Vill byggja þorp og varnarveggi í Heiðmörk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 09:00 Baltasar mun leikstýra fyrsta þættinum í seríunni sem er framleiddur af kvikmyndafyrirtæki hans RVK Studios. Vísir Baltasar Kormákur og félagar í RVK Studios vilja byggja þorp og varnarveggi í Heiðmörk og taka þar upp stórar senur fyrir miðaldaþættina King and Conquerer, meðal annars sjálfa orrustuna við Hastings. Baltasar segist hafa valið nokkra tökustaði á landinu og segist þurfa á öllum skeggöpum landsins að halda til að mynda orrustuna. Í bréfi kvikmyndaframleiðandans til bæjarstjórn Garðabæjar er óskað eftir leyfi til að taka upp í Heiðmörk. Um yrði að ræða tímann frá því í febrúar á næsta ári og þar til í júlí. Bréfinu hefur verið vísað til bæjarstjóra Garðabæjar. Baltasar segir í samtali við Vísi að svæðið henti einstaklega vel undir kvikmyndagerð. Verkefnið sé vel á veg komið en enn eigi eftir að berast svör frá Garðabæ. Meginatriði verði að fara vel með svæðið, enda um að ræða viðkvæma náttúru. Í bréfinu kemur fram að framleiðandinn taki þættina upp í samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS og breska ríkisútvarpið BBC. Þáttaserían gerist árið 1066 og fjallar um samband Vilhjálms 1. Englandskonungs og Haralds Guðnasonar, síðasta engilsaxneska konungs Englands. Áður hefur komið fram að danski stórleikarinn Nikolaj Coster-Waldau muni fara með hlutverk Vilhjálms en James Norton muni leika Harald. Þá eru leikararnir auk þess framleiðendur en Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þættinum. Lítil byggð á malarplani Í bréfi RVK Studios til Garðabæjar kemur fram að sótt sé um að byggja lítið þorp á malarplaninu sem allajafna er nýtt sem bílastæði á Hjallaflötum, í Heiðmörk. Segir stúdíóið að umfang og stærð byggðarinnar sé ekki vitað á þessu stigi málsins. Það muni skýrast á næstu vikum. Bílastæðið væri því ónothæft fyrir gesti Heiðmerkur á þeim tíma sem undirbúningur, kvikmyndatökur og frágangur ætti sér stað. Átta til tólf vikur tekur að undirbúa tökurnar en það er háð veðri. „Þetta verður lítið þorp sem mun líta stærra út á skjánum og verður byggt á malarplani og svo tún sem við teljum að geti hentað mjög vel til að taka upp bardagann við Hastings,“ segir Baltasar. Þó nokkur tími myndi fara í undirbúning fyrir tökurnar á malarplaninu í Heiðmörk. RVK Studios Þá er búist við því að tökur muni fara fram í tvær vikur í júní. Tekið yrði upp í fjóra daga, þorpinu síðan breytt og svo tekið aftur upp í fimm daga. Frágangur myndi taka eina til tvær vikur. RVK Studios segir að á meðan undirbúningi og frágangi stendur væri bílaumferð með eðlilegum hætti fram hjá bílastæðinu. Stúdíóð óskar eftir leyfi til þess að stjórna aðgengi umferðar framhjá bílastæðinu á meðan tökum stendur í samráði við Garðabæ. 180 manns og 50 til 70 hestar Þá sækir stúdíóið jafnframt um að kvikmynda hinn víðfræga bardaga við Hastings á túninu við Hjallaflatir. „Í undirbúningi myndum við reisa einskonar varnarveggi. Í tökunum sjálfum sjáum við fram á um það bil 180 manns berjast og 50-70 hesta.“ Búist er við því að undirbúningur undir orrustuna taki tvær til fjórar vikur. Senan verði tekin upp í fimm daga í lok maí og loks muni taka viku að ganga frá. Þá er þess jafnframt óskað að fá leyfi til að stjórna aðgengi að veginum meðfram túninu á meðan tökum stendur í samráði við Garðabæ. Baltasar og félagar í RVK Studios sjá fyrir sér að hin víðfræga orrusta við Hastings geti farið fram á túninu við Hjallaflatir.RVK Studios „Það verða allir skeggapar landsins kallaðir til. Það er gott að fara að safna núna ef menn vilja vera með,“ segir Baltasar hlæjandi og bætir því við að líklegast séu margir ævintýramenn úr hópi larpara spenntir yfir því að taka þátt. Íslenski hesturinn fullkominn Baltasar segir að íslenski hesturinn muni henta einstaklega vel í verkefnið. Heiðmörk sé hinn fullkomni staður undir tökurnar, enda sé stutt að sækja hesta. „Það er þegar byrjað að velja hesta í þetta, sem er mjög áhugavert. Það sem fáir vita er að þetta verður líklega í fyrsta skiptið sem hestarnir verða eitthvað í líkingu við það sem þeir voru á þessum tíma.“ Þannig séu heimildir til um það að hestar í Englandi á fjórtándu öld hafi verið í svipaðri hæð og íslenski hesturinn í dag. Baltasar segir saumaðar myndir frá þessum tíma sýna hvernig fætur reiðmanna náðu langt fyrir neðan búk hestanna. Íslenski hesturinn hafi líklega verið tekinn frá Englandi í upphafi. „Þannig að þarna erum við með frumhestinn. Það eru þessi litlu atriði sem margir átta sig alls ekki á og þetta er miklu nær sannleikanum.“ Stúdíóið gerir ráð fyrir því að stjórna umferð að svæðinu á tökudögum í samstarfi við Garðabæ, fáist til þess leyfi. RVK Studios Stjörnum prýddur leikhópur RVK Studios segist einnig hafa Vífilstaðarhlíð til skoðunar sem tökustað. Baltasar segir að hann hafi skoðað þó nokkra staði, meðal annars í Reykjavík og Kópavogi. Flestar tökur munu þó fara fram innandyra, í stúdíói. Tökur hefjast snemma á næsta ári sem hefst innan mánaðar. Baltasar segir í gríni að það þýði að leikararnir muni því ekki fara fet á meðan. „James Norton var hér um daginn að máta búninga. Svo eru fullt af flottum breskum leikurum að koma og við erum í ráðningarferli núna. Við höfum ekki tilkynnt alla, svo hugsanlega verða íslenskir leikarar með líka, það þarf náttúrulega einhverja til að leika víkingana.“ Tímabil sem aldrei hafi verið gerð almennileg skil Breska blaðið Guardian greindi frá fyrirætlunum Baltasars og félaga á sunnudaginn. Þar er haft eftir kvikmyndagerðarfólki að „Game of Thrones“ áhrifin eigi ekki síst þátt í auknum áhuga á þáttum líkt og King and Conquerer sem Baltasar og félagar hyggjast taka upp í Heiðmörk. Baltasar segir vinsældir Game of Thrones geta útskýrt áhugann á þessari nýju seríu að hluta. Sagnfræðingar hafi rætt málið í Bretlandi og bent á að þessum atburðum hafi aldrei verið gerð almennileg skil í sjónvarpsþáttum. „Þetta hefur aldrei verið almennilega gert áður. Ég kalla þetta í raun pre pre prequel af The Crown. Við getum verið næstu þúsund árin að ná í tímann þar sem The Crown byrjar,“ segir Baltasar léttur í bragði. Hann bendir á að flestum tímabilum í sögu Englands hafi verið gerð góð skil í sjónvarpsþáttum og nefnir The Tudors sem dæmi. Það eigi ekki við um þetta tímabil. „Þetta er svo áhugavert tímabil af því að þarna ertu með þessa ólíku heima að mætast, þetta er blanda af víkingum og engilsöxum og England er að verða til sem land á þessum tíma.“ Bíó og sjónvarp Garðabær Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Í bréfi kvikmyndaframleiðandans til bæjarstjórn Garðabæjar er óskað eftir leyfi til að taka upp í Heiðmörk. Um yrði að ræða tímann frá því í febrúar á næsta ári og þar til í júlí. Bréfinu hefur verið vísað til bæjarstjóra Garðabæjar. Baltasar segir í samtali við Vísi að svæðið henti einstaklega vel undir kvikmyndagerð. Verkefnið sé vel á veg komið en enn eigi eftir að berast svör frá Garðabæ. Meginatriði verði að fara vel með svæðið, enda um að ræða viðkvæma náttúru. Í bréfinu kemur fram að framleiðandinn taki þættina upp í samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS og breska ríkisútvarpið BBC. Þáttaserían gerist árið 1066 og fjallar um samband Vilhjálms 1. Englandskonungs og Haralds Guðnasonar, síðasta engilsaxneska konungs Englands. Áður hefur komið fram að danski stórleikarinn Nikolaj Coster-Waldau muni fara með hlutverk Vilhjálms en James Norton muni leika Harald. Þá eru leikararnir auk þess framleiðendur en Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þættinum. Lítil byggð á malarplani Í bréfi RVK Studios til Garðabæjar kemur fram að sótt sé um að byggja lítið þorp á malarplaninu sem allajafna er nýtt sem bílastæði á Hjallaflötum, í Heiðmörk. Segir stúdíóið að umfang og stærð byggðarinnar sé ekki vitað á þessu stigi málsins. Það muni skýrast á næstu vikum. Bílastæðið væri því ónothæft fyrir gesti Heiðmerkur á þeim tíma sem undirbúningur, kvikmyndatökur og frágangur ætti sér stað. Átta til tólf vikur tekur að undirbúa tökurnar en það er háð veðri. „Þetta verður lítið þorp sem mun líta stærra út á skjánum og verður byggt á malarplani og svo tún sem við teljum að geti hentað mjög vel til að taka upp bardagann við Hastings,“ segir Baltasar. Þó nokkur tími myndi fara í undirbúning fyrir tökurnar á malarplaninu í Heiðmörk. RVK Studios Þá er búist við því að tökur muni fara fram í tvær vikur í júní. Tekið yrði upp í fjóra daga, þorpinu síðan breytt og svo tekið aftur upp í fimm daga. Frágangur myndi taka eina til tvær vikur. RVK Studios segir að á meðan undirbúningi og frágangi stendur væri bílaumferð með eðlilegum hætti fram hjá bílastæðinu. Stúdíóð óskar eftir leyfi til þess að stjórna aðgengi umferðar framhjá bílastæðinu á meðan tökum stendur í samráði við Garðabæ. 180 manns og 50 til 70 hestar Þá sækir stúdíóið jafnframt um að kvikmynda hinn víðfræga bardaga við Hastings á túninu við Hjallaflatir. „Í undirbúningi myndum við reisa einskonar varnarveggi. Í tökunum sjálfum sjáum við fram á um það bil 180 manns berjast og 50-70 hesta.“ Búist er við því að undirbúningur undir orrustuna taki tvær til fjórar vikur. Senan verði tekin upp í fimm daga í lok maí og loks muni taka viku að ganga frá. Þá er þess jafnframt óskað að fá leyfi til að stjórna aðgengi að veginum meðfram túninu á meðan tökum stendur í samráði við Garðabæ. Baltasar og félagar í RVK Studios sjá fyrir sér að hin víðfræga orrusta við Hastings geti farið fram á túninu við Hjallaflatir.RVK Studios „Það verða allir skeggapar landsins kallaðir til. Það er gott að fara að safna núna ef menn vilja vera með,“ segir Baltasar hlæjandi og bætir því við að líklegast séu margir ævintýramenn úr hópi larpara spenntir yfir því að taka þátt. Íslenski hesturinn fullkominn Baltasar segir að íslenski hesturinn muni henta einstaklega vel í verkefnið. Heiðmörk sé hinn fullkomni staður undir tökurnar, enda sé stutt að sækja hesta. „Það er þegar byrjað að velja hesta í þetta, sem er mjög áhugavert. Það sem fáir vita er að þetta verður líklega í fyrsta skiptið sem hestarnir verða eitthvað í líkingu við það sem þeir voru á þessum tíma.“ Þannig séu heimildir til um það að hestar í Englandi á fjórtándu öld hafi verið í svipaðri hæð og íslenski hesturinn í dag. Baltasar segir saumaðar myndir frá þessum tíma sýna hvernig fætur reiðmanna náðu langt fyrir neðan búk hestanna. Íslenski hesturinn hafi líklega verið tekinn frá Englandi í upphafi. „Þannig að þarna erum við með frumhestinn. Það eru þessi litlu atriði sem margir átta sig alls ekki á og þetta er miklu nær sannleikanum.“ Stúdíóið gerir ráð fyrir því að stjórna umferð að svæðinu á tökudögum í samstarfi við Garðabæ, fáist til þess leyfi. RVK Studios Stjörnum prýddur leikhópur RVK Studios segist einnig hafa Vífilstaðarhlíð til skoðunar sem tökustað. Baltasar segir að hann hafi skoðað þó nokkra staði, meðal annars í Reykjavík og Kópavogi. Flestar tökur munu þó fara fram innandyra, í stúdíói. Tökur hefjast snemma á næsta ári sem hefst innan mánaðar. Baltasar segir í gríni að það þýði að leikararnir muni því ekki fara fet á meðan. „James Norton var hér um daginn að máta búninga. Svo eru fullt af flottum breskum leikurum að koma og við erum í ráðningarferli núna. Við höfum ekki tilkynnt alla, svo hugsanlega verða íslenskir leikarar með líka, það þarf náttúrulega einhverja til að leika víkingana.“ Tímabil sem aldrei hafi verið gerð almennileg skil Breska blaðið Guardian greindi frá fyrirætlunum Baltasars og félaga á sunnudaginn. Þar er haft eftir kvikmyndagerðarfólki að „Game of Thrones“ áhrifin eigi ekki síst þátt í auknum áhuga á þáttum líkt og King and Conquerer sem Baltasar og félagar hyggjast taka upp í Heiðmörk. Baltasar segir vinsældir Game of Thrones geta útskýrt áhugann á þessari nýju seríu að hluta. Sagnfræðingar hafi rætt málið í Bretlandi og bent á að þessum atburðum hafi aldrei verið gerð almennileg skil í sjónvarpsþáttum. „Þetta hefur aldrei verið almennilega gert áður. Ég kalla þetta í raun pre pre prequel af The Crown. Við getum verið næstu þúsund árin að ná í tímann þar sem The Crown byrjar,“ segir Baltasar léttur í bragði. Hann bendir á að flestum tímabilum í sögu Englands hafi verið gerð góð skil í sjónvarpsþáttum og nefnir The Tudors sem dæmi. Það eigi ekki við um þetta tímabil. „Þetta er svo áhugavert tímabil af því að þarna ertu með þessa ólíku heima að mætast, þetta er blanda af víkingum og engilsöxum og England er að verða til sem land á þessum tíma.“
Bíó og sjónvarp Garðabær Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira