Í þriðjudagstilboðinu fellst miðstærð af pizzu með þremur áleggstegundum. Líkt og nafnið gefur til kynna fæst það einungis á þriðjudögum.
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's hér á landi, segir ástæðurnar fyrir hækkuninni afskaplega einfaldar, það séu verðbólga og launahækkanir.
„Það er alltaf miður að þurfa að hækka verð,“ segir Magnús sem segir fyrirtækið alltaf reyna að lágmarka verðhækkanir.
Hann útskýrir að viðskiptamódel Domino's snúist um að gefa fólki mikið fyrir peninginn og segist þó trúa því að enn sé um að ræða „besta tilboðið í bænum“.
„Ég hvet fólk til að gera verðsamanburð,“ segir Magnús.
Aðspurður um hvort hann óttist ekki að verðhækkunin fæli neytendur frá segir Magnús svo vera. „Auðvitað óttast maður alltaf slíkt þegar maður hækkar verð. Eflaust munu einhverjir hugsa sinn gang og hætta að kaupa tilboðið og jafnvel leita annað.“