„Mjög þungt högg fyrir Akureyri“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. desember 2023 18:54 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir Tveir heimilislæknar hafa sagt upp störfum á heilsugæslunni á Akureyri og nýverið var tveimur yfirlæknum sagt upp. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir ástandið þungt högg fyrir bæinn. Arngrímur Vilhjálmsson heimilislæknir hefur sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Hann segir uppsögn tveggja yfirlækna á dögunum hafa verið síðasta hálmstráið. Akureyri.net greinir frá uppsögn Arngríms og hefur eftir honum að ástæða uppsagnar hans sé óánægja með álag og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar. „Þetta síðasta útspil þeirra með uppsagnir yfirlækna var bara síðasta hálmstráið,“ segir Arngrímur við Akureyri.net. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri, var sagt upp í október. Báðum stóð til boða að starfa áfram sem heimilislæknar. Uppsagnirnar voru sagðar nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Hefði nálgast á annan hátt „Þetta er auðvitað bara erfitt, að leysa af svona reynt og gott fólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í samtali við Vísi. Hann viðurkennir að ferlið sé stutt komið, en hann þekkir af reynslunni að erfitt sé að finna reynda heimilislækna á lausu. Varðandi skipulagsbreytingarnar sem Arngrímur vísar til segir Jón Helgi: „Það var talið skynsamlegra að hafa einn yfirmann í staðinn fyrir tvo. Báðir yfirlæknarnir fengu uppsögn en jafnframt boð um starf hjá stofnuninni, samhliða. Ég held að það sé þannig, þegar menn standa frammi fyrir svona breytingum, að þá skoða menn sína stöðu. Skiljanlega.“ Er staðan ekki orðin alvarleg? „Jú, hún er auðvitað þung. Þetta er mjög þungt högg fyrir Akureyri.“ Hann viðurkennir að betur hefði mátt standa að fyrrgreindum skipulagsbreytingum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði mátt nálgast þetta á annan hátt. Þó það sé fyllilega eðlilegt að menn skipti um starfsvettvang, þá er mjög vont þegar margir fara í einu. Þá er það flóknara,“ segir Jón Helgi. Leit að yfirlækni er hafin sem áður segir. Sem stendur starfa fjörtíu læknar hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands. Akureyri Heilbrigðismál Mygla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Arngrímur Vilhjálmsson heimilislæknir hefur sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Hann segir uppsögn tveggja yfirlækna á dögunum hafa verið síðasta hálmstráið. Akureyri.net greinir frá uppsögn Arngríms og hefur eftir honum að ástæða uppsagnar hans sé óánægja með álag og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar. „Þetta síðasta útspil þeirra með uppsagnir yfirlækna var bara síðasta hálmstráið,“ segir Arngrímur við Akureyri.net. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri, var sagt upp í október. Báðum stóð til boða að starfa áfram sem heimilislæknar. Uppsagnirnar voru sagðar nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Hefði nálgast á annan hátt „Þetta er auðvitað bara erfitt, að leysa af svona reynt og gott fólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í samtali við Vísi. Hann viðurkennir að ferlið sé stutt komið, en hann þekkir af reynslunni að erfitt sé að finna reynda heimilislækna á lausu. Varðandi skipulagsbreytingarnar sem Arngrímur vísar til segir Jón Helgi: „Það var talið skynsamlegra að hafa einn yfirmann í staðinn fyrir tvo. Báðir yfirlæknarnir fengu uppsögn en jafnframt boð um starf hjá stofnuninni, samhliða. Ég held að það sé þannig, þegar menn standa frammi fyrir svona breytingum, að þá skoða menn sína stöðu. Skiljanlega.“ Er staðan ekki orðin alvarleg? „Jú, hún er auðvitað þung. Þetta er mjög þungt högg fyrir Akureyri.“ Hann viðurkennir að betur hefði mátt standa að fyrrgreindum skipulagsbreytingum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði mátt nálgast þetta á annan hátt. Þó það sé fyllilega eðlilegt að menn skipti um starfsvettvang, þá er mjög vont þegar margir fara í einu. Þá er það flóknara,“ segir Jón Helgi. Leit að yfirlækni er hafin sem áður segir. Sem stendur starfa fjörtíu læknar hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Akureyri Heilbrigðismál Mygla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira