ofan í. Það er eins gott að passa sig á þessu. Jæja. Nú er ég aðeins búinn að opna þetta. Sjáið þið. Kústurinn bara fer niður. Hvar endar þetta?“ spyr Þorleifur. Þetta það sem fólk óttast „Þetta er held ég svona einna helsta það sem fólk óttast hérna. Bara eins og hjá mér, maður er með fullt af börnum og þetta er úti á fótboltavellinum hjá þeim, inni á lóðinni,“ segir Þorleifur. Þorleifur býr ásamt fjölskyldu sinni, unnustu og þremur börnum á Staðarvör, skammt frá rauða svæðinu svokallaða. Þau dvelja nú í Norðlingaholti á meðan almannavarnir hafa lokað Grindavík. „Ég var í vinnunni og var með nesti og ákvað að skjótast bara heim. Ég var ekkert að leita að neinu þarna, ég bara labba þarna á lóðinni og finn þetta.“ Eins og sjá má er sprungan í miðjum garðinum, þar sem krakkarnir leika sér meðal annars í fótbolta.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að lýsa líðaninni Björgunarsveit hefur verið að störfum við sprungumerkingar. Þorleifur gekk með björgunarsveitarmönnum eftir sprungunni og fór hún í gegnum lóðina hjá Þorleifi og yfir á næstu lóð og út á götu. Hvernig líður þér eftir að hafa séð þessa holu fyrir utan húsið þitt? „Ég veit það ekki. Það er enginn í jafnvægi. Það eru allir bara upp og niður. Förum við heima á morgun? Eða aldrei? Og allt þar á milli. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla. Þó að maður sé með húsaskjól og vinnu áfram og allir á lífi, þá samt einhvern veginn...er þetta bara skrítið.“ Séð ofan í holuna. Vísir/Vilhelm
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent