ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2023 19:20 Finnbjörn A, Hermannsson forseti ASÍ segir greinilegt að ekki væru allir tilbúnir til að leggja sitt lóð á vogarskálar í baráttunni við verðbólguna. Stöð 2/Ívar Fannar Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. Samninganefnd Alþýðusambandsins réði ráðum sínum á fundi í dag ítengslum við gerð nýrra kjarasamninga á almennum markaði eftir að núgildandi skammtímasamningar renna úr gildi hinn 31. janúar. Seðlabankinn hefur kallað eftir því að allir leggist á eitt við að ná niður verðbólgunni, bæði aðilar vinnumarkaðarins, hið opinbera og verslunin í landinu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir samhljóm innan verkalýðshreyfingarinnar um að félög og landssambönd gangi sameignlega til nýrra langtíma kjarasamninga. „En þetta er það stórt verkefni að verkalýðshreyfingin ein og sér stendur ekki undir því að minnka verðbólgu hér og lækka vexti og annað þess háttar sem þarf til,“ segir Finnbjörn. Verkalýðshreyfingin kalli eftir ábyrgð annarra aðila eins og ríkis, sveitarfélaga, verslunar og fleiri. Engin teikn væru hins vegar á lofti um að þessir aðilar væru að gera eitthvað til koma til móts við verkalýðshreyfinguna í baráttunni við verðbólguna. „Nýjasta dæmið eru þessar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaganna. Þetta hægir dálítið áverkefninu hjá okkur. Þannig að við förum alltaf að vera varfærari og varfærari og þurfum alltaf fleiri og fleiri öryggisventla í komandi kjarasamninga,“ segir forseti ASÍ. Sveitarfélögin ræða þessa dagana fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár meðgjaldskrárhækkunum frá fimm til þrjátíu prósent. Önnur umræða fjárlaga hefst síðan á Alþingi í næstu viku. Forseti ASÍ segir einu fyrirheitin í fjárlagafrumvarpinu að gjaldskrár hækkuðu ekki meira en um 2,5 prósent. Ekkert væri aftur á móti komið til móts við kröfur varðandi barna- og vaxtabætur og önnur tilfærslukerfi. Miklar verðbólguvæntingar bendi til að fyrirtæki ætli að hleypa öllum hækkunum út í verðlagið. „Það eru mjög margir sem hafa áhrif á hvernig við verjum laununum okkar. Þá skiptir máli að allir taki sína ábyrgð og standi undir henni. Það eru ekki allir tilbúnir til þess og margir sem eru ekki farnir að sýna á spilin um hvað þeir ætli að gera. Allir eru að kalla eftir ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar en það eru fleiri sem þurfa að vera ábyrgir,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn ASÍ Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina skila auðu í baráttunni við verðbólguna Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs. 29. nóvember 2023 20:06 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03 Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans ekki borgarinnar að útvega túlk Veðurstofa geti sagt fyrir um eldgos með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Samninganefnd Alþýðusambandsins réði ráðum sínum á fundi í dag ítengslum við gerð nýrra kjarasamninga á almennum markaði eftir að núgildandi skammtímasamningar renna úr gildi hinn 31. janúar. Seðlabankinn hefur kallað eftir því að allir leggist á eitt við að ná niður verðbólgunni, bæði aðilar vinnumarkaðarins, hið opinbera og verslunin í landinu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir samhljóm innan verkalýðshreyfingarinnar um að félög og landssambönd gangi sameignlega til nýrra langtíma kjarasamninga. „En þetta er það stórt verkefni að verkalýðshreyfingin ein og sér stendur ekki undir því að minnka verðbólgu hér og lækka vexti og annað þess háttar sem þarf til,“ segir Finnbjörn. Verkalýðshreyfingin kalli eftir ábyrgð annarra aðila eins og ríkis, sveitarfélaga, verslunar og fleiri. Engin teikn væru hins vegar á lofti um að þessir aðilar væru að gera eitthvað til koma til móts við verkalýðshreyfinguna í baráttunni við verðbólguna. „Nýjasta dæmið eru þessar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaganna. Þetta hægir dálítið áverkefninu hjá okkur. Þannig að við förum alltaf að vera varfærari og varfærari og þurfum alltaf fleiri og fleiri öryggisventla í komandi kjarasamninga,“ segir forseti ASÍ. Sveitarfélögin ræða þessa dagana fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár meðgjaldskrárhækkunum frá fimm til þrjátíu prósent. Önnur umræða fjárlaga hefst síðan á Alþingi í næstu viku. Forseti ASÍ segir einu fyrirheitin í fjárlagafrumvarpinu að gjaldskrár hækkuðu ekki meira en um 2,5 prósent. Ekkert væri aftur á móti komið til móts við kröfur varðandi barna- og vaxtabætur og önnur tilfærslukerfi. Miklar verðbólguvæntingar bendi til að fyrirtæki ætli að hleypa öllum hækkunum út í verðlagið. „Það eru mjög margir sem hafa áhrif á hvernig við verjum laununum okkar. Þá skiptir máli að allir taki sína ábyrgð og standi undir henni. Það eru ekki allir tilbúnir til þess og margir sem eru ekki farnir að sýna á spilin um hvað þeir ætli að gera. Allir eru að kalla eftir ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar en það eru fleiri sem þurfa að vera ábyrgir,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn ASÍ Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina skila auðu í baráttunni við verðbólguna Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs. 29. nóvember 2023 20:06 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03 Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans ekki borgarinnar að útvega túlk Veðurstofa geti sagt fyrir um eldgos með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Segir ríkisstjórnina skila auðu í baráttunni við verðbólguna Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs. 29. nóvember 2023 20:06
Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03
Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44
Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21