Íbúum í Skagafirði fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2023 14:31 Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði, sem er að sjálfsögðu mjög ánægður með hvað íbúum er að fjölga mikið í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Skagafjarðar fjölgar og fjölgar og eru nú orðnir rúmlega fjögur þúsund og fjögur hundruð en alls hefur fjölgað um 80 íbúa á árinu. Mikið er byggt út um allt í sveitarfélaginu en það, sem skortir eru vinnandi hendur því næga atvinnu er að hafa í Skagafirði. Skagafjörður er sveitarfélag, sem varð til 6. júní 1998 við sameiningu 11 sveitarfélaga í Skagafirði. Sauðárkrókur er lang stærst bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu. Sigfús Ingi Sigfússon er sveitarstjóri í Skagafirði. „Hér er lífið bara mjög gott nú sem endranær. Það er uppgangur hér og talsverð fjölgun íbúa í öllum póstnúmerum, bæði dreifbýli og þéttbýli. Hér vantar í rauninni fleiri hendur til starfa og við glímum við það eins og önnur sveitarfélög að fylgja á eftir þessum vexti með því að fjölga íbúðum þannig að fólk geti flutt hingað. Ætli okkur hafi ekki fjölgað um svona 80 manns á þessu ári og gæti verið enn meira eins og ég segi með auknum byggingarhraða og framkvæmdum,“ segir Sigfús Ingi. Sauðárkrókur er langstærsti bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Skagafjörðinn? „Það er það gleðilega að þetta eru bæði heimamenn, sem eru kannski að snúa aftur eða fólk, sem hefur einhverja tengingu hingað en svo er bara í vaxandi mæli fólki að flytja hingað, sem sér kosti dreifbýlis umfram þéttbýlis, sem hefur enga tengingu við staðinn og líkar hér mjög vel og festir rætur.“ Og atvinnumálin, hvernig er staðan þar? „Já, ætli við séum ekki með eitthvert læsta atvinnuleysið á landinu. Eins og ég segi, hér vantar bara hendur og það er margt fram undan á næsta ári, bæði af hálfu okkar sveitarfélagsins í framkvæmdum og einnig annarra aðila,“ segir Sigfús Ingi. Skagafjörður Mannfjöldi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Skagafjörður er sveitarfélag, sem varð til 6. júní 1998 við sameiningu 11 sveitarfélaga í Skagafirði. Sauðárkrókur er lang stærst bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu. Sigfús Ingi Sigfússon er sveitarstjóri í Skagafirði. „Hér er lífið bara mjög gott nú sem endranær. Það er uppgangur hér og talsverð fjölgun íbúa í öllum póstnúmerum, bæði dreifbýli og þéttbýli. Hér vantar í rauninni fleiri hendur til starfa og við glímum við það eins og önnur sveitarfélög að fylgja á eftir þessum vexti með því að fjölga íbúðum þannig að fólk geti flutt hingað. Ætli okkur hafi ekki fjölgað um svona 80 manns á þessu ári og gæti verið enn meira eins og ég segi með auknum byggingarhraða og framkvæmdum,“ segir Sigfús Ingi. Sauðárkrókur er langstærsti bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Skagafjörðinn? „Það er það gleðilega að þetta eru bæði heimamenn, sem eru kannski að snúa aftur eða fólk, sem hefur einhverja tengingu hingað en svo er bara í vaxandi mæli fólki að flytja hingað, sem sér kosti dreifbýlis umfram þéttbýlis, sem hefur enga tengingu við staðinn og líkar hér mjög vel og festir rætur.“ Og atvinnumálin, hvernig er staðan þar? „Já, ætli við séum ekki með eitthvert læsta atvinnuleysið á landinu. Eins og ég segi, hér vantar bara hendur og það er margt fram undan á næsta ári, bæði af hálfu okkar sveitarfélagsins í framkvæmdum og einnig annarra aðila,“ segir Sigfús Ingi.
Skagafjörður Mannfjöldi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira