Enn kvikuþrýstingur og hrinan kom á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 18:52 Biðin eftir að kvikugangurinn róist gæti tekið mun lengri tíma. Þessi mynd var tekin í dag skammt frá Grindavík. Fáir nýttu daginn til að kíkja heim nema helst viðgerðarmenn. vísir/vilhelm Kvikugangurinn við Grindavík gæti verið breiðari en áður var áætlað og storknun hans gæti tekið mun lengri tíma, miðað við nýjustu líkön. Jarðskjálftafræðingur segir nýjustu jarðskjálftahrinu sýna að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Frá þessu greinir Veðurstofan og styðst við aflögunargögn frá GPS mælum og gervitunglum. „Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Hrinan kom á óvart Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands sem segir að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Það er í raun enn kvika á hreyfingu, á þriggja til fimm kílómetra dýpi, fyrir miðju gangsins. Almannavarnir eru enn á hættustigi og það er enn full ástæða til að vera á tánum. Það er of snemmt að segja að einhverju sé að ljúka hér,“ segir Kristín. Hún segir skjálftahrinuna hafa komið á óvart. „Við höfum séð að hver dagur er sér líkur, þessi kvikugangur minnir þarna á sig. Það er full ástæða til að fylgjast áfram vel með.“ Hún segir nýjustu líkön sýna að mest kvka sé fyrir miðju gangsins. Þar muni taka lengstan tíma fyrir kvikuna til að storkna. Fremur nokkrir mánuðir Skjálftavirkni við ganginn hefur verið stöðug síðustu daga, en skammlíf hrina smáskjalfta gekk yfir í nótt. „Mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð.“ Þenslan haldi áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. „Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslunni að lokum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Frá þessu greinir Veðurstofan og styðst við aflögunargögn frá GPS mælum og gervitunglum. „Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Hrinan kom á óvart Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands sem segir að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Það er í raun enn kvika á hreyfingu, á þriggja til fimm kílómetra dýpi, fyrir miðju gangsins. Almannavarnir eru enn á hættustigi og það er enn full ástæða til að vera á tánum. Það er of snemmt að segja að einhverju sé að ljúka hér,“ segir Kristín. Hún segir skjálftahrinuna hafa komið á óvart. „Við höfum séð að hver dagur er sér líkur, þessi kvikugangur minnir þarna á sig. Það er full ástæða til að fylgjast áfram vel með.“ Hún segir nýjustu líkön sýna að mest kvka sé fyrir miðju gangsins. Þar muni taka lengstan tíma fyrir kvikuna til að storkna. Fremur nokkrir mánuðir Skjálftavirkni við ganginn hefur verið stöðug síðustu daga, en skammlíf hrina smáskjalfta gekk yfir í nótt. „Mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð.“ Þenslan haldi áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. „Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslunni að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira