Ummæli forseta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja áhyggjur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2023 16:03 Ahmed Al Jaber á setningarathöfn COP28. EPA-EFE/ALI HAIDER Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að forsetinn hafi látið ummælin falla á fjarfundi sem haldinn var í aðdraganda ráðstefnunnar þann 21. nóvember síðastliðinn. Al Jaber er ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem halda ráðstefnuna. Á fundinum lýsti Mary Robinson, fyrrverandi erindreki Sameinuðu þjóðanna í loftlagsmálum, yfir áhyggjum af því að ríki heims hefðu ekki komið sér saman um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Skoraði hún á Al Jaber að beita sér fyrir því. „Ég samþykkti að mæta til þessa funda til að eiga í uppbyggilegum samræðum. Ég mun ekki taka þátt í umræðum sem byggja á hræðsluáróðri,“ svaraði Al Jaber þá. „Það eru engin vísindi til staðar sem benda til þess að það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis sé það sem mun stöðva 1,5 gráðu hækkun.“ Þá kom til frekari orðaskipta á milli þeirra en Al Jaber skipti ekki um skoðun. Hann sagði að ekki væri hægt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis en tryggja á sama tíma sjálfbæra þróun, nema fólk hafi í hyggju að gera menn aftur að hellisbúum, eins og hann orðaði það. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ummæli Al Jaber valdi þeim miklu hugarangri. Þau séu beinlínis röng en Guardian ræðir meðal annars við Friederike Otto, prófessor við Imperial College í London og Sir David King, ráðgjafa breskra stjórnvalda í loftlagsmálum. Sá segir það koma sér á óvart að forseti COP28 tali með slíkum hætti. Það sé alveg ljóst að notkun jarðefnaeldsneytis hafi bein áhrif á hnattræna hlýnun. Vísindin hafi legið fyrir í áratugi. Þá sagði Antonio Guiterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í setningarræðu COP28 að vísindin væru á hreinu, mannkynið yrði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að forsetinn hafi látið ummælin falla á fjarfundi sem haldinn var í aðdraganda ráðstefnunnar þann 21. nóvember síðastliðinn. Al Jaber er ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem halda ráðstefnuna. Á fundinum lýsti Mary Robinson, fyrrverandi erindreki Sameinuðu þjóðanna í loftlagsmálum, yfir áhyggjum af því að ríki heims hefðu ekki komið sér saman um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Skoraði hún á Al Jaber að beita sér fyrir því. „Ég samþykkti að mæta til þessa funda til að eiga í uppbyggilegum samræðum. Ég mun ekki taka þátt í umræðum sem byggja á hræðsluáróðri,“ svaraði Al Jaber þá. „Það eru engin vísindi til staðar sem benda til þess að það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis sé það sem mun stöðva 1,5 gráðu hækkun.“ Þá kom til frekari orðaskipta á milli þeirra en Al Jaber skipti ekki um skoðun. Hann sagði að ekki væri hægt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis en tryggja á sama tíma sjálfbæra þróun, nema fólk hafi í hyggju að gera menn aftur að hellisbúum, eins og hann orðaði það. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ummæli Al Jaber valdi þeim miklu hugarangri. Þau séu beinlínis röng en Guardian ræðir meðal annars við Friederike Otto, prófessor við Imperial College í London og Sir David King, ráðgjafa breskra stjórnvalda í loftlagsmálum. Sá segir það koma sér á óvart að forseti COP28 tali með slíkum hætti. Það sé alveg ljóst að notkun jarðefnaeldsneytis hafi bein áhrif á hnattræna hlýnun. Vísindin hafi legið fyrir í áratugi. Þá sagði Antonio Guiterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í setningarræðu COP28 að vísindin væru á hreinu, mannkynið yrði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira