Úlfúð í íslensku skáksamfélagi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 23:03 Misklíð er í íslensku skáksamfélagi vegna mótaraðar í Fischer-slembiskák sem fór fram á dögunum. Vísir/Samsett Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla. Margir skákmenn undra sig á því að einstaklingur hafi verið valinn til þátttöku í mótinu sem ekki var sá stigahæsti meðal þeirra sem náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Varaborgarfulltrúa boðið sæti Helga Áss Grétarsyni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var boðið sæti í úrslitakeppni á þeim forsendum að hann væri sá næsti á alþjóðlegum stigalista FIDE. Hann skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu. „Vegna forfalla var mér í fyrradag boðin þátttaka í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák, jafnvel þótt ég hafi ekki tekið þátt í undanrásunum. Sú ákvörðun mótshaldara að bjóða mér að taka þátt hefur verið gagnrýnd og mér þykir miður að sterkir skákmenn hættu við að taka þátt í mótinu útaf þessu,“ segir Helgi. Mun aldrei samþykkja þessa aðferðarfræði Eins og fram kom áður drógu fjórir sig úr keppni vegna atviksins og einn þeirra er Davíð Kjartansson stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar og alþjóðlegur skákmeistari. Hann skrifaði einnig færslu inn á síðuna þar sem hann lýsti ástæðum þess að hafa dregið sig úr keppni. Davíð Kjartansson er alþjóðlegur skákmeistari og stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar.Skák.is „Réttast hefði verið ganga niður línuna. En af hverju var það ekki gert? Útskýringarnar sem ég heyrði voru að þetta væri vilji styrktarðila þ.e. að bjóða þátttakanda sem ekki tók þátt í undanrásum plássið. Gott og vel, ef þetta er orðið þannig á Íslandsmótum í skák að styrktaraðili hefur vald yfir því hvernig mótið fer fram og hverjir taka þátt mætti bara taka það strax fram,“ segir Davíð. Hann segir það ósanngjarnt að sá sem lenti í 11. sæti hafi ekki verið boðin þátttaka og veltir því fyrir sér hvers vegna keppendur voru látnir þreyta undankeppnina yfirhöfuð. „Ég er ekki sammála og á aldrei eftir að samþykkja þessa aðferðarfræði. Þeir sem tefla í undanrásum eru þeir einu sem eiga rétt á að tefla í úrslitum á Íslandsmóti sbr. aðrar íþróttir,“ bætir hann við. „Algerlega óásættanlegt“ Jón Viktor Gunnarsson var annar þeirra sem drógu sig úr keppni og lýsir hann framferði mótshaldara sem kjaftshöggi. „Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig hlutir atvikuðust núna með Íslandsmótið í Slembiskák. Ég hef ákveðið að segja sæti mínu lausu í úrslitamótinu vegna forsendubrests. Þegar um Íslandsmót er að ræða verða forsendur að halda og ekki hægt að leyfa sér sérhagsmunagæslu sama hvað styrktaraðili vill,“ skrifar hann. Jón Viktor Guðmundsson sagði sig úr keppni á mótinu vegna þess sem hann lýsir sem forsendubrests.Skák.is Jón segir málið vera prinsippatriði og taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna sem hann birti einnig á síðuna Íslenskir skákmenn. „Það er algerlega óásættanlegt af minni hálfu og alger forsendubrestur á Íslandsmóti sem getur ekki leyft sér vinagreiða. Því hef ég ákveðið að segja mig úr mótinu,“ segir Jón að lokum. Skák Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Margir skákmenn undra sig á því að einstaklingur hafi verið valinn til þátttöku í mótinu sem ekki var sá stigahæsti meðal þeirra sem náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Varaborgarfulltrúa boðið sæti Helga Áss Grétarsyni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var boðið sæti í úrslitakeppni á þeim forsendum að hann væri sá næsti á alþjóðlegum stigalista FIDE. Hann skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu. „Vegna forfalla var mér í fyrradag boðin þátttaka í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák, jafnvel þótt ég hafi ekki tekið þátt í undanrásunum. Sú ákvörðun mótshaldara að bjóða mér að taka þátt hefur verið gagnrýnd og mér þykir miður að sterkir skákmenn hættu við að taka þátt í mótinu útaf þessu,“ segir Helgi. Mun aldrei samþykkja þessa aðferðarfræði Eins og fram kom áður drógu fjórir sig úr keppni vegna atviksins og einn þeirra er Davíð Kjartansson stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar og alþjóðlegur skákmeistari. Hann skrifaði einnig færslu inn á síðuna þar sem hann lýsti ástæðum þess að hafa dregið sig úr keppni. Davíð Kjartansson er alþjóðlegur skákmeistari og stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar.Skák.is „Réttast hefði verið ganga niður línuna. En af hverju var það ekki gert? Útskýringarnar sem ég heyrði voru að þetta væri vilji styrktarðila þ.e. að bjóða þátttakanda sem ekki tók þátt í undanrásum plássið. Gott og vel, ef þetta er orðið þannig á Íslandsmótum í skák að styrktaraðili hefur vald yfir því hvernig mótið fer fram og hverjir taka þátt mætti bara taka það strax fram,“ segir Davíð. Hann segir það ósanngjarnt að sá sem lenti í 11. sæti hafi ekki verið boðin þátttaka og veltir því fyrir sér hvers vegna keppendur voru látnir þreyta undankeppnina yfirhöfuð. „Ég er ekki sammála og á aldrei eftir að samþykkja þessa aðferðarfræði. Þeir sem tefla í undanrásum eru þeir einu sem eiga rétt á að tefla í úrslitum á Íslandsmóti sbr. aðrar íþróttir,“ bætir hann við. „Algerlega óásættanlegt“ Jón Viktor Gunnarsson var annar þeirra sem drógu sig úr keppni og lýsir hann framferði mótshaldara sem kjaftshöggi. „Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig hlutir atvikuðust núna með Íslandsmótið í Slembiskák. Ég hef ákveðið að segja sæti mínu lausu í úrslitamótinu vegna forsendubrests. Þegar um Íslandsmót er að ræða verða forsendur að halda og ekki hægt að leyfa sér sérhagsmunagæslu sama hvað styrktaraðili vill,“ skrifar hann. Jón Viktor Guðmundsson sagði sig úr keppni á mótinu vegna þess sem hann lýsir sem forsendubrests.Skák.is Jón segir málið vera prinsippatriði og taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna sem hann birti einnig á síðuna Íslenskir skákmenn. „Það er algerlega óásættanlegt af minni hálfu og alger forsendubrestur á Íslandsmóti sem getur ekki leyft sér vinagreiða. Því hef ég ákveðið að segja mig úr mótinu,“ segir Jón að lokum.
Skák Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira