Fantasía sem mótaðist á heimshornaflakki Bókabeitan 7. desember 2023 14:00 Fanney Hrund Hilmarsdóttir rithöfundur hefur sent frá sér spennutrylli fyrir unglinga. Fanney Hrund Hilmarsdóttir hefur sent frá sér bókina Dreim – Fall Draupnis en það er fyrsta bókin í þríleik um fantasíuheiminn Dreim. Áður hafði Fanney kynnt lesendum sömu persónur í sinni fyrstu skáldsögu, Fríríkinu, sem kom út 2021. Hún segir Dreim – Fall Draupnis heimspekitrylli fyrir unglinga og fantasíufólk, fantasíusögu sem feli í sér vísanir í heimssöguna. „Þríleiknum er í grunninn ætlað að vera ákveðin hugvekja. Það kemur í raun af tvennu; annars vegar hvernig hugmyndin af veröldinni Dreim kviknaði upphaflega og hins vegar vegna þess hvernig sagan þróaðist á flakki okkar hjóna um heiminn. Að því sögðu er það auðvitað ævintýraför þessa hóps í gegnum Dreim sem er aðalatriðið. Hvað finnst undir yfirborði sögunnar verður hver og einn lesandi að finna út sjálfur – enda endurspeglar lestur okkar á sögum, rétt eins og lestur okkar á lífið, alltaf okkur sjálf,“ segir Fanney. Allt í gang eftir U-beygju Fanney Hrund segir söguna eiga sér langan aðdraganda og hafi fyrst kviknað þegar hún var í lögfræðinámi. Hún ýtti þó hugmyndinni til hliðar og einbeitti sér að náminu og síðar starfi sínu sem lögfræðingur og héraðsdómslögmaður. Sagan braust þó fram að lokum og mótaðist eins og Fanney segir, á ævintýralegu flakki þeirra hjóna um heiminn. „Veröldin Dreim spratt upp af kenningu réttarheimspekingsins John Rawls um fávísifeldinn (e. Veil of Ignorance) þegar ég var fjórða árs laganemi. En ég held að hluta af mér hafi þótt það fullkomlega óraunhæft að verða rithöfundur, að það væri bara fyrir einhverja örfáa útvalda. Sex árum síðar fylltist magi minn þó enn af fiðrildum í hvert sinn sem ég hugsaði um veröldina Dreim. Ég tók því loks hina þekktu U-beygju, hentist út af beinum augljósum vegi, og hef síðan þá hossast alsæl á minni kræklóttu kindagötu. Á þeim tímapunkti fléttuðust nokkrir þræðir saman. Okkur hafði langað til að ferðast áður en við festum almennilega rætur. Þær rætur langaði okkur að festa í sveit og stefna að meira hæglæti en höfðum ekki fundið rétta staðinn. Steinþór, maðurinn minn, var á þessum tíma hálfnaður með viðbótarnám í utanspítalalækningum og stóð til boða að taka síðari hlutann í Ástralíu. Úr öllu þessu varð að við sögðum upp störfum okkar, seldum íbúðina og fórum af stað með bakpokann og söguna. Í huga mínum ómuðu orð mömmu og ömmu sem báðar hafa skrifað allt sitt líf og stungið ofan í skúffu: Skrifaðu, en gerð þú eitthvað við það. Mér fannst eins og ég þyrfti að láta á þetta reyna, fyrir okkur allar þrjár." Alls engin lúxusreisa Þau hjónin vor á ferðinni í tvö á, eitt ár á flakki um Afríku og Asíu, annað á flakki og við störf í Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Ferðalagið var nánast ekkert skipulagt fyrirfram og alls engin lúxusreisa, sem Fanney segir að hafi gert upplifunina sterkari. „Það var einmitt það hversu peningurinn var naumt skammtaður og viljinn til að ganga í gegnum passlegan skammt af óþægindum sem breytti þessu úr ferðalagi í ævintýri. Þegar óvíst er hversu lengi flakkið varir er nauðsynlegt að lifa spart og þannig varð leiðin oft ansi hlykkjótt. Niðurstaðan varð lífsreynsla sem – skemmtilegt nokk – verður aldrei metin til fjár ,“ segir Fanney Hrund. „Ferðalagið spannaði yfir 25.000 kílómetra á landi í Afríku og var á köflum ansi skrautlegt. Við leigðum ódýrustu bíltíkina í Höfðaborg og ókum af stað en urðum fyrir bavíanaárás í fyrsta stoppi og þurftum að flýja með þá hangandi hálfa inn um gluggana, urðum næstum bensínlaus í Kalahari eyðimörkinni, sáum sólina rísa á hæstu sandöldu Namibíu og syntum fram á brún Viktoríufossa í Sambíu. Við sigldum á drekkhlöðnum árabát út í skip í svartamyrkri um miðja nótt á Malavívatni, tókum þátt í danshátíð eyjaskeggja á Likoma-eyju og þraukuðum nokkrar 10-15 tíma rútuferðir ásamt þrjátíu tíma lestarferð til Tansaníu þar sem við borðuðum hvað sem við fengum afhent af teinunum þegar við réttum pening út um lestargluggana. Við spiluðum fótbolta við stráka úr Maasai Mara ættbálki sem búa í Ngorgoro, umkringdir villidýrum, lentum í umferðarteppu vegna ljónapars sem var í ástarleik á veginum, stóðum í þrúgandi þögninni við fjöldagrafreitinn í Kigali, Rúanda og horfðumst svo í augu við górillur við landamæri Úganda og Kongó. Við ákváðum alltaf samdægurs hvar við myndum gista og vorum oftast í heimagistingu. Við hristumst með öllum mögulegum og ómögulegum farartækjum og kynntumst heimamönnum, lífi þeirra og lífsbaráttu og eftir situr það allra dýrmætasta sem hægt er að eignast á slíku ferðalagi,“ segir Fanney Hrund og heldur áfram. „Við tók stutt stopp í Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þaðan héldum við til Laos, Tælands og Víetnam. Víetnam á sérstakan stað í hjartanu ásamt Úganda og Tasmaníu. Maturinn, samfélagsgerðin, seiglan og svo er fegurð hálendisins í norðri engri lík. Þarna sváfum við, eins og oftast á okkar ferðalagi, heima hjá fjölskyldum, drukkum heimabruggað hrísgrjónavín og tókum þátt í mjög metnaðarfullu fjölskyldu-karíókí. Svo lögðumst við á teppi á gólfið og sváfum í kuldanum. Það voru nefnilega engar rúður í gluggunum. Eftir að hafa skilið við Víetnam með trega fórum við aftur til Tælands, þaðan til Malasíu, Singapúr og Nýja-Sjálands þar sem við vorum í tvo mánuði og sáum meðal annars um Íslandshestaleigu á ströndinni við Christchurch. Þaðan fórum við til Ástralíu og komum okkur svo fyrir í Port Macquarie á austurströndinni. Þar höfðum við aðsetur í ár en flökkuðum líka töluvert um Ástralíu; flúðum undan risaköngulóm og snákum, misskildum krókódílareglur og smöluðum kúm á kúrekahestum. Hægt og rólega púslaðist þessi veröld, Dreim, saman, umhverfið, fjögur lönd, mismunandi samfélög, lífverur, stjórnarfar, siðir, menning, trú, barátta, spilling, líf og lífsbarátta. Saga þriggja bóka,“ segir Fanney Hrund. Álög, hindranir og myrkar sálir Í sögunni Dreim - Fall Draupnis, falla ungmennin Asili, Alex, Bella og Daríus, ásamt hundinum Frænda og hestinum Jussa, í gegnum fávísifossinn og inn í Dreim. Ævintýrið hefst í einu af fjórum löndum Dreim, Huruma, þar sem hinn dularfulli Staurian tekur á móti þeim til að fylgja þeim í leiðangrinum umhverfis Spegilvatnið helga (Saiwaz). Hópurinn gengur undir nafninu dreimfarar og er þriðji hópur þeirrar tegundar sem sendur er inn í Dreim. Fyrsta hópnum tókst ætlunarverk sitt, um örlög hins er ekki vitað. Undir handleiðslu Staurians læra ungmennin að finna og beita kröftum sínum, þó með misjöfnum árangri. Álög leggjast á hvern þann sem fer í gegnum fávísifossinn og ungmennunum gengur misvel að sætta sig við þau álög. Myrkrið hefur seitlað inn í sálir íbúa Huruma og ef dreimfararnir ætla að lifa af ferðalagið verða þeir að komast yfir Skillandsfjöllin, í gegnum höfuðborgina Kugawa, höfuðvígi Valdsins, og inn í næsta foss á jafntunglunum. Því þótt Valdið, þjónar þess og herrar, stýri flestu innan landamæra Huruma þá stýra tunglin gangverki Dreim – og aðeins þegar þau lenda öll saman – opnast fossarnir. „Ég skipulagði þríleikinn allan frá upphafi til enda á meðan við vorum úti og svo fyrsta árið eftir að við komum heim. Sagan er því tilbúin, þótt orðin eigi eftir að raða sér endanlega saman í bók tvö og þrjú í þríleiknum. Framundan er skemmtilegasta vinnan við bók tvö; þegar sagan fer að taka á sig endanlega mynd.“ Fanney Hrund er fædd og uppalin á sveitabæ í Flóanum og Steinþór, sem er heimilislæknir, er ættaður úr Rangárvallasýslu. Hestamennska er sameiginlegt áhugamál þeirra og þegar heimsreisunni lauk settust þau að á bænum Fjarkastokki í Rangárvallasýslu. „Við fundum okkar litla sveitabæ á bökkum Hólsár, þar sem fjöll og haf kallast á. Þar var góð aðstaða fyrir okkar fáu hesta og ekki skemmdi fyrir að með í kaupunum fylgdu tíu kindur og nokkrar hænur, traktor, gistipláss fyrir vini, gróðurhús og reykkofi. Er hægt að óska sér einhvers meira? Í janúar síðastliðnum bættist svo lítill mannapaungi í kotið okkar, svo jú, það var hægt að óska sér einhvers meira. Hann dafnar vel, fer um á rassinum eins og Tarzan, þykir skemmtilegast að hella upp á kaffi og ber djúpa virðingu fyrir kettinum. Það er jú hverju smábarni lífsnauðsynlegt,“ segir Fanney Hrund sem nýtir allar lausar stundir til að skrifa. „Þegar ég hellti mér af fullum krafti í vinnuna við Dreim varð ég samstundis svo hamingjusöm að ég vissi að það yrði ekki aftur snúið – að ef ég hefði minnsta möguleika á að skrifa áfram þá myndi ég gera það, þótt það þýddi að ég gæti aldrei eignast frægan sófa,“ segir Fanney sposk. „Ég verð reyndar að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu agalega blekbændur Íslands lepja dauðann úr skel. Staða þeirra er enn verri en hinna þjóðargersemanna, sauðfjárbænda, og þá er nú mikið sagt. En, ég mun sjálfsagt fjalla nánar um það síðar undir yfirskriftinni: „Bækur, burður og barlómur,“ segir Fanney. Hún virðist þó sannarlega hafa fundið sína réttu hillu, Dreim var þriðja mest seld allra bóka í Eymundsson í síðustu viku. Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
„Þríleiknum er í grunninn ætlað að vera ákveðin hugvekja. Það kemur í raun af tvennu; annars vegar hvernig hugmyndin af veröldinni Dreim kviknaði upphaflega og hins vegar vegna þess hvernig sagan þróaðist á flakki okkar hjóna um heiminn. Að því sögðu er það auðvitað ævintýraför þessa hóps í gegnum Dreim sem er aðalatriðið. Hvað finnst undir yfirborði sögunnar verður hver og einn lesandi að finna út sjálfur – enda endurspeglar lestur okkar á sögum, rétt eins og lestur okkar á lífið, alltaf okkur sjálf,“ segir Fanney. Allt í gang eftir U-beygju Fanney Hrund segir söguna eiga sér langan aðdraganda og hafi fyrst kviknað þegar hún var í lögfræðinámi. Hún ýtti þó hugmyndinni til hliðar og einbeitti sér að náminu og síðar starfi sínu sem lögfræðingur og héraðsdómslögmaður. Sagan braust þó fram að lokum og mótaðist eins og Fanney segir, á ævintýralegu flakki þeirra hjóna um heiminn. „Veröldin Dreim spratt upp af kenningu réttarheimspekingsins John Rawls um fávísifeldinn (e. Veil of Ignorance) þegar ég var fjórða árs laganemi. En ég held að hluta af mér hafi þótt það fullkomlega óraunhæft að verða rithöfundur, að það væri bara fyrir einhverja örfáa útvalda. Sex árum síðar fylltist magi minn þó enn af fiðrildum í hvert sinn sem ég hugsaði um veröldina Dreim. Ég tók því loks hina þekktu U-beygju, hentist út af beinum augljósum vegi, og hef síðan þá hossast alsæl á minni kræklóttu kindagötu. Á þeim tímapunkti fléttuðust nokkrir þræðir saman. Okkur hafði langað til að ferðast áður en við festum almennilega rætur. Þær rætur langaði okkur að festa í sveit og stefna að meira hæglæti en höfðum ekki fundið rétta staðinn. Steinþór, maðurinn minn, var á þessum tíma hálfnaður með viðbótarnám í utanspítalalækningum og stóð til boða að taka síðari hlutann í Ástralíu. Úr öllu þessu varð að við sögðum upp störfum okkar, seldum íbúðina og fórum af stað með bakpokann og söguna. Í huga mínum ómuðu orð mömmu og ömmu sem báðar hafa skrifað allt sitt líf og stungið ofan í skúffu: Skrifaðu, en gerð þú eitthvað við það. Mér fannst eins og ég þyrfti að láta á þetta reyna, fyrir okkur allar þrjár." Alls engin lúxusreisa Þau hjónin vor á ferðinni í tvö á, eitt ár á flakki um Afríku og Asíu, annað á flakki og við störf í Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Ferðalagið var nánast ekkert skipulagt fyrirfram og alls engin lúxusreisa, sem Fanney segir að hafi gert upplifunina sterkari. „Það var einmitt það hversu peningurinn var naumt skammtaður og viljinn til að ganga í gegnum passlegan skammt af óþægindum sem breytti þessu úr ferðalagi í ævintýri. Þegar óvíst er hversu lengi flakkið varir er nauðsynlegt að lifa spart og þannig varð leiðin oft ansi hlykkjótt. Niðurstaðan varð lífsreynsla sem – skemmtilegt nokk – verður aldrei metin til fjár ,“ segir Fanney Hrund. „Ferðalagið spannaði yfir 25.000 kílómetra á landi í Afríku og var á köflum ansi skrautlegt. Við leigðum ódýrustu bíltíkina í Höfðaborg og ókum af stað en urðum fyrir bavíanaárás í fyrsta stoppi og þurftum að flýja með þá hangandi hálfa inn um gluggana, urðum næstum bensínlaus í Kalahari eyðimörkinni, sáum sólina rísa á hæstu sandöldu Namibíu og syntum fram á brún Viktoríufossa í Sambíu. Við sigldum á drekkhlöðnum árabát út í skip í svartamyrkri um miðja nótt á Malavívatni, tókum þátt í danshátíð eyjaskeggja á Likoma-eyju og þraukuðum nokkrar 10-15 tíma rútuferðir ásamt þrjátíu tíma lestarferð til Tansaníu þar sem við borðuðum hvað sem við fengum afhent af teinunum þegar við réttum pening út um lestargluggana. Við spiluðum fótbolta við stráka úr Maasai Mara ættbálki sem búa í Ngorgoro, umkringdir villidýrum, lentum í umferðarteppu vegna ljónapars sem var í ástarleik á veginum, stóðum í þrúgandi þögninni við fjöldagrafreitinn í Kigali, Rúanda og horfðumst svo í augu við górillur við landamæri Úganda og Kongó. Við ákváðum alltaf samdægurs hvar við myndum gista og vorum oftast í heimagistingu. Við hristumst með öllum mögulegum og ómögulegum farartækjum og kynntumst heimamönnum, lífi þeirra og lífsbaráttu og eftir situr það allra dýrmætasta sem hægt er að eignast á slíku ferðalagi,“ segir Fanney Hrund og heldur áfram. „Við tók stutt stopp í Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þaðan héldum við til Laos, Tælands og Víetnam. Víetnam á sérstakan stað í hjartanu ásamt Úganda og Tasmaníu. Maturinn, samfélagsgerðin, seiglan og svo er fegurð hálendisins í norðri engri lík. Þarna sváfum við, eins og oftast á okkar ferðalagi, heima hjá fjölskyldum, drukkum heimabruggað hrísgrjónavín og tókum þátt í mjög metnaðarfullu fjölskyldu-karíókí. Svo lögðumst við á teppi á gólfið og sváfum í kuldanum. Það voru nefnilega engar rúður í gluggunum. Eftir að hafa skilið við Víetnam með trega fórum við aftur til Tælands, þaðan til Malasíu, Singapúr og Nýja-Sjálands þar sem við vorum í tvo mánuði og sáum meðal annars um Íslandshestaleigu á ströndinni við Christchurch. Þaðan fórum við til Ástralíu og komum okkur svo fyrir í Port Macquarie á austurströndinni. Þar höfðum við aðsetur í ár en flökkuðum líka töluvert um Ástralíu; flúðum undan risaköngulóm og snákum, misskildum krókódílareglur og smöluðum kúm á kúrekahestum. Hægt og rólega púslaðist þessi veröld, Dreim, saman, umhverfið, fjögur lönd, mismunandi samfélög, lífverur, stjórnarfar, siðir, menning, trú, barátta, spilling, líf og lífsbarátta. Saga þriggja bóka,“ segir Fanney Hrund. Álög, hindranir og myrkar sálir Í sögunni Dreim - Fall Draupnis, falla ungmennin Asili, Alex, Bella og Daríus, ásamt hundinum Frænda og hestinum Jussa, í gegnum fávísifossinn og inn í Dreim. Ævintýrið hefst í einu af fjórum löndum Dreim, Huruma, þar sem hinn dularfulli Staurian tekur á móti þeim til að fylgja þeim í leiðangrinum umhverfis Spegilvatnið helga (Saiwaz). Hópurinn gengur undir nafninu dreimfarar og er þriðji hópur þeirrar tegundar sem sendur er inn í Dreim. Fyrsta hópnum tókst ætlunarverk sitt, um örlög hins er ekki vitað. Undir handleiðslu Staurians læra ungmennin að finna og beita kröftum sínum, þó með misjöfnum árangri. Álög leggjast á hvern þann sem fer í gegnum fávísifossinn og ungmennunum gengur misvel að sætta sig við þau álög. Myrkrið hefur seitlað inn í sálir íbúa Huruma og ef dreimfararnir ætla að lifa af ferðalagið verða þeir að komast yfir Skillandsfjöllin, í gegnum höfuðborgina Kugawa, höfuðvígi Valdsins, og inn í næsta foss á jafntunglunum. Því þótt Valdið, þjónar þess og herrar, stýri flestu innan landamæra Huruma þá stýra tunglin gangverki Dreim – og aðeins þegar þau lenda öll saman – opnast fossarnir. „Ég skipulagði þríleikinn allan frá upphafi til enda á meðan við vorum úti og svo fyrsta árið eftir að við komum heim. Sagan er því tilbúin, þótt orðin eigi eftir að raða sér endanlega saman í bók tvö og þrjú í þríleiknum. Framundan er skemmtilegasta vinnan við bók tvö; þegar sagan fer að taka á sig endanlega mynd.“ Fanney Hrund er fædd og uppalin á sveitabæ í Flóanum og Steinþór, sem er heimilislæknir, er ættaður úr Rangárvallasýslu. Hestamennska er sameiginlegt áhugamál þeirra og þegar heimsreisunni lauk settust þau að á bænum Fjarkastokki í Rangárvallasýslu. „Við fundum okkar litla sveitabæ á bökkum Hólsár, þar sem fjöll og haf kallast á. Þar var góð aðstaða fyrir okkar fáu hesta og ekki skemmdi fyrir að með í kaupunum fylgdu tíu kindur og nokkrar hænur, traktor, gistipláss fyrir vini, gróðurhús og reykkofi. Er hægt að óska sér einhvers meira? Í janúar síðastliðnum bættist svo lítill mannapaungi í kotið okkar, svo jú, það var hægt að óska sér einhvers meira. Hann dafnar vel, fer um á rassinum eins og Tarzan, þykir skemmtilegast að hella upp á kaffi og ber djúpa virðingu fyrir kettinum. Það er jú hverju smábarni lífsnauðsynlegt,“ segir Fanney Hrund sem nýtir allar lausar stundir til að skrifa. „Þegar ég hellti mér af fullum krafti í vinnuna við Dreim varð ég samstundis svo hamingjusöm að ég vissi að það yrði ekki aftur snúið – að ef ég hefði minnsta möguleika á að skrifa áfram þá myndi ég gera það, þótt það þýddi að ég gæti aldrei eignast frægan sófa,“ segir Fanney sposk. „Ég verð reyndar að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu agalega blekbændur Íslands lepja dauðann úr skel. Staða þeirra er enn verri en hinna þjóðargersemanna, sauðfjárbænda, og þá er nú mikið sagt. En, ég mun sjálfsagt fjalla nánar um það síðar undir yfirskriftinni: „Bækur, burður og barlómur,“ segir Fanney. Hún virðist þó sannarlega hafa fundið sína réttu hillu, Dreim var þriðja mest seld allra bóka í Eymundsson í síðustu viku.
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira