Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Árni Sæberg skrifar 30. nóvember 2023 23:32 Edda Björk og dóttir hennar, Ragnheiður Bríet, í sumarbústað fjölskyldunnar með dalmatíuhunda þeirra. Edda Björk stendur í hatrammri forræðisdeilu við barnsföður sinn sem lýtur að þremur sonum þeirra. Vísir/Magnús Hlynur Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi hennar, í samtali við Vísi. Hann segir að fangelsinu á Hólmsheiði, þar sem Edda Björk sætir nú gæsluvarðhaldi, hafi borist símtal frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um að Edda Björk yrði sótt í fangelsið í kvöld og í framhaldinu flutt til Noregs. Edda Björk var handtekin í fyrrakvöld á grundvelli norrænnar handtökuskipunar og úrskurðuð í gæsluvarðhald í framhaldi af því. Jóhannes Karl segir að sá úrskurður hafi verið kærður til Landsréttar en niðurstaða hans liggi ekki enn fyrir. Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum en Edda Björk flutti þá til Íslands. Krefst þess að Edda verði ekki afhent úr varðhaldi Jóhannes Karl segist hafa fyrir skömmu gert kröfu til þess héraðsdómara sem kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurðinn að hann úrskurði þegar í stað, á grundvelli laga um meðferð sakamála, að Edda Björk verði ekki afhent úr varðhaldinu fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. Í samtali við Vísi segir hann að úrskurðar Landsréttar hafi verið vænta í dag eða í síðasta lagi á morgun og að Edda Björk hafi búist við því að hafa morgundaginn til þess að ganga frá sínum málum ef til þess kæmi að úrskurðurinn yrði staðfestur. Verði hún flutt til Noregs í nótt sé búið að svipta hana rétti hennar til þess að skjóta máli sínu til æðra dómstóls. „Þetta er auðvitað risastórt áfall.“ Fresta eigi afhendingu á grundvelli mannúðarsjónarmiða Jóhannes Karl segir að Landsréttur hafi staðfest endanlega ákvörðun Héraðssaksóknara um afhendingu Eddu Bjarkar til Noregs föstudaginn 24. nóvember. Í lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar segir að þegar endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli norrænnar handtökuskipunar liggur fyrir skuli afhenda eftirlýstan mann innan fimm sólarhringa. Hins vegar segir í lögunum að ríkissaksóknara sé heimilt að fresta afhendingu ef ríkar mannúðarástæður mæla með því. Jóhannes Karl segir að hann hafi fært rök fyrir því að ríkar mannúðarástæður mæli með frestun afhendingar Eddu Bjarkar þar sem dagsetning réttarhalda yfir henni í Noregi hafi ekki verið ákveðin. Með því að afhenda hana norskum yfirvöldum sé verið að afhenda hana í ótímabundið gæsluvarðhald ytra. Má ekki hringja í verjanda sinn Jóhannes Karl segist hafa fengið símtal frá Eddu Björk úr fangelsinu í kvöld þar sem hún tjáði honum hvað til stendur. Nú sé klukkan hins vegar orðin 22 og því megi hún ekki nota síma fangelsins. Því séu hann og fjölskylda Eddu Bjarkar algjörlega ómeðvituð um það hvað gerist næst. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03 Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28. nóvember 2023 22:57 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi hennar, í samtali við Vísi. Hann segir að fangelsinu á Hólmsheiði, þar sem Edda Björk sætir nú gæsluvarðhaldi, hafi borist símtal frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um að Edda Björk yrði sótt í fangelsið í kvöld og í framhaldinu flutt til Noregs. Edda Björk var handtekin í fyrrakvöld á grundvelli norrænnar handtökuskipunar og úrskurðuð í gæsluvarðhald í framhaldi af því. Jóhannes Karl segir að sá úrskurður hafi verið kærður til Landsréttar en niðurstaða hans liggi ekki enn fyrir. Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum en Edda Björk flutti þá til Íslands. Krefst þess að Edda verði ekki afhent úr varðhaldi Jóhannes Karl segist hafa fyrir skömmu gert kröfu til þess héraðsdómara sem kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurðinn að hann úrskurði þegar í stað, á grundvelli laga um meðferð sakamála, að Edda Björk verði ekki afhent úr varðhaldinu fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. Í samtali við Vísi segir hann að úrskurðar Landsréttar hafi verið vænta í dag eða í síðasta lagi á morgun og að Edda Björk hafi búist við því að hafa morgundaginn til þess að ganga frá sínum málum ef til þess kæmi að úrskurðurinn yrði staðfestur. Verði hún flutt til Noregs í nótt sé búið að svipta hana rétti hennar til þess að skjóta máli sínu til æðra dómstóls. „Þetta er auðvitað risastórt áfall.“ Fresta eigi afhendingu á grundvelli mannúðarsjónarmiða Jóhannes Karl segir að Landsréttur hafi staðfest endanlega ákvörðun Héraðssaksóknara um afhendingu Eddu Bjarkar til Noregs föstudaginn 24. nóvember. Í lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar segir að þegar endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli norrænnar handtökuskipunar liggur fyrir skuli afhenda eftirlýstan mann innan fimm sólarhringa. Hins vegar segir í lögunum að ríkissaksóknara sé heimilt að fresta afhendingu ef ríkar mannúðarástæður mæla með því. Jóhannes Karl segir að hann hafi fært rök fyrir því að ríkar mannúðarástæður mæli með frestun afhendingar Eddu Bjarkar þar sem dagsetning réttarhalda yfir henni í Noregi hafi ekki verið ákveðin. Með því að afhenda hana norskum yfirvöldum sé verið að afhenda hana í ótímabundið gæsluvarðhald ytra. Má ekki hringja í verjanda sinn Jóhannes Karl segist hafa fengið símtal frá Eddu Björk úr fangelsinu í kvöld þar sem hún tjáði honum hvað til stendur. Nú sé klukkan hins vegar orðin 22 og því megi hún ekki nota síma fangelsins. Því séu hann og fjölskylda Eddu Bjarkar algjörlega ómeðvituð um það hvað gerist næst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03 Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28. nóvember 2023 22:57 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03
Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28. nóvember 2023 22:57
Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55
Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55